Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2015næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 32
Helgarblað 6.–9. nóvember 201532 Skrýtið Sakamál Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af N eupré, í útjaðri Liege í Belg­ íu, ku vera indælis bær til að ala manninn. Íbúarnir eru fólk í efri miðstétt, meðal annars framkvæmdastjór­ ar og fjölskyldur þeirra og efnað fólk sem sest hefur í helgan stein. Sagt er að bæjarbúar heilsist á götum úti, masi þegar þeir hittast í verslun­ um, bjóði hver öðrum til kvöldverð­ ar og ræði gjarna verð á hlutabréfum þegar grillað er í garðinum. Um bæj­ arbúa var skrifað að „allir borðuðu nautakjötið sitt á sama hátt“. En í desember 2008 dró til tíð­ inda í þessu annars kyrrláta byggðar­ lagi með komu sikileyskrar fjöl­ skyldu og má segja að óveðursskýin hafi hrannast upp við sjóndeildar­ hringinn. Kyrrðin rofin Sikileyingarnir voru; Cindy Salibra, 34 ára, sex börn hennar á aldrinum sex ára til 14 ára, og tveir karlmenn, Philippe, 42 ára, fyrri eiginmaður Cindy og faðir fjögurra barna henn­ ar, og Mario Giuffrida, þáverandi eiginmaður hennar og faðir tveggja yngstu barnanna. Fjölskyldan flutti inn í hús númer 93 við Avenue des Chévrefeuilles og fljótlega varð skrattinn laus. Fullorðna fólkið stundaði enga vinnu en innheimti vikulega bæt­ ur sínar samviskusamlega. Þar sem áður hafði verið kyrrlát gata mátti nú heyra blótsyrði og öskur frá dag­ renningu til dagseturs. Vinalegt mal í vel smurðum sláttuvélum, sem fyrr meir var nán­ ast eini hávaðinn sem heyra mátti við götuna, drukknaði í móður­ sýkislegum öskrum Cindy, öskrum sem var einkum og sér í lagi beint til seinni eiginmanns hennar, Marios. Undarleg þrenning Vissulega var þetta áfall fyrir ná­ granna Sikileyinganna og reyndu þeir að ræða á rólegum nótum við þessa nýju nágranna. Sú viðleitni bar engan árangur og hinir rótgrónu íbúar Neupré hörfuðu nánast und­ an öskrum Cindy og störðu furðu lostnir á Philippe, sem virtist ekki vera eins og fólk er flest, og á Mario, sem virtist alltaf vel við skál, með nauðrakaðan kollinn og hring í öðru eyra – sem, merkilegt nokk, var ekki tískan í Neupré. Þegar húmaði að kveldi sáu ná­ grannar Sikileyinganna þann kost vænstan að draga gardínur fyr­ ir glugga og hækka vel í sjónvarps­ tækjunum í von um að yfirgnæfa hávaðann frá húsi númer 93. Dregur úr hávaða Jólin komu og fóru árið 2008 og nýja árið gekk í garð með kulda en ástandið var ekki alsæmt við Avenue des Chévrefeuilles. Einhverra hluta vegna hafði dregið úr hávaðanum í Sikileyingunum. Vissulega mátti enn heyra það­ an læti, en frá Cindy, sem alla jafna hafði haft hæst, heyrðist nú varla múkk. Innan tíðar tók fólk eftir því að ekkert sást til Marios og hafði ekki gert um skeið – og ályktaði fólk að hann hlyti að hafa lagt land undir fót. En ekki var allt með felldu, því móðir Marios, Nona Giuffrida, fór að þyrla upp ryki – fannst enda undarlegt að hafa ekki séð sinn heittelskaða son eftir að hann hvarf frá Neupré. Í von um að þagga niður í móður Marios og til að lægja öldurn­ ar skundaði Cindy á lögreglustöðina. Cindy segir of mikið Á lögreglustöðinni krafðist Cindy þess að fá að leggja fram formlega kæru á hendur Mario. „Eiginmað­ ur minn lamdi mig í tíma og ótíma. Ég henti honum út. Hann tók allt sitt hafurtask og fór heim til Sikileyjar. En hvað sem því líður vil ég leggja fram formlega kæru.“ Það kom lögreglunni spánskt fyr­ ir sjónir að lögð væri fram kæra á hendur manni sem þá þegar var far­ inn til annars lands, en engu að síður hlustuðu þeir á og skráðu á blað frá­ sögn Cindy. Þarna hefði Cindy átt að láta stað­ ar numið, en að þegja var henni kannski ekki vel gefið og eftir að hún fór frá lögreglunni sagði hún við vin­ konu sína: „Þú veist … Mario er ekk­ ert á Sikiley. Hann er einfaldlega dauður.“ Vinkonunni var brugðið mjög og fór rakleiðis til lögreglunnar. Blóðið rennur … Cindy og hennar fyrrverandi voru umsvifalaust tekin til yfirheyrslu en erfitt reyndist að draga orð upp úr Cindy. Við það jókst áhugi lög­ reglunnar og eftir nokkrar klukku­ stundir brotnaði Cindy saman og kjaftaði þá á henni hver tuska. „Í fleiri mánuði hef ég óskað þess að Mario færi. Ég grátbað hann um skilnað en hann neitaði. Kvöld eitt ákvað ég að koma honum fyr­ ir kattarnef,“ sagði Cindy. Hún kom börnunum í rúmið og fór inn í svefn­ herbergi hjónanna vopnuð öxi. „Áður en ég vissi af hafði ég látið öxina vaða í hálsinn á honum. Það var mikið blóð. Hann reyndi að flýja niður stigann en ég náði honum á stigapallinum og lagði til hans, aftur og aftur, með öxinni þar til hann var dauður.“ … og bálið brennur Að þessu loknu náði hún í Philippe og bað hann um aðstoð við að losna við líkið: „Hann var boðinn og búinn til að hjálpa mér.“ Cindy byrjaði á að þrífa upp allt blóð í svefnherberginu og síðan komu þau skötuhjúin líkinu af Mario í baðkarið og hófst þá mikil vinna með öxi, stórum hníf og sög. Þegar líkamshlutarnir fóru að hrúgast upp kom Cindy þeim fyrir í frystinum og að verki loknu kveikti hún upp í arninum í stofunni. Síðan henti hún líkamshlutunum einum og einum í eldinn. Með hjálp Phil­ ippes tók það Cindy þrjár nætur að brenna Mario upp til agna. Ró, enn á ný Cindy hefði sennilega framið hinn fullkomna glæp ef hún hefði get­ að þagað. Í nóvember 2011 fékk hún 20 ára dóm en Philippe slapp vegna laga í Belgíu sem firra hvern þann sök sem aðstoðar náinn að­ standanda við að hylja glæp: „Hún er móðir barnanna minna. Ég gat ekki svipt þau móður sinni.“ Philippe fékk forræði yfir börnum sínum fjórum en í Avenue des Ché­ vrefeuilles í Nuepré ríkir enn á ný ró og friður því íbúum þar til ómældrar ánægju ákvað Philippe að setjast að annars staðar. n Sikileyingarnir n Sikileysk fjölskylda flutti í belgískan bæ n Þar með var friðurinn úti Cindy Salibra Var vart flutt inn í hús í rólegum, belgískum bæ þegar hún hóf upp raust sína. Mario Giuffrida Endaði ævi sína sem eldsmatur í arni eiginkonu sinnar.„Ég náði honum á stigapallinum og lagði til hans, aftur og aftur, með öxinni þar til hann var dauður. Bæjarskrifstofan í Neupré Sikileyingarnir settu svip sinn á annars rólegan bæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 86. tölublað (06.11.2015)
https://timarit.is/issue/392890

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

86. tölublað (06.11.2015)

Aðgerðir: