Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 44
Helgarblað 6.–9. nóvember 201544 Fólk
ATN Zebra 16
Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin
• Diesel
• Vinnuhæð: 16,4m
• Pallhæð: 14,4m
• Lágrétt útskot: 9,3m
• Lyftigeta: 230kg
• Aukabúnaður: Rafmagns-
og lofttenglar í körfu.
• Til afgreiðslu strax
Ýmsar aðrar ATN spjót- og
skæralyftur til afgreiðslu
með stuttum fyrirvara.
Óþekkjanlegar stjörnur
n Mikill metnaður á hrekkjavökunni í Hollywood n Gaman að klæða sig upp
Á
hrekkjavökunni gera margir
sér glaðan dag, klæða sig upp
í hina ýmsu búninga og fara
í gleðskap. Slíkt hefur færst í
vöxt á Íslandi í seinni tíð, en
fyrir slíkum búningapartíum er löng
hefð í Hollywood. Stjörnunum leiðist
einmitt ekki að klæða sig upp fyrir
partí og oft er mikill metnaður lagð-
ur í búninga. Hér má sjá nokkra ansi
metnaðarfulla búninga frá nýliðinni
hrekkjavöku. Sumar stjörnurnar eru
jafnvel óþekkjanlegar. n
Óþekkjanleg
Fyrirsætan Heidi Klum heldur stórt
hrekkjavökupartí á hverju ári og leggur
mikinn metnað í búninga. Í ár fór hún í gervi
brjóstgóðu teiknimyndafígúrunnar Jessicu
Rabbit og var algjörlega óþekkjanleg.
Gef mér A
Þetta kallar maður að vera frumlegur í
búningavali. Katy Perry tók sig vel út sem
hljóðnemi á hrekkjavökunni, en hvort
búningurinn var þægilegur skal ósagt látið.
Alvöru
hrekkjavaka
Það er óhætt að segja að Nicole Ritchie
hafi tekið hrekkjavökuna alvarlega og lagði
mikinn metnað í sinn búning. Það þekkja
hana líklega ekki margir í þessu gervi Jacks
Skellington úr myndinni The Nightmare
Before Christmas.
Körfubolta-
hetja Íslandsvinurinn Justin
Bieber heiðraði leikarinn Will Farrell sem
körfuboltakarakterinn Jackie Moon úr
kvikmyndinni Semi Pro.
Með brugðinn brand Það fylgdu nokkrir aukaleikarar
með búningi Kylie Jenner til að fullkomna heildarútlitið. Sjálf tók hún sig vel út sem einhvers
konar stríðsprinsessa.
Hattakisur Channing
Tatum og konan hans, Jenna Dewan-
Tatum, ákváðu að nota sömu hugmyndina
varð kötturinn með höttinn fyrir valinu.
Stórglæsilegt par sem tekur sig vel út í
kisubúningum.
Tískuteymi
Söngkonan Fergie og maður hennar Josh
Duhamel breyttust í fatahönnuðinn Karl
Lagerfeld og köttinn hans, Choupette, og
tóku sig vel út.
Sjötta systirin
Spjallþáttastjórnandinn og leikkonan
Ellen DeGeneres kynnti sjöttu Kardashian-
systurina fyrir veröldinni á hrekkjavökunni.
Sú heitir Karla Kardashian og gefur hinum
systrunum ekkert eftir í fegurð og stíl.
Prinsessa
Söngkonan Nicki Minaj klæddi sig upp sem
álfaprinsessa með kynþokkafullu ívafi.
Sproti og kóróna eru nauðsynlegir fylgihlutir
með slíku dressi.