Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 28
Helgarblað 6.–9. nóvember 201528 Fólk Viðtal B laðamaður hittir Guðfinnu á skrifstofu hennar í Ármúla að kvöldlagi. Hún mun taka sér hlé frá lögmannsstörf- um í vetur, á meðan hún sinnir oddvitastarfinu, en hefur þarna aðsetur til að ljúka þeim mál- um sem hún er að vinna í. Oddvita- starfið leggst vel í Guðfinnu sem er ánægð með að fá þetta tækifæri í fjarveru Sveinbjargar. Þær tvær hafa virkað sem óaðskiljanlegt tvíeyki út á við en Guðfinna segir það hins vegar langt frá því að vera raunin. „Við eru oft spyrtar saman, þrátt fyr- ir að vera mjög ólíkar. Við erum ekki sama manneskjan, þó að út á við virki það stundum þannig. Við erum í raun eins og svart og hvítt, en höf- um náð að vinna ágætlega saman.“ Þær þekktust lítið áður en þær helltu sér saman út í kosninga- baráttuna, en óhjákvæmilega varð samband þeirra nánara eftir það. Aðspurð hvernig sambandi þeirra sé háttað í dag segir Guðfinna þær fyrst og fremst vera vinnufélaga, en ágætar vinkonur líka. „Við höf- um rifist, en náum alltaf að sættast. Það hefur komið upp ágreiningur á milli okkar, eins og eðlilegt er,“ seg- ir Guðfinna. Hún gerir ráð fyrir því að áherslurnar breytist eitthvað með nýrri konu í brúnni, sérstaklega í ljósi þess hvað þær Sveinbjörg eru ólíkar og langt frá því að vera sammála um öll mál. Strax í uppstillingarnefnd Hún hóf störf innan Framsóknar- flokksins í lok árs 2013, því hún vildi koma þekkingu sinni og reynslu í húsnæðismálum að, eftir að hafa starfað við fasteignalögfræði í tæp tuttugu ár, meðal annars sem lög- fræðingur í félagsmálaráðuneytinu á sínum tíma. Hún hafði komið mikið að kennslu og ráðgjöf í fasteignamál- um og unnið við gerð lagafrumvarpa og reglugerða á sviði húsnæðismála. Fljótlega var hún hins vegar komin í hinar ýmsu nefndir innan flokksins, meðal annars uppstillingarnefnd fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014, sem var vægast sagt verðugt verkefni. „Það gekk mjög illa og í lok mars var í raun enginn sem vildi bjóða sig fram í Reykjavík. Í lok apríl var svo ekki enn búið að finna frambjóð- endur í efstu sætin,“ segir Guðfinna hlæjandi. Það fannst henni fyndið, og finnst enn, enda kaldhæðin með eindæmum. Fjölskyldan vissi ekki af framboðinu Það var þá sem Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir tók af skarið og ákvað að taka fyrsta sætið og finna aðra frambjóðendur með sér í næstu sæti. „Hún hafði sam- band við mig og bað mig um að taka annað sætið, en ég sagði þvert nei. Það var ekki möguleiki. Ég ætlaði ekki í póli- tík. Mig langaði ekk- ert að verða opinber persóna. Það var hins vegar reynt að tala mig til um kvöldið og ég sagð- ist ætla að sofa á þessu. Morguninn eftir var ég ennþá á þeirri skoðun að ég væri ekki tilbúin í þetta, en það átti að kynna listann um kvöldið. Ég fór í málflutning og kom við á skrifstofunni um þrjú leytið. Þá var búið að fylla allan listann nema annað sætið, þannig ég sagði þeim bara að setja mig í það sæti.“ Guð- finnu gafst því ekki svigrúm til að láta fjölskyldu sína og vini vita að hún væri á leið í framboð. Hún rétt náði að segja manninum sínum að hún væri komin í annað sæti á list- anum, en hann var að koma frá út- löndum sama kvöld og listinn var kynntur. En Guðfinna hafði ekkert getað ráðfært sig við hann vegna þess að síminn hans hafði verið raf- magnslaus í heilan sólarhring. „Þegar fréttatilkynningin kom um kvöldið þá fengu allir sjokk í kringum mig. Sonur minn, foreldrar mínir og vinkonur mín- ar. Það vissi enginn af þessu. En ástæðan fyrir því að ég var til í þetta á endanum var að ég hugs- aði með mér að ég gæti þá komið mínum sjónarmiðum í húsnæðis- og skipulags- og byggingarmálum að í staðinn fyrir að sitja á skrifstof- unni minni og pirra mig á þessu. Að auki vildi ég hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.“ Reið yfir því að komast inn Á þessum tímapunkti voru tæpar fimm vikur til kosninga og sam- kvæmt skoðanakönnunum átti Framsóknarflokkurinn ekki að ná manni inn. „Það hvarflaði því aldrei að mér að ég myndi enda sem borgar fulltrúi. Þetta var ákvörðun sem var tekin í flýti og svo tóku við þessar fimm vikur af kosningabar- áttu, en við kunnum lítið til verka og fáir í kringum okkur höfðu reynslu. Við fengum til dæmis manninn minn, sem hefur verið í Sjálfstæðis- flokknum alla ævi, til að vera kosn- ingastjóri. Tíminn leið mjög hratt og ég spáði ekkert í framhaldið.“ Það var ekki fyrr en eftir kosn- ingar að Guðfinna áttaði sig í raun á því í hvaða stöðu hún var komin og hvað tæki við. „Ég varð eiginlega hálf reið yfir því að ég skyldi kom- ast inn. Ég ætlaði mér það aldrei. Ég sá fyrir mér að við myndum í mesta lagi ná inn einum manni. En ég hafði ekki einu sinni velt því fyrir mér að því fylgdu ýmsar skyldur líka ef það gerðist og ég yrði varaborgar- fulltrúi. Hugsunin náði aldrei neitt lengra en að taka þátt í kosninga- baráttunni.“ Aldrei spáð í trúmál Hún segist oft hafa séð eftir þessari ákvörðun sinni. Það var mosku- málið svokallaða sem tók hvað mest á hana. En Sveinbjörg lét þau orð falla í viðtali nokkrum dögum fyrir kosningar að á meðan við vær- um með Þjóðkirkju þá ættum við ekki að úthluta lóðum til annarra trúfélaga. Þá sagðist hún vilja aftur- kalla úthlutun lóðar undir mosku í Reykjavík. „Allt í einu fór kosningabaráttan að snúast um mál sem ég hafði aldrei leitt hugann að. Ég hafði aldrei velt því fyrir mér að moska ætti að rísa í Reykjavík, eða velt fyrir mér trúarbrögðum fólks yfirhöfuð. Mér hefur alltaf verið nákvæmlega sama hverrar trúar fólk er eða hvort það er trúlaust. En allt í einu var ég stimpluð sem múslimahatari og sögð á móti byggingu mosku, sem ég hef aldrei verið. Ef ég hefði vitað það fyrirfram að kosningabaráttan myndi leiðast út á þessa braut, þá hefði ég aldrei tekið þátt.“ Guð- finna segir þessi mál aldrei hafa verið rædd innan flokksins og það hafi aldrei staðið til að afstaða til byggingar mosku yrði að kosninga- máli. Hún segist strax hafa reynt að koma því á framfæri í viðtölum að hún væri ósammála oddvitanum, en lítið hafi verið hlustað á hana. Fjölskyldan sætti árásum „Ég er á móti því að trúfélögum séu gefnar lóðir, en það á við um öll trúfélög. Og mér finnst fyrirhuguð staðsetning á moskunni afleit. En ég er alls ekki á móti byggingu mosku á Íslandi,“ segir Guðfinna og bætir því við umræðan hafi tekið mikið á fjöl- skyldu hennar sem mátti sæta árás- um vegna skoðana sem henni voru gerðar upp. Það var ein af ástæðun- um fyrir því að hún sá eftir því að hafa boðið sig fram. Sjálf reyndi hún að láta um- ræðuna ekki ná til sín, en það var hægara sagt en gert. „Fyrst fannst mér þetta fyndið. Mér fannst það svo út úr korti að vera stimpluð sem rasisti. Og ég er svo langt frá því að vera fordómafull. Mér fannst þetta bara vera lélegur brandari. Ég hélt að þetta yrði allt leiðrétt eftir kosn- ingar, en það gerðist ekki. Það var ekki hægt að leiðrétta þetta. Ég varð því bæði reið og sár yfir því að vera úthrópuð eitthvað sem ég var ekki.“ Ekki borðað kjöt í þrjátíu ár Þegar blaðamaður spyr Guðfinnu hvort hún sjái sig sem hina týpísku framsóknarkonu fer hún að skelli- hlæja. „Staðalímyndin virðist vera eldri kona úti á landi, helst í peysu- fötum, að borða lambakjöt. En ég er sjálf ekki mikið fyrir að fara út á landsbyggðina og ég hef ekki borðað kjöt í þrjátíu ár. Þannig að ég hugsa að ég sé ekki alveg þessi týpíska framsóknarkona, allavega ekki miðað við staðalímyndina.“ Þrátt fyrir það segist Guð- finna finna sínum hugsjónum vel farveg innan flokksins. Þá hafi borgarstjórnar flokkurinn nokkuð frjálsar hendur og það sé enginn sem leggi þeim línurnar. „Stefna Fram- sóknarflokksins er mjög opin og mín- ar skoðanir samræmast alveg stefn- unni, en þær samræmast eflaust stefnu annarra flokka líka. Ég móta mínar skoðanir sjálf og hef aldrei kunnað við að vera skilgreind sem hluti af einhverjum hópi. Ég er bara ég og fer mínar eigin leiðir. Það segir mér enginn hvað ég á að gera,“ segir hún ákveðin. Skammaðist sín fyrir að verða ólétt Guðfinna varð ung móðir, en hún varð ólétt að syni sínum þegar hún var 18 ára og stundaði nám við Lögmaðurinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tók nýlega við sem oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir fór í veikindaleyfi og fæðingarorlof. Guðfinna ætlaði sér aldrei út í pólitík, en lét undan miklum þrýstingi flokksfélaga sinna og tók annað sæti á listanum með semingi. Það er ákvörðun sem hún hefur oft iðrast. Hún varð fyrir þeirri hörmulegu lífsreynslu í æsku að vera nauðgað og þegar hún smakkaði áfengi í fyrsta skipti fann hún flóttaleið frá slæmum minningum. Blaðamaður settist niður með Guðfinnu og ræddi um pólitíkina, erfiða reynslu í æsku og áfengið sem hún notar til að gleyma. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Ég og áfengi pössum ekki vel saman“ Minningarnar ásækja Guðfinna man hvert smáatriði frá því henni var nauðgað þegar hún var sex ára. „Þegar fréttatil- kynningin kom um kvöldið þá fengu allir sjokk í kringum mig. Sonur minn, foreldrar mínir og vinkonur mínar. Það vissi enginn af þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.