Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 34
Helgarblað 6.–9. nóvember 201534 Lífsstíll Perlueyrnalokka- kúrinn virkar ekki n Ólafur sendir frá sér bókina Lífsþróttur n Bendir á gagnsleysi margra megrunarkúra N æringarfræðingurinn Ólafur Gunnar Sæmunds- son sendi nýlega frá sér bókina Lífsþróttur – nær- ingarfræði fróðleiksfúsra, þar sem hann tekur fyrir marga mikilvæga þætti næringarfræðinn- ar. Meðal þess sem Ólafur tekur fyrir í bókinni eru óhefðbundnir megrunarkúrar. Einhverjir þeirra hafa notið mikilla vinsælda hér á landi og fjöldi fólks telur þá hafa gert gagn. Aðrir hins vegar hljóma alveg galnir og það er hálf ótrúlegt að hugsa til þess að einhverjir hafi látið ginnast af þeim. Hér eru nokk- ur dæmi um óhefðbundna kúra sem náð hafa vinsældum. Atkins-kúrinn Atkins-kúrinn mun vera vinsælasti megrunarkúr allra tíma, en hann snýst um að lágmarka kolvetni í mataræðinu og borða mikið af fitu. Í bók sinni bendir Ólafur á að Atk- ins-kúrinn brjóti nær allar mann- eldisráðleggingar sem til eru og að það séu engir töfrar sem búi að baki þeim árangri sem næst með hon- um. Vinsældir kúrsins benda þó til þess að margir hafi náð sýnileg- um árangri í baráttu við offitu með því að fara á hann. Þyngdartap- ið sem af honum hlýst er fyrst og fremst tengt hita einingafjöldanum; því færri hita einingar því meira þyngdartap. Blóðflokkamataræði Bókin „Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk“ kom út á Íslandi árið 1999 og náði strax miklum vinsæld- um. Blóðflokkamataræði gengur út á að fólk í tilteknum blóðflokki til- einki sér mataræði á þeim tíma sem blóðflokkurinn kom fram á sjón- arsviðið og þá mun líkamsbruninn aukast. En höfundur bókarinnar fullyrðir til dæmis að O-blóðflokk- urinn hafi komið fram um 50.000 árum fyrir Krist. Miðað við það ættu einstaklingar í þeim blóðflokki helst að neyta fæðu sem er rík af prótein- um og forðast kolvetni. Ólafur seg- ir hugmyndir um slíkt mataræði ekki byggðar á neinum vísindaleg- um rannsóknum. Honum tókst ekki að finna nein lofsamleg ummæli þekktra lækna og vísindamanna um blóðflokkamataræði. Þvert á móti fann hann margar umsagnir fræðimanna á blóðflokkatilgátunni þar sem komist var að þeirri niður- stöðu að um væri að ræða illskilj- anlega hugmyndafræði sem hefði ekkert með vísindalegar staðreynd- ir að gera. Fastað tvisvar í viku 5:2 mataræðið hefur náð nokkrum vinsældum á Íslandi en hugmynda- fræði kúrsins byggist á því að fólk fasti tvo daga í viku og borði eðlilega hina fimm. Ólafur segir það vissu- lega ekki koma á óvart að fólk sem svelti sig tvo daga í viku léttist. Að léttast getur auðvitað haft áhrif til góða, sama með hvaða hætti það er gert. Til dæmis til lækkunar á blóð- þrýstingi og kólesteróli, þeir kvillar tengjast gjarnan aukakílóum og þá sér í lagi kviðfitu. Ólafur bendir á að höfundur kúrsins megi eiga það að hann varar marga við að fara á kúr- inn, til dæmis þá sem þjást af sykur- sýki 2, barnshafandi konur, börn og þá sem þykja grannir. Að sögn Ólafs eru ókostir kúrsins nokkuð margir. Sem dæmi telur hann ólíklegt að fólk geti tamið sér þessar neysluvenjur til langs tíma. Þá er hætt við ofneyslu á þeim dögum sem ekki er fastað. Kúr- inn hefur verið gagnrýndur af fjölda sérfræðinga í næringar- og læknis- fræði og bent á að skortur sé á vís- indarannsóknum sem styðji heilsu- fullyrðingar og sanni að mataræðið sé í lagi þegar til lengri tíma er litið. Steinaldarfæði Steinaldarmataræðið eða Paleo- mataræði snýst um að borða eins og talið er að steinaldarmenn gerðu. Þeir sem fara á kúrinn leggja sér til munns kjöt, fiskmeti, egg, grænmeti, ávexti, hnetur fræ og ber, en sneiða algjörlega hjá kornmeti, mjólkur- afurðum, baunum og verksmiðju- unnum mat. Í bókinni segir Ólafur: „Tvær fullyrðingar heyrast nokkuð oft þegar verið er að mæla með „steina- ldarmataræðinu“. Fyrri fullyrðingin snýst um aukið heilbrigði og sú seinni um að rót offituvandans megi fyrst og síðast rekja til kolvetnaneyslu en ekki neyslu á fitu og prótein- um. Áhugaverðar fullyrðingar sem reyndar standast ekki skoðun enda er ekkert sem á hönd er festandi sem segir að steinaldarmaðurinn hafi verið ímynd heilsu og heilbrigði eða óvenju langlífur eða að einstaklingar sem neyta hlutfallslega meira af kol- vetnum verði frekar feitir.“ Megrunarduft Fjölmargir megrunarduftskúrar hafa náð vinsældum en ætli Herbalife sé ekki einn sá vinsælasti. Fyrsta afurð fyrirtækisins var próteinhristingur en vöruframboðið hefur aukist jafnt og þétt í gegnum tíðina. Margar af þeim afurðum sem settar hafa verið á markað hafa þó lítið með heilbrigði að gera, að sögn Ólafs. Lyfjaeftirlit ríkisins lagði bann við sölu um þriðj- ungs vörutegunda Herbalife hér á landi árið 1999, meðal annars vegna þess að þær innihéldu ólögleg efni líkt og efedrín. Nupo létt megrunarduftið sló líka í gegn hér á landi en kúrinn snýst um að innbyrða um 700 hitaeiningar á dag í formi hristinga. Það kann engan að undra að fólk léttist hratt á kúrnum, enda ástæðan frekar aug- ljós. Dr. Metz-skóinnlegg Það eru eflaust einhverjir sem muna eftir Dr. Metz heilsuskóinnleggj- unum sem fengust í Sjónvarpskr- inglunni fyrir einhverjum árum. Á annarri hlið innleggjanna voru upp- hleyptar gúmmítotur sem mynduðu mynstur. Fullyrt var að toturnar virk- uðu jákvætt á ýmsa líkamsstarfsemi, líkt og að örva meltingu og auka brennslu. Ýjað var að því að toturn- ar virkuðu eins og kínverskt svæða- nudd. Ólafur segir að eina ástæð- an fyrir því að Metz-innleggin kunni að hafa virkað fyrir einhverja sé sú að þeir sömu hafi farið að hreyfa sig meira til að ganga á innleggjunum. Perlueyrnalokkar Acu-perlueyrnalokkar voru seld- ir í Sjónvarpsmarkaðnum um tíma. Áttu þeir að vera segulmagnaðir og búa yfir þeim eiginleikum að þegar þeir þrýstu á eyrnasneplana átti að draga úr matarlöngun. „Ástæða þyngdartaps þeirra sem setja á sig eyrnalokkana er augljós þar sem því er lætt inn í auglýsinguna að jafn- hliða því að notast við eyrnalokk- ana sé reyndar nauðsynlegt að draga úr neyslu og auka hreyfingu,“ segir Ólafur. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Næringarfræðingur Ólafur hrekur margar mýtur í bók sinni um næringarfræði. Lífsþróttur Bókin tekur á mörgum þátt- um næringarfræðinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.