Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2015næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 30
Helgarblað 6.–9. nóvember 201530 Sport ÚRVAL FÆÐUBÓTAREFNA Glæsibæ & Holtagörðum Netverslun: www.sportlif.is Sterkustu brennslu- töflur í Evrópu Gefum Guttunum séns n Einn ungur leikmaður í landsliðinu n Baráttan um eitt sæti í byrjunarliðinu Í slenska landsliðið í knattspyrnu mætir Pólverjum og Slóvakíu í vináttulandsleikjum í næstu og þar næstu viku. Leikirnir gefa Lars Lagerbäck og Heimi Hall- grímssyni kjörið tækifæri til að fá nýja menn inn í hópinn og sjá hvar þeir standa. Fyrri leikurinn fer fram í Varsjá í Póllandi á föstudag eftir viku og sá seinni fjörum dögum seinna í Zilina, Slóvakíu. Síðustu þrír leikir slakir Eftir að landsliðið vann sinn frækn- asta sigur í sögunni gegn Hol- lendingum í Amsterdam tóku við þrír heldur slakir leikir. Fyrst marka- laust jafntefli gegn Kasökum sem lit- aðist reyndar af þeirri staðreynd að okkur nægði jafntefli til að tryggja farseðilinn til Frakklands. Svo komu heldur slakir leikir gegn Lettum og Tyrkjum þar sem uppskeran var að- eins eitt stig. Einn leikmaður undir 25 ára Lars og Heimir verða eiginlega að velja unga leikmenn í þennan hóp því ef litið er til síðasta landsliðshóps er Jón Daði Böðvarsson eini leik- maðurinn í hópnum sem er yngri en 25 ára. Nú er komið að því að sjá Arnór Ingva Traustason, Sverri Inga Ingason og Hauk Heiðar Hauksson fá tækifæri til að vera með hópnum. Eitt laust sæti í byrjunarliðið Ef EM myndi hefjast í dag myndu flestir geta tippað á hvaða lið þeir Lars og Heimir myndu stilla upp. Baráttan í dag snýst um þessa einu framherja- stöðu með Kolbeini Sigþórssyni. Staða sem Jón Daði hefur nánast eignað sér en Alfreð Finnbogason og Eiður Smári hafa gert tilkall til. En þá hafa landsliðsþjálfararnir einnig sett Jóhann Berg þangað og þá sett Emil Hallfreðsson á vænginn. n Hjörvars Hafliðasonar Hápressa P aul Scholes, fyrrver- andi leikmaður Manchester United, fer nú mikinn í fjöl- miðlum í Englandi. Hann hefur gagnrýnt Louis van Gaal, knattspyrnustjóra United, harkalega og sagt hann spila leiðinlegan fót- bolta og að hann sjálf- ur hefði aldrei vilja spila fyrir mann eins og van Gaal sem vill spila svona fótbolta. Scholes virðist gleyma því að þegar van Gaal tók við þá var liðið í molum. Endaði í sjöunda sæti úr- valsdeildarinnar sem var langversti árangur United frá stofnum úrvalsdeildar. Strax á fysta ári fór hann með liðið aftur í Meistaradeild Evrópu og er nú á öðru ári með liðið aðeins fjór- um stigum frá toppnum og í efsta sæti í sinum riðli í Meistaradeild Evrópu. Ágætis viðsnúningur það. En Scholes kýs að horfa framhjá því og gerir allt sem hann getur til að koma félaga sínum af „92 kynslóðinni“, eins og hún er kölluð, Ryan Giggs til varn- ar. En Giggs er ekki öruggur með starfið þegar van Gaal fer frá félaginu. Því nú er sagt frá því að Pep Gu- ardiola hafi áhuga á starf- inu, meðal annarra. n Slakaðu á ScholesGagnrýnir van Gaal Paul Scholes fagnar einu marka sinna með Manchester United. „Ef litið er til síðasta lands- liðshóps er Jón Daði Böðvarsson eini leik- maðurinn í hópnum sem er yngri en 25 ára Fær hann tækifærið? Sverrir Ingi Ingason ætti að fá tækifæri með landsliðinu. Hér er hann í baráttu við Andreas Cornelius, leikmann U21-liðs Danmerkur, í viðureign Íslands og Dan- merkur í undankeppni Evrópumóts U21 2015. Orri Sigurður Ómarsson fylgist með. Mynd EPA Casillas (Porto) Spænska sprengjan F yrir tíu árum voru innan við 30 spænskir leikmenn skráð- ir sem atvinnumenn utan Spánar. Nú, 10 árum seinna, eru þeir tæplega 500. Nærri læt- ur að Spánverjar spili í öllum deildum heims, sama hvort um er að ræða Katar, Kína, Ísrael eða í neðri deildum á Íslandi. En ein- göngu Brasilíu menn og Argentínu- menn eiga fleiri atvinnumenn utan heimalandsins en Spánverjar. Ástæðan er líklega einföld. Knattspyrnan á Spáni hefur fundið fyrir því erfiða efnahagsumhverfi sem þar hefur ríkt á undanförnum árum og félög hafa átt erfið með að borga sömu laun og í deildunum í kringum þau. Að undanskildum að sjálfsögðu bestu liðum Spánar. n Úrvalslið Spánar með leikmönnum sem leika utan Spánar Bekkur: De Gea (Man Utd) Morata (Juventus) Pedro (Chelsea) Herrera (Man Utd) Tello (Porto) Cazorla (Arsenal) Javi Garcia (Zenit) Azpilcueta (Chelsea) Martinez (FC Bayern) Albiol (Napoli) Bernat (FC Bayern) Fabregas (Chelsea) Alonso (Bayern) Mata (Man Utd) Alcantara (FC Bayern) Silva (Man City) Costa (Chelsa)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 86. tölublað (06.11.2015)
https://timarit.is/issue/392890

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

86. tölublað (06.11.2015)

Aðgerðir: