Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 12
Helgarblað 6.–9. nóvember 201512 Fréttir Þ að var spennu- og tilfinn- ingaþrungið andrúms- loftið í sal 101 í Héraðs- dómi Reykjavíkur á mið vikudagsmorgun þegar aðalmeðferð hófst í máli ríkissak- sóknara gegn hjúkrunarfræðingn- um Ástu Kristínu Andrés dóttur sem ákærð er fyrir manndráp af gáleysi í starfi. Ástu er gefið að sök að hafa láðst að tæma loft úr belg barkar- aufarrennu þegar hún tók Guð- mund Má Bjarnason úr öndunarvél og setti hann á svokallaðan talventil 3. október 2012 með þeim afleiðing- um að hann kafnaði. En miðað við það sem fram kom í máli allra þeirra sem báru vitni í málinu þá skein í gegn að furðu sætti hvers vegna hjúkrunarfræðingurinn væri dreginn fyrir dóm í þessu saka- máli. Saksóknari telur að framburður vitna kunni að stafa af samstöðu heil- brigðisstarfsmanna með Ástu. Mál- ið er einstakt og það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Útgangspunkturinn við aðal- meðferðina virtist vera, að þarna ætti ekki einn tiltekinn einstakling- ur að vera ákærður, heldur heil- brigðiskerfið í heild sinni. Þrúgandi streita, ómannúðlegt álag og hraði og fullkomlega óboðlegar starfs- aðstæður, sem gerðu að verkum að hvorki vannst tími né ráðrúm til að fara yfir mikilvæga öryggis- þætti eða veita sjúklingum full- nægjandi þjónustu og umönnun, voru meðal þeirra áfellisdóma yfir heilbrigðiskerfinu sem heyra mátti í framburði vitna í dómsal. Þegar kom að málarekstrinum sjálfum þá virtist leika of mikill vafi um of marga þætti til að hægt væri að negla það niður fyrir víst, svo haf- ið sé yfir skynsamlega vafa, að það hafi í raun verið yfirsjón Ástu sem hafi orðið til þess að Guðmundur lést þetta örlagaríka kvöld í október fyrir þremur árum. Aðrir raunhæfir möguleikar virðist ekki hafa verið skoðaðir í þaula að sögn vitna. Blaðamaður DV sat aðalmeð- ferðina. Þriggja ára vítisdvöl „Ég er búin að vera í helvíti síð- ustu þrjú ár,“ sagði Ásta og beygði af þegar saksóknari spurði hana um líðan hennar í dag. Það vakti athygli að ákæruvaldið, sem ætti með réttu að reyna að ná fram sakfellingu, hefði opnað á þá spurningu sem ljóst má vera að yrði hlaðin tilfinn- ingum í svörum ákærðu og hlaða undir samúð með vörn hennar. Ásta kvaðst hafa verið hjá áfallasál- fræðingi hjá spítalanum síðan at- burðurinn átti sér stað og að mál- ið hafi reynst henni og fjölskyldu hennar afar þungbært. Klökk lýsti hún opinskátt yfir: „Hjónabandið er ónýtt og barnið mitt, sem er 12 ára, á mjög erfitt.“ Ásta, sem er svæfingarhjúkrunar- fræðingur, kvaðst hafa getað stund- að sína vinnu síðan málið kom upp en hún kvaðst ekki fá að taka vaktir, hún fái aðeins að sinna dagvinnu. Hún hafi í gegnum tíðina, líkt og margir heilbrigðisstarfsmenn, stundað að fara til Noregs að vinna en hún gæti það ekki nú. Fyrst og fremst því hún gæti ekki útskýrt það sem gerst hefði. Að vera ákærð fyr- ir manndráp af gáleysi væri þung byrði. „Mig hefur oft langað að deyja,“ sagði Ásta og það sást á andliti hennar að hún meinti það sem hún sagði. Tvöföld vakt Ásta Kristín hafði verið á erfiðri dagvakt á svæfingadeild en sökum manneklu var hún beðin um að taka tvöfalda vakt og vera áfram á kvöldvaktinni á gjörgæsludeild. Þar tók hún við Guðmundi Má sem hafði farið í aðgerð og var vart hugað líf fyrst um sinn eftir hana. Fram kom í máli allra fyrir dómi að hann hefði verið mjög veik- burða. Við vaktaskiptin seinnipart- inn um daginn kveðst Ásta Kristín hafa fengið afar stutta og snubbótta skýrslu um stöðu og líðan Guð- mundar. Fyrsta verk Ástu var að hennar sögn að kynna sig fyrir Guð- mundi og eiginkonu hans sem var í heimsókn. En hún taldi mikilvægt að trufla ekki samverustund hjón- anna og gat því ekki athugað vakt- arann (e. monitor) sem var við rúm sjúklingsins. Bar hún því meðal annars við að hjúkrunar- fræðingar væru ekki bara að hjúkra sjúklingum, heldur líka fjölskyld- um. Þessi vaktari átti eftir að koma mikið við sögu í aðalmeðferðinni sem og dularfull þögn hans. Fram kom í máli Ástu, sem staðfest var af samstarfskonum hennar og yfir- mönnum, að sér- lega mikið álag hafi verið á starfsfólki þennan dag og umrætt kvöld. Ásta hafi þurft að hlaupa til og leysa af á þrem- ur mismunandi stöðum og þannig ítrekað þurft að skilja við sjúkling sinn tímabundið á ábyrgð annarra hjúkrunarfræðinga á vakt – nokkuð sem allir voru sammála um að væri óviðunandi og óboðlegt ástand og aðstæður til að setja hjúkrunar- fræðinga í. Ásta var því á hlaup- um milli gjörgæslu, vöknunar og kvennadeildar. Greindi hún meðal annars frá því að hún hefði vart komist frá til að fara á klósettið og erfiðlega hafi gengið fyrir hana að komast í kvöldmat. Eins og lesa má í ákæru eru boðskipti við þessi skipti talin ámælisverð. En þannig gekk vaktin fyrir sig og ábyrgð á umönnun Guðmundar gekk milli vakthafandi hjúkrunar- fræðinga fram og til baka frá Ástu sökum anna hennar og fórnfýsi til að hlaupa í skarðið víðs vegar um spítalann. „Ásta var send út og suð- ur,“ sagði Ragnheiður Guðmunds- dóttir hjúkrunarfræðingur sem var á vakt með Ástu þetta kvöld. Brast í grát í dómsal Talventill Belgur sem átti að vera tómur Svona lítur talventill út Barki n Tilfinningaþrunginn dagur n Sökuð um manndráp af gáleysi n Áfellisdómur yfir heilbrigðiskerfi í heljargreipum Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Þung byrði Ásta Kristín Andrésdóttir er ákærð fyrir manndráp af gáleysi. Vanræksla hennar hafi stuðlað að því að Guðmundur Már Bjarnason lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Mynd SigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.