Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2015næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 18
Helgarblað 6.–9. nóvember 201518 Umræða B ók um Nínu Sæmundsson, fyrsta kvenmyndhöggvara Íslendinga, eftir Hrafnhildi Schram er nýkomin út. Nína átti viðburðaríka ævi. Hún bjó í Hollywood á gullaldarárum kvikmyndaborgarinnar og á 4. og 5. áratugnum gerði hún brjóstmyndir af heimsfrægum konum, þar á meðal leikkonunum Gretu Garbo og Hedy Lemarr. Hún sneri heim til Íslands en var ekki vel tekið og síðustu æviár hennar voru ekki ánægjuleg. Jónína Sæmundardóttir, sem alltaf kallaði sig Nínu og tók upp nafnið Sæmundsson um tvítugt eftir að hún kom til Kaupmannahafnar, fæddist að Nikulásarhúsum í Fljóts- hlíð árið 1892. Nikulásarhús var kot, byggt út úr landi Hlíðarenda, og Nína ólst upp í þessu fagra umhverfi og hafði Eyjafjallafjökul, Þórsmörk og Vestmannaeyjar fyrir augum öll sín bernskuár. Hún var yngst systkina sinna og foreldrar hennar brugðu búi þegar hún var á unglingsaldri og fluttust til Reykjavíkur þar sem hún sjálf vildi þó alls ekki búa. Hún var vinnukona um hríð í Reykjavík en með hjálp frænku sinnar í föðurætt, Helgu Guðmundsdóttur, sem stofnað hafði þvottahús í Kaupmannahöfn, komst hún til Hafnar og lagði fyrst stund á tannsmíðar. Seinna reyndi hún við verslunarnám en tilviljunin olli því að hún uppgötvaði hæfileika sína sem höggmyndalistamaður. Hún fór fyrst í undirbúningsnám eitt ár í tækniskóla í Kaupmannahöfn, þar sem Kjarval, Ásgrímur, Ásmundur og Sigurjón Ólafsson námu einnig, var yfirburðanemandi og var síðan tekin inn í Konunglegu listaakademíuna þar sem hún vakti strax athygli og var farin að sýna verk sín opinberlega þegar á námsárunum og um hana var fjallað í dönskum fjölmiðlum. Á forsíðum blaða í Ameríku Nína trúlofaðist Gunnari Thorsteins- son árið 1918, einum Thorsteinsson- bræðra sem voru á þeim tíma fræknustu synir landsins, Muggur listamaður, Samúel framúrskarandi íþróttamaður, og hugsunin var að Gunnar tæki við viðskiptaveldi fjöl- skyldunnar. Gunnar veiktist hins vegar af berklum, smitaði Nínu og árið 1919 var Nína komin til Sviss á heilsuhæli þar sem hún dvaldi í rúm tvö ár. Gunnar lést árið 1921 en Nínu batnaði. Hún fór þá til Flórens og Rómar og síðan til Norður-Afríku með vinkonu sinni og að öllum lík- indum ástkonu, sem hún hafði kynnst á Listaakademíunni. Hún lauk svo námi í Kaupmannahöfn og fluttist til Parísar þar sem hún náði furðulegum frama á stuttum tíma. Hún bjó í listamannakollektívi með Henry Matisse og Chagall og verk hennar voru gagnrýnd í frönskum blöðum. Fátækt knúði hana þó til að leita gæfunnar annars staðar og árið 1925 flutti hún til New York og dembdi sér í brjálæði þeirra tíma, „the roaring twenties“. Án efa var hennar þekktasta verk frá þessum árum Afrekshug- ur, Spirit of Achievement, sem enn NíNa í Hollywood n Nína Sæmundsson var fyrsti kvenmyndhöggvari Íslendinga n Bjó í Hollywood og um- Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndhöggvarinn og stórstjarnan Nína með „fegurstu konu heims“, snillingnum og ástríðukonunni Hedy Lamarr. Úrklippa Mynd af Nínu með kærustu Howards Huges, Gretu Nissen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 86. tölublað (06.11.2015)
https://timarit.is/issue/392890

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

86. tölublað (06.11.2015)

Aðgerðir: