Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 26
Helgarblað 6.–9. nóvember 201526 Fólk Viðtal nema að hann komi inn í rekstur­ inn með okkur seinna, það væri draumur því það rennur kaup­ mannsblóð báðum megin hjá hon­ um aftur um þrjá ættliði. Hver veit? Hann er með mikið keppnisskap og myndi eflaust stýra þessu vel.“ Svava viðurkennir að hafa fús viljað eignast fleiri börn en því miður hafi sú ekki orðið raunin. „Við Bjössi misstum fóstur þegar við höfðum verið saman í rúm þrjú ár. Við vorum nýbúin að fá mynd úr sónar þegar það gerðist. Það hefði verið yndislegt að eign­ ast það barn. Ég var orðin 44 ára og það kom mjög á óvart að ég væri ófrísk. Það var ekkert planað. Það var í rauninni ákveðið áfall en við vorum orðin mjög spennt og farin að plana og pæla og hlakka mikið til. Við höfum fengið margt annað í staðinn og þar á meðal góðan tíma saman, við erum mjög frjáls. Auk barnanna eigum við Lucas, svartan labrador, sem telur sig bróður Ás­ geirs Frank. Hann er mikill gleði­ gjafi. Ég væri alveg til í að eiga fleiri hunda. Ég hef verið heppin. Ég á besta mann í heimi, dásamlega fyndinn og skemmtilegan son og æðislega ljúfan labrador. Ég er eina stelp­ an á heimilinu og fæ því alveg sér­ staka meðferð.“ Staldrar ekki við það slæma Svava pælir mikið í stjörnumerkj­ unum en sjálf er hún jákvæð, sterk og kröftug steingeit. Þrátt fyr­ ir kraftinn hefur hún þó átt sínar erfiðu stundir. „Ég óttast ekkert í dag en eins og aðrir foreldrar ótt­ ast maður alltaf um börnin sín. Ég reyni að láta óttann ekki ná tökum á mér eins og þegar ég var yngri. Ég hef alltaf borðað hollan mat og hugsað vel um heilsuna. Þegar ég var tvítug bjó ég fyrir ofan 17 á Laugaveginum og fór reglulega á grænmetisstaðinn Á næstu grös­ um en þar í dag er einmitt Gló, uppáhaldsstaðurinn minn. Ég hef einnig verið hjá vinkonu minni Lóló í World Class í mörg ár og segi alltaf að hún æfi ekki bara lík­ amann heldur nærir hún einnig sálina. Örn Jónsson, svæðanuddari og heilari, er svo galdralæknirinn minn, einstakur maður, enda hef ég sent fullt af fólki til hans. Hann er galdramaður, hjálpar manni að tengja og vinna úr. Það er svo yndislegt að vera laus við stress eða kvíða. Þegar allt gekk yfir, hrunið skall á og ég vissi hvorki hvort við ætt­ um ennþá fyrirtækið og húsið okk­ ar, sem við höfðum nýlega fest kaup á í erlendri mynt, lét ég það ekki ná tökum á mér. Ég vissi að svo lengi sem maður hefur heilsu og fjölskyldan og vinir eru heilsu­ hraust, þá líður manni vel og er hamingjusamur og það er aðal­ málið. Ég staldra aldrei við það slæma. Ef eitthvað erfitt gerist hefst ég strax handa við að vinna mig út úr hlutunum. Það er svo vont að festast í einhverju. Lífið snýst um að vera í góðu jafnvægi. Ef mér líð­ ur illa reyni ég ekki að velta mér upp úr vandamálunum en finn mér eitthvað skemmtilegt að gera, horfi heldur til dæmis á grínmynd með öllum strákunum mínum eða kveiki á skemmtilegum sjónvarps­ þætti, eitthvað sem ég veit að er skemmtilegt og drepfyndið. Ég finn mér leið til þess að ná mér í ljós og gleði.“ Fyrst og fremst jafnréttissinni Svava hefur verið ein af mest áber­ andi konum íslensks viðskipta­ lífs um langan tíma. Hún segir landslagið gjörólíkt í dag og þegar hún var ung að koma sér áfram í karlaheimi. „Ég var oft eina kon­ an í stjórnum en í dag skiptir kynið ekki jafn miklu máli. Ég hef alltaf verið hlynnt því að hæfasti einstak­ lingurinn sé valinn en þar sem við konur vorum svo aftarlega á mer­ inni, bæði þegar kemur að stjórn­ arsetum og pólitík, urðum við að fara þessa einkennilegu leið og taka upp kynjakvóta. Mér finnst þessi leið ekki að mínu skapi en miðað við hvar við vorum var þetta sennilega nauðsynlegt. Allavega hefur þessi leið virkað ágætlega. Ég er fyrst og fremst jafnréttis­ sinni og finnst stundum jafnvel hallað á karlana. Í dag snýst allt um konur. Við þurfum sums staðar að­ eins að slaka á og númer eitt þarf að vera sanngirni fyrir alla. Fyr­ ir 20–30 árum og til dagsins í dag þurftum við svo sannarlega að láta í okkur heyra og það voru hörku konur sem börðust fyrir því hvern­ ig hlutirnir eru í dag. Útlitið hef­ ur nú gjörbreyst og mér finnst við þurfa að staldra við svo við yfir­ gnæfum ekki karlpeninginn. Það á ekki að skipta máli hvort maður er karl eða kona. Ég á son sem ég vil ekki að verði kaffærður af kon­ um, ekkert síður en ég myndi vilja að dóttur minni yrði kaffært af körlum. Kynjakvóti hafði áhrif, hér hefur orðið hugarfarsbreyting, og vonandi fljótlega getum við tekið hann af,“ segir Svava ákveðin. Gamlárskvöld fallegast Jólavertíðin nálgast og því er mik­ il vinna fram undan hjá Svövu sem hlakkar til komandi átaka. „Ég hef alltaf gaman af aðventunni og hér áður fyrr gaf ég mig alla í jólaver­ tíðina og var því oft næstum sofn­ uð ofan í forréttinn á aðfangadag. Í dag er það breytt. Nú nýt ég að­ ventunnar. Við Bjössi eigum mik­ ið af góðum vinum og förum í að­ ventuboð hér og þar. Jólin eru samt alveg frábær fyrir verslunarmenn. Glatt fólk og jólastemning í búð­ um er eins og vítamínsprauta fyr­ ir fólk eins og mig; brjálað að gera alla daga og maður upplifir alla vinnu ársins skila sér. Gamlárs­ kvöld er þó fallegasta kvöld ársins, við öll systkinin saman, makar og börn hjá mömmu í glæsilegum kvöldverði en mamma býr til svo góðan mat enda eru allir tengda­ synirnir með matarást á henni. Mamma býr enn á Laugarásnum þar sem við ólumst upp og við erum stór hópurinn hennar, eða 29 manns.“ Hamingjusömust í golfi „Mér finnst endalaust svo gam­ an að byggja eitthvað upp og ef ég er með eitthvert verkefni í gangi stoppar mig ekkert og þar vinnum við Bjössi svo vel saman – hann er nefnilega naut og þau eru svo sterk og vinnusöm og vilja byggja upp – eins og steingeiturnar,“ segir Svava og bætir aðspurð við að hún sé drifin áfram af áhugaverðum verk­ efnum í vinnunni og fólkinu sem skiptir hana mestu máli. „Ég er hamingjusömust úti á golfvellinum með manninum mínum og syni. Við erum heppin. Við eigum marga yndislega vini og svo líður okk­ ur líka afskaplega vel í bústaðnum okkar í Öndverðarnesi. Það er fátt betra en að taka góðan golfhring og henda sér svo í pottinn á eftir. Fólk­ ið mitt, vinir, fjölskyldan og Ísland. Það er ekkert sem toppar það.“ n „Það hefði verið yndislegt að eignast það barn Glæsileg Svava tók lífsstílinn í gegn fyrir fer- tugsafmælið og svo aftur fyrir fimmtugsafmælið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.