Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 29
Helgarblað 6.–9. nóvember 2015 Fólk Viðtal 29 Menntaskólann í Hamrahlíð. „Ég fékk algjört sjokk og skammaðist mín rosalega mikið. Mér fannst mjög hallærislegt að verða ófrísk á þessum aldri. Ég held að ég hafi verið ólíklegasta manneskjan til að verða ólétt 18 ára. Ég var búin að segja að ég ætlaði mér að eign- ast eitt barn 35 ára og að ég ætlaði aldrei að gifta mig.“ Guðfinna á í dag tvö barnabörn og segir að það sé það skemmtilegasta sem hún hafi gert að vera amma. Guðfinna hélt náminu þó ótrauð áfram, en tók aðeins færri einingar önnina sem sonur hennar fæddist og lauk stúdentsprófi á fjórum og hálfu ári. Foreldrar hennar að- stoðuðu hana mikið á þessum tíma og mamma hennar hætti að vinna og passaði soninn á meðan hún var í skólanum. Svo lá leiðin í lagadeild Háskóla Íslands. Ætlaði að hætta í lögfræði Guðfinna hafði verið mikill djammari þegar hún varð ólétt, en varð óhjákvæmilega að gera hlé á því líferni um tíma. Bæði vegna barneigna og svo tók við strembið fyrsta ár í lagadeildinni. „Þegar son- ur minn var orðinn þriggja ára og ég komin á annað árið í lögfræðinni þá fór ég að djamma aftur og djamm- aði mikið þann vetur. Það end- aði með því að ég ákvað að hætta í lögfræðinni eftir fyrsta vorprófið, en um sumarið ákvað ég að halda áfram og fór aftur á annað árið. Mér fannst lögfræðin leiðinleg og var orðin þreytt á því að vera í skóla með lítið barn. Ég var ekki að finna mig í náminu og vann töluvert með því, til dæmis sem fangavörður.“ Guðfinna segir lögfræðina engu að síður eiga vel við sig og að hún hafi aldrei ætlað sér að læra neitt annað. Sem hún gerði, og lauk náminu. Seldi íbúðina fyrir lögmannsstofu Guðfinna opnaði svo sína eigin lög- mannsstofu í ársbyrjun 2002. „Ég hafði reyndar enga reynslu af því að vera lögmaður þó svo að ég hefði þá starfað sem lögfræðingur í sex ár. Ég man að pabbi spurði mig hvort ég væri búin að reikna dæmið til enda, en ég sagði auðvitað ekki, þá myndi ég aldrei gera þetta,“ segir Guðfinna og skellir upp úr. „Ég, einstæð móð- irin, blönk og bíllaus, sagði upp vel launaðri vinnu í félagsmálaráðu- neytinu og opnaði stofu. Ég hafði enga viðskiptavini og kunni mjög lítið. Þetta var því mikið basl.“ Eftir um tvö ár varð hún að taka ákvörðun um að játa sig sigraða og loka stofunni, eða selja íbúðina og halda áfram. Hún ákvað að gera hið síðarnefnda og í kjölfarið fóru hjól- in að snúast. Hún fór að fá inn á borð til sín mál sem tengdust göll- um í húsbyggingum og sérhæfði sig alfarið í fasteignalögfræði, sem hún hefur starfað við þangað til nú. Nauðgað þegar hún var sex ára Guðfinna er fædd og uppalin á Sel- tjarnarnesi, stundaði íþróttir af kappi og stóð sig alltaf vel í skóla. Hún varð þó fyrir hörmulegri lífsreynslu þegar hún var sex ára sem hefur haft áhrif á líf hennar allar götur síðan. Henni var nauðgað af nágranna vinkonu sinnar. Hann lokkaði hana heim til sín þar sem hann braut á henni. „Ég lokaði strax alveg á þetta og brynj- aði mig til að komast af. Varð mikill töffari og sýndi engar tilfinningar. Ég fór ekki að muna eftir atvikinu fyrr en ég varð 12 eða 13 ára. En það tók mig langan tíma að átta mig á því hvað hafði gerst og afneitunin var mjög mikil. Það mátti enginn vita af þessu og ég sagði ekki neinum. Ég fór í gegnum lífið með þessa þykku brynju og það var ekki fyrr en árið 2003 að brynjan fór að falla. Þá fór ég að horfast í augu við að þetta hafði haft afleiðingar í för með sér og ég réð ekki við að takast á við þær sjálf.“ Greind með áfallastreituröskun Þá var hún nýbúin að opna lögmannsstofuna, var í miklu harki og leið virkilega illa. Hún varð í raun óvinnufær um tíma, en tókst með herkjum að loka aftur á minningarnar og vanlíðanina sem kraumaði undir niðri. „Það var svo fyrir rúmum þremur árum að þetta fór að brjótast út aftur og það tók mig um eitt ár að fara og leita mér aðstoðar. Ég var greind með áfallastreituröskun og fór að vinna í því. Þessu fylgdi mikil vanlíðan og var erfitt ferli. Ég þurfti að taka niður brynjuna og horfast í augu við það sem hafði gerst. Í dag er ég mjög þakklát fyrir að hafa leitað mér hjálpar. Ég veit af hverju ég er eins og er. Ég veit af hverju sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Þó að ég sé opin þá koma tímabil þar sem ég er félagsfælin og finnst erfitt að vera innan um fólk. En þá þarf ég bara að tala mig til og ég kem mér alltaf út úr húsi. Ég get líka verið kvíðin og verið með þráhyggju, en ég vil ekki fara á lyf.“ Fann undankomuleið í áfengi Hún segist muna atvikið hörmu- lega úr æsku í smáatriðum. Það hafi lengi verið eins og myndband sem spilað var aftur og aftur í höfðinu á henni, ár eftir ár, áratug eftir áratug. Alltaf jafn skýrt. Hún er sem betur fer nánast alveg hætt að upplifa það í dag. Minningarnar eru samt þarna ennþá og herja oft á hana. Þegar Guðfinna fór að muna eftir atvikinu þá fann hún sér fljót- lega undankomuleið. Hún áttaði sig á því hvernig hún gat stoppað myndbandið í höfðinu á sér. Reynd- ar bara tímabundið, en það munaði um það. „Þetta stoppaði þegar ég fór að djamma með vinum mínum. Með því að drekka áfengi fékk ég frið í höfðinu. Ég djammaði því mik- ið sem unglingur, en það var aldrei þannig að það hefði áhrif á skóla eða vinnu. Ég var vissulega erfið- ur unglingur og fyrirferðarmikil, en ég fór aldrei út í dópneyslu eða eitt- hvað slíkt. Ég var bara týpískur ung- lingadjammari,“ segir Guðfinna, en hún byrjaði að drekka 13 ára gömul. Drekkur enn til að deyfa sig Í gegnum tíðina hefur hún reglulega notað áfengið til að deyfa sársaukafullar minningarnar um hið hörmulega atvik. Hún viðurkennir að stundum drekki hún of mikið í einu, en aldrei tvo daga í röð og helst ekki þegar hún þarf að mæta í vinnu næsta dag. „Á tímabili, þegar mér leið sem verst, gerði ég þetta alla föstudaga. Hausinn á mér varð bara að fá frið. En þetta gerist mun sjaldnar í dag,“ segir hún hreinskilin. „Ég vissi ekki hvað var að mér og þetta var eina tækið sem ég hafði til að ná þessum myndum út úr hausnum á mér. Áföll og fíkn eru oft samtengd. Ég og áfengi pössum ekki vel saman og eflaust þegar ég les þetta viðtal ákveð ég endanlega að hætta að drekka, sem er það skynsamlegasta sem ég geri,“ segir hún brosandi. Aðspurð segir hún það hins vegar aldrei hafa hvarflað að sér að nota lyf til að deyfa sig. Hún noti varla verkjalyf þegar hún finnur til, enda var það ekki til siðs á heimili hennar í barnæsku. „Ég er mjög þakklát fyrir það í dag að hafa ekki alist upp við að deyfa mig með lyfjum.“ Breytti miklu að fá hjálp Guðfinna segir að hún hefði líklega aldrei farið að leita sér hjálpar á sínum tíma nema af því umræðan í þjóðfélaginu hafði breyst og það var ekki lengur tabú að ræða um kynferðisofbeldi. „Fólk var farið að opna sig um kynferðisofbeldi og af- leiðingarnar. Ég fór að lesa mér til og sá þessi einkenni sem fólk talaði um, þau áttu við mig. Það breytti miklu að fá viðeigandi hjálp, en auðvitað vildi óska að ég hefði leitað mér aðstoðar fyrr,“ segir Guðfinna sem gerir sér þó grein fyrir því að áfallastreituröskunin verður líklega alltaf til staðar. Jákvæða breytingin er hins vegar sú að í dag kann hún betur að takast á við hana. n „Fyrst fannst mér þetta fyndið. Mér fannst það svo út úr korti að vera stimpluð sem rasisti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.