Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2015næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 2
Helgarblað 6.–9. nóvember 20152 Fréttir Sveppasýkingar - í húðfellingum - Fæst í apótekum | Celsus ehf. | www.celsus.is Einföld og áhrifarík, húðvæn meðferð Þægilegur grisjuborði, passar í nára, undir brjóst og magafellingar. Engin krem eða duft. Sorbact - Græn sáralækning Klíniskar rannsóknir sýna bata á sveppasýkingu* hjá yr 85% þátttakenda *candida albicans Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast allir helstu sárasýklar og sveppir við umbúðirnar. Sýklarnir verða óvirkir og hætta að ölga sér, án sýkla- eða sveppadrepandi efna. Virkar á VRE og MOSA sárasýkla. Skaðar ekki nýjar frumur. Ótakmörkuð notkun. Engar aukaverkanir. Ekkert ofnæmi. Baggalútsmenn sitja á milljónum J ólin hafa alltaf fjármagnað flippið og núna erum við að berja saman plötu í árferði þar sem enginn kaupir plötur og því er eins gott að það er hægt að nýta þessa peninga í eitthvað skemmtilegt,“ segir tónlistarmað- urinn Bragi Valdimar Skúlason um sterka fjárhagslega stöðu Baggalúts ehf. sem heldur utan um tónleika- hald, vefsíðu og plötuútgáfu hópsins. Fyrirtæki Baggalútanna var rekið með 7,4 milljóna króna hagnaði í fyrra og hefur því skilað jákvæðri af- komu upp á alls 17 milljónir á síðustu þremur árum. Eigið fé þess, eignir mínus skuldir, var tæpar 28 milljón- ir króna en félag sexmenninganna sem stofnuðu vefsíðuna baggalutur. is árið 2001 á í dag 61 milljón króna í handbæru fé. Sextán tónleikar Tekjur Baggalúts má að mestu rekja til tónleikahalds en miðar á jólatón- leika hljómsveitarinnar hafa selst eins og heitar lummur síðustu ár. Hljómsveitin hélt þrettán jólatón- leika í fyrra en þeir verða sextán í ár. Miðasalan nam 52 milljónum króna árið 2013 en í nýbirtum ársreikningi Baggalúts er ekki tekið fram hversu miklum tekjum tónleikarnir þrettán skiluðu í fyrra. „Tekjurnar koma annars vegar af tónleikahaldi og hins vegar af útgáfu og stefgjöldum. Þær má aftur að móti að mestu rekja til tónleikahalds fyrir utan vefsíðuna okkar sem mallar og eitthvert smotterí inn á milli,“ segir Bragi en hann er eini fastlaunaði starfsmaður fyrirtækisins enda gegnt stöðu framkvæmdastjóra þess síð- ustu ár. Á toppnum Baggalútur er í eigu Braga og sex annara stofnenda vefsíðunnar og eiga þeir allir 14,3% í fyrirtækinu. Bragi sagði í viðtali við Fréttablaðið í nóv- ember í fyrra að eigendurnir þyrftu að fara að kynna sér hvernig þeir gætu greitt sér arð út úr félaginu í ljósi þess að þeir hefðu aldrei gert það. „Við höfum ekki enn gert það og ég hugsa að við gerum það ekki heldur söfnum frekar í smá sjóð og höldum áfram að greiða mönnum góð laun. Ég er titlaður framkvæmdastjóri en greiðslur úr félaginu eru að mestu leyti verktakagreiðslur enda koma menn nánast einungis saman í desember til að halda jólatónleikana. Þetta er ekki rekið í neinum öðrum tilgangi og við ætlum svo sem ekki að fara að stofna fasteignafélag alveg strax.“ Síðasta hljómskífa sveitarinnar, Mamma þarf að djamma, kom út árið 2013 en Bragi segir von á nýrri plötu í næstu viku. „Við höfum gefið út nýju plötur og bækur og ýmislegt annað í gegnum tíðina. Nýjan platan heitir Jólaland en umbúðirnar utan um hana eru jólaskraut eða jólastjarna sem verður hægt að setja ofan á jólatré. Slagorð okkar er því „Baggalút á toppinn“ því við búumst við að platan verði á toppi sölulistanna og allra jólatrjáa í landinu.“ n n Tónleikahald skilaði 7,4 milljóna króna hagnaði n Jólin fjármagna flippið „Söfnum frekar í smá sjóð og höldum áfram að greiða mönnum góð laun Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Baggalútur Fyrstu jólatónleikar Baggalúts voru haldnir í Iðnó á Þorláksmessu árið 2006. Uppselt er á alla sextán tónleikana sem sveitin ætlar að halda í desember. Framkvæmdastjórinn Bragi Valdimar segist vona að Baggalútur verði á toppnum um jólin. Eldur og bílvelta Eldur kom upp í íbúð í Kópavogi laust fyrir klukkan hálf átta á miðvikudagskvöld. Íbúar til- kynntu að eldur hefði komist í rimlagardínur út frá kerti. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang voru íbúarnir búnir að slökkva eldinn með duft- slökkvitæki. Aðfaranótt fimmtudags kom lögreglan að umferðaróhappi í Mosfellsbæ. Þar hafði ökumað- ur ekið á vegkant, umferðarmerki og velt bíl sínum á hliðina. Að sögn lögreglu er bíllinn töluvert skemmdur og var hann fluttur af vettvangi með dráttarbíl. Sendur í leyfi Starfsmaður hótelsins Reykja- vík Marina, sem grunaður er um aðild að nauðgun eftir skóla- skemmtun HR í miðbæ Reykja- víkur, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Fréttablaðið greindi frá því að tvær kærur hafi verið lagð- ar fram gegn karlmönnum sem grunaðir eru um að hafa nauðg- að tveimur konum eftir skóla- skemmtanir í október. Fyrra at- vikið átti sér stað þann 7. október, en nemendi við skólann liggur þar undir grun. Síðara atvik- ið varð 16. október en þar liggja tveir undir grun, nemandinn og starfsmaður umrædds hótels. Þ að er léttara yfir öllu núna. Ef Alþingi sam- þykkir fjáraukalögin þá dugir það til að halda okkur á floti að minnsta kosti fram í ágúst á næsta ári,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, en samkvæmt fjáraukalög- um leggur ríkið 60 milljónir í sérstak- an björgunarpakka til að bregðast við fjárhagsvanda tónlistar skólanna í Reykjavík. Borgin leggur fram 90 milljónir og jöfnunarsjóður sveitarfé- laga 30 milljónir á móti framlagi rík- isins. Öllum tuttugu og átta kennur- um Söngskóla Sigurðar Demetz var sagt upp í haust enda taldi Gunnar ekki vera rekstrargrundvöll fyrir skól- ann nema fram að áramótum. Hann segist ekki þora að draga uppsagnirn- ar til baka fyrr en lögin hafa verið endanlega samþykkt. Í dag er rekstur skólanna fjár- magnaður með fé úr ríkis- sjóði, í gegnum jöfnunar- sjóð sveitarfélaganna, ásamt skólagjöldum. Það hefur hins vegar ekki nægt fyrir rekstrin- um og langflest sveitarfélög greitt það sem upp á vant- ar, en borgin hefur metið það svo að henni beri ekki að brúa þetta bil. Vandi skólanna í Reykjavík jókst enn meira í ár í kjölfar nýrra kjarasamninga. Gunnar segir ljóst að fjárhagsvandinn á mið- og framhaldsstigi verði árlegt deiluefni verði ekki hafist handa við að semja um fjármögnun til framtíð- ar. Annars sé hætta á að einhverjum skólum verði lokað og kerfið koðni smám saman niður. n kristjan@dv.is Bjargað fyrir horn 60 milljónir fyrir tónlistarskóla í fjáraukalögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 86. tölublað (06.11.2015)
https://timarit.is/issue/392890

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

86. tölublað (06.11.2015)

Aðgerðir: