Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 16
Helgarblað 6.–9. nóvember 201516 Skrýtið Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Lengri og breiðari parketpLankar Fína fólkið fór í bátsferðir um holræsakerfi Parísar n Parísarbúar voru stoltir af holræsunum sínum n Var vinsælt meðal ferðamanna Þ egar talað er um bátsferðir í fallegum borgum ímynda margir sér ferðir á gondól- um um Feneyjar eða því um líkt. Á seinni hluta nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu voru slíkar ferðir ekki efstar á vinsældalista ferðamanna sem heimsóttu heimsborgina Par- ís í Frakklandi. Þar voru ferðir um holræsakerfi borgarinnar það vin- sælasta. Nokkrar heimildir eru til um þessar ferðir, meðal annars í ferðabæklingi frá árinu 1869 sem ætlaður var „enskum og amerískum ferðalöngum“. Í honum er talað um borgin státi af mörgum fallegum kirkjum og söfnum en hin sönnu undur borgarinnar séu neðanjarð- ar, er þá átt við hið undursamlega holræsakerfi borgarinnar. Fullkomið kerfi Það þarf vart að taka fram að Par- ísarbúar voru stoltir af holræsa- kerfi borgarinnar. Samhliða mikilli fólksfjölgun þurfti að gera endur- bætur á losun skólps í borginni sem hafði raunar runnið eftir götum borgarinnar áður en holræsakerfið var tekið í notkun. Lækjarsprænur og ár höfðu því hlutverki að gegna að skila skólpinu sína leið. Á árun- um frá fimmta áratug nítjándu ald- ar og fram til loka nítjándu aldar var ráðist í miklar framkvæmdir og áður en yfir lauk var stórt og flók- ið holræsakerfi, sem var rúmir 500 kílómetrar á lengd þegar allt var tekið til, tilbúið. Um þetta leyti, eða við lok 19. aldar, bjó París yfir einu fullkomn- asta holræsakerfi heims og árið 1930 var búið að tengja kerfið í all- ar götur borgarinnar. Kerfið var því stolt borgarinnar og yfirvöld í borginni hugsuðu með sér að best væri að leyfa sem flestum að njóta holræsakerfisins, í orðsins fyllstu merkingu. Fínar frúr með bros á vör Nokkur fjöldi fólks hafði vinnu af því að þjónusta ferðamenn í hol- ræsakerfunum. Þessir starfsmenn voru einfaldlega kallaðir holræsa- menn og leiddu þeir ferðamenn í gegnum það hvernig kerfið virkaði. Farið var í báta sem sigldu í gegnum holræsin við mikla hrifningu farþega. Á myndum má meðal annars sjá fínar frúr í sínu flottasta pússi sitja prúðbúnar með bros á vör líkt og um barn í Disneylandi væri að ræða. Enn þann dag í dag er boðið upp á ferðir um þessi gömlu og fullkomnu holræsi. Þó að búið sé að leggja bátunum og ferða- menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af vondri lykt þykir það tilkomu- mikil upplifun að heimsækja kerf- ið sem aðgengilegt er frá safninu Le Musée des Égouts de Paris. Safnið sem um ræðir er skammt frá Eiffel- turninum. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Ferð um holræsin Þykir tilkomumikil upplifun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.