Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2015næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 23
Helgarblað 6.–9. nóvember 2015 Umræða 23 Krakkabækur og hæpin hugmyndafræði skáldverka viðhorf, merkilegt nokk; strákar eru harðir og úrræðagóðir en stelp- ur oft heldur hjálparvana (nema Georgína í Fimmbókunum sem var stór skrýtin stelpa, vildi vera klippt eins og strákur og kallast Georg) – Enid var líka mikill heimsveldis- sinni; væri órói í nýlendum Breta- veldis voru það yfirleitt stigamenn og uppreisnarlýður að óhlýðnast löglegum yfirvöldum, hans eða hennar hátignar. En verst voru þó líklega rasísku viðhorfin; arabar og dökkir menn yfirlitum voru oft- ast stórvarasamir, og svartir enn frekar: Í Ævintýraeyjunni sem ég gat um áðan er á einum stað sagt að á Sæhömrum búi „maður, kona og svartur þjónn.“ (Og svarti þjónninn Jói reyndist auðvitað hið versta fól.) Ég er ekki að halda því fram að við eigum ekki að gæta að því hvað borið er á borð fyrir börnin, en þegar kemur að eldri bókmenntum þarf að fara varlega í fordómum. Ég man að hér á árunum þegar ég var viðloðandi háskóla var hugmynda- fræðigagnrýni á bækur mjög í há- vegum; „ideologikritik“ og barst hingað ekki síst úr Skandinavíu. Mig rámar í háskólaverkefni sem ég heyrði presenterað, þar sem skoðuð hafði verið hugmynda- fræði tveggja barnabóka; önnur var dönsk og nýleg og algerlega til fyrirmyndar fyrir uppbyggilegt innihald, en hin var einmitt ein af Ævintýrabókum Enid Blyton, og var heldur en ekki léttvæg fund- in. Bakþankarnir sem leituðu á mann voru hinsvegar einmitt um það að nefndar bækur frú Enid voru um flest frábærlega dregnar – enda þýddar og dáðar um allan heim – á meðan sú danska var fyrir leiðinda sakir ekki fyrir nema þolinmóðasta fólk að harka af sér, og var hún þó ekki löng. „Illr og svartr“ En sé það semsé áleitin spurn- ing hvernig eigi að umgangast barnabækur sem enduróma viðhorf sem nú þykja úrelt, þá má spyrja sig hvort við viljum þá fara að ritskoða aðrar bókmenntir á sömu forsendum? Og hætt er við að margir rækju upp ramakvein. Fyrri tíðar bækur eru auðvitað margar skrifaðar af mönnum sem sáu ekk- ert athugavert við fullkomna stétta- skiptingu, aðhylltust menntað ein- veldi konunga, að konur væru körlum undirgefnar og þar fram eftir götunum – bækur sem við eigi að síður teljum til helstu menn- ingarverðmæta. Fornbókmenntir okkar sjálfra eru líka hæpnar um margt, t.d. í manndómsskilningi og um hefndarskyldu, svo eitthvað sé nefnt. Þar eru hetjur gjarnar ljós- hærðar og bjartar yfirlitum, en ill- menni dökk á brún og brá; „illr og svartr“ stendur á einum stað. Jafn- vel má þar finna kala í garð sumra þjóða: sé maður kynntur í okkar fornum bókum og þyki ekki duga að segja hann bláan yfirlitum, svartan og þrútinn, þá er spilað út spaðaásnum og bætt við að hann sé sænskur. Og þá er eins gott að fara að gá að sér. Sum af dáðustu skáldum liðinnar aldar aðhylltust vægast sagt hæpin sjónarmið. Ezra Pound og Knut Hamsun voru hallir undir nasisma, þótt þannig viðhorfa sjái ekki endilega stað í bókum þeirra. Og sumir af stórmeisturum ís- lenskra bókmennta voru, a.m.k. á tímabili, yfirlýstir stalínistar – aðrir frægir voru stuðningsmenn Þýska- lands á nasistatímanum. Ýmis stórskáld heimsins á nýliðinni tíð skrifuðu verk sem ekki stæðust skoðun á okkar tímum; var það ekki Rudyard Kipling sem orti um Byrði hvíta mannsins, „The white man's burden“ og var þá að tala um þá ánauð hvíta kynstofnsins að þurfa að burðast með nýlend- urnar og allt það frumstæða fólk sem þar bjó? Svo má nefna einn af helstu jöfrum enskra bókmennta, hin pólskfædda Joseph Conrad, sem meðal annars er þekktur fyrir hina frábæru nóvellu „The Heart of Darkness“ (ísl: „Innstu myrk- ur“) sem segir frá háskaför á báti upp eftir fljóti í Afríku, og Franc- is Ford Coppola átti eftir að nota sem grunn í Víetnamkvikmynd sína „ Apocalypse Now“. Conrad gaf út skáldsögu árið 1897 sem heitir „The nigger of the Narcissus“ og ég hef heyrt að í einhverj- um löndum sé hún ekki leng- ur gefin út undir þeim titli. Bók þessi var eitt sinn þýdd og gefin út á Íslandi undir heitinu „Blámaður um borð“ – þýð- andinn var barnabókahöfund- urinn Böðvar frá Hnífsdal. En aftur að bróður mínum í æsku En ég nefndi hér í byrjun þessa pistils að Óli Alexander úr bókaflokki hinnar norsku Anne Cath Vestly hefði orðið mér eins og bróðir. Nokkrum árum eftir að bækurnar komu út í heima- landinu birtust þær á íslensku, ein á ári í fimm ár. Í þeirri fyrstu var Óli á sjötta árinu eins og ég var þegar hún var gefin út hér, og þá bók las móðir mín fyrir mig. Þegar sú næsta kom las ég hana sjálfur, Ísaksskólagenginn mað- urinn, og þannig koll af kolli; við Óli vorum að vaxa upp saman og lentum í ýmsu svipuðu, eignuðu- mst litla systur, flugum út á land með ömmu og afa; þegar sú síðasta kom vorum við báðir að flytja af æskuslóðum í nýbyggða blokk í út- hverfi. Bækurnar las ég aftur og aft- ur. Höfundurinn, Anne Cath, skrif- aði líka aðra seríu af bókum, um átta systkini sem bjuggu með for- eldrum sínum úti í skógi, og Leikfé- lag Kópavogs setti leikgerð upp úr þeim á svið. Var mér gert að fara á þá leiksýningu með stóru systrum mínum, þótt þær væru efins um að drengrolan bróðir þeirra hefði þroska til að fara á slíka menn- ingarsamkomu. Eins og oft er hjá höfundum þá tengjast þeirra verk, á þann hátt að aðalpersóna í einum bókaflokki birtist sem aukapersóna í öðrum, og þannig var hér; Óli Al- exander var frændi krakkanna átta í skóginum. „Óli!“ Ég var ekki að hugsa um það, þar sem ég sat milli systra minna og lét mér vel líka þessa sýningu í Kópa- vogsbíói, fyrr en barið er að dyrum á leiksviðinu, eitthvert af börnun- um átta fer og opnar og í gættinni stendur þekkilegur drengur. „Óli Alexander frændi er kominn!“ hrópa börnin átta glöð í bragði. Þarna var hann, minn bróðir og sálufélagi! Hann ætlaði að hafa hratt á hæli, flutti bara einhver tíð- indi og var að kveðja, en ég gat ekki látið það viðgangast, ég varð að fá að hitta hann lengur úr því hann var þarna, svo að ég stóð upp af leikhúsbekknum og kallaði: „Óli!“ Systur mínar drógu mig niður í sætið rjóðar af skömm, og hafði nú sannast það sem þær áður grunaði, að drengstaulinn væri ekki tæk- ur á svona háfleyga staði. Seinna var ég beðinn um að skrifa um „Minnisstæðustu leikhúsupplif- un mína“ fyrir lítið leikhúsblað, og sagði að sjálfsögðu frá þessu. Hitti ekki löngu síðar í Útvarpshúsinu í Efstaleiti gamlan kunningja, Leif Hauksson, sem þakkaði mér fyrir að hafa látið þessa leiksigurs síns að góðu getið; það reyndist semsé hafa verið hann sem lék Óla Alex- ander þarna á sínum tíma, er við hittumst, en þó allt of stutt, í Kópa- vogsbíói. n„Mín reynsla er eiginlega frekar sú að börnum þyki spennandi og jafnvel dularfullt að heyra orð og setningar sem þau skilja ekki til fulls. „Og sumir af stór­ meisturum ís­ lenskra bókmennta voru, a.m.k. á tímabili, yfirlýstir stalínistar – aðrir frægir voru stuðningsmenn Þýskalands á nasista­ tímanum. Óli Alexander „Bróðir og sálufélagi.“ Anne Cath Vestly, höfundur bókanna um Óla Alexander „Við Óli vorum að vaxa upp saman og lentum í ýmsu svipuðu.“ Mynd OslO MusEuM Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 86. tölublað (06.11.2015)
https://timarit.is/issue/392890

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

86. tölublað (06.11.2015)

Aðgerðir: