Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 22
Helgarblað 6.–9. nóvember 201522 Umræða Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.isEF LI R a lm an na te ng s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ön nu n Nánari upplýsingar á jsb.is og í síma 581 3730 Kynntu þér nýja haustkortið! Staðurinn - Ræktin Krakkabækur og hæpin hugmyndafræði skáldverka É g hef nú tvisvar á fáeinum dögum heyrt utan að mér úr útvarpi að það sé afar mikil- vægt að bækur og aðrir textar fyrir börn séu á mjög svo ein- földu og skiljanlegu máli, ann- ar missi þau strax áhugann. Sem þýðir líklega að eldri sögur, þýdd- ar og frumsamdar, séu ekki leng- ur gjaldgengar fyrir krakka. Ein- hvern veginn á ég frekar bágt með að skilja þetta; mín reynsla er eig- inlega frekar sú að börnum þyki spennandi og jafnvel dularfullt að heyra orð og setningar sem þau skilja ekki til fulls. Þá geta þau ýmist misskilið þau, sem er oft mjög skap- andi prósess, eða þá komist að réttu merkingunni – að gera slíkt er meira að segja sérgrein krakka. Sumt það sem við lærum fyrst og förum oftast með er jafnvel hálfóskiljanlegt fólki á öllum aldri, jafnvel þótt það sé á íslensku; þar má nefna jólasálminn okkar góða „Heims um ból“ með ljóðlínum á borð við þessar: „frum- glæði ljóssins / en gjörvöll mann- kind / meinvill í myrkrunum lá.“ Lykillinn var tepptur Sumir segja að ef krakkar eru að hnjóta um eitthvað hátíðlegt og fornyrðislegt í íslensku, þá muni þeir bara snúa sér að því í enn rík- ari mæli að lesa á ensku, en það er kenning sem er líka erfitt að kaupa. Því að varla lesa íslenskir unglingar þannig ensku að þeir detti ekki um orð sem þeir ekki skilja, með- al annars af þeirri ástæðu að það er vandfundinn svo menntaður inn- fæddur Englendingur að hann skilji öll orðin í sínu tungumáli. Sjálfur man ég eftir fyrstu bókinni sem ég las af sjálfsdáðum, en það var þýðing á norsku krakka- bókinni „Óli Alexander á hlaupum“. Snemma bókar rápar Óli Alexander, þá sex ára, svo inn og út úr blokkar- íbúðinni sinni, þar sem mamma hans er uppi í tröppu að þrífa veggi og þarf alltaf að vera að hlaupa upp og niður til að opna fyrir syninum, að hún gerir hann út með lykil, sem er bundinn í snúru við buxna- strenginn. Á neðri hæðum blokk- arinnar gengur hann fram á Ídu, sem varð síðar mikil vinkona hans, en var nú í öngum sínum því hún komst ekki inn til sín. Riddaralegur býðst Óli Alexander til að opna fyrir henni með sínum lykli, en tekst ekki að opna og lykillinn situr eftir fastur í skránni hjá Ídu. Þegar hann svo kemur upp á ný og móðirin spyr um lykilinn þá svarar hann, í íslensku þýðingunni, með þeim orðum að „lykillinn sé tepptur“. Þetta fannst mér svo dularfullt orðalag að það með öðru kveikti áhuga minn á að lesa lengra. Og Óli Alexander fílí- bomm bomm bomm átti reyndar eftir að verða mér eins og bróðir. „Rödd án líkama er kynlegri en góðu hófi gegnir“ Svo las maður „Ævintýraeyjuna“ eftir Enid Blyton, og strax á fyrstu síðunum moraði allt í málfarsleg- um skringilegheitum. Finnur lá út af í grasinu og kepptist við bókstafa- reikninginn. Þá heyrði hann rödd kalla á sig og skipa sér af þurrka af fótunum og loka dyrunum. Hann leit upp í brekkuna, en þar var enginn. Honum fór ekki að verða um sel, svo hann stóð upp, stakk rit- blýinu í vasann, blístraði, og sagði svo við sjálfan sig: „Rödd án líkama er kynlegri en góðu hófi gegnir!“ En úrþví við erum að tala um Enid Blyton, þann snjalla barna- bókahöfund og einn þann vin- sælasta í þeirri grein á heimsvísu, þá erum við komin að öðru og mun flóknara álitamáli en því hvort þýð- ingar úreldist og þurfi að endurnýj- ast reglulega. Og það álitamál er auðvitað af hugmyndafræði legum toga: margir víða um lönd telja semsé að skoðanir þeirrar góðu konu Enid Blyton, sem speglist í hennar bókum, séu einfaldlega þannig að það sé ekki hægt að bera þær lengur á borð fyrir börn. Og fyr- ir vikið hafa bækur hennar víða ver- ið hreinsaðar út af skólabókasöfn- um, eða jafnvel öllum söfnum sem krakkar geta heimsótt, og það litla efni Enid Blyton sem er haft í frammi er þá ritskoðað, eða hreins- að af óæskilegum viðhorfum (um daginn bar fyrir augu mín mjög þannig fegraða versjón af Dodda í Leikfangalandi í barnatíma sjón- varps – svartálfanna sá til að mynda hvergi stað). Úrelt og skaðleg sjónarmið Því er auðvitað ekki að neita að frú Enid aðhylltist ærið gamal- dags sjónarmið. Það snertir kynja- Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja „Bakþankarnir sem leituðu á mann voru hins vegar einmitt um það að nefndar bækur frú Enid voru um flest frábærlega dregn- ar – enda þýddar og dáðar um allan heim - á meðan sú danska var fyrir leiðinda sakir ekki fyrir nema þolinmóðasta fólk að harka af sér, og var hún þó ekki löng. Enid Blyton Knut Hamsun „Ezra Pound og Knut Hamsun voru hallir undir nasisma, þótt þannig viðhorfa sjái ekki endilega stað í bókum þeirra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.