Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2015næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Blaðsíða 25
Helgarblað 6.–9. nóvember 2015 Fólk Viðtal 25 Erfði kraftinn frá pabba hlið mér í aldri, tvö eldri systkini til að ráðfæra sig við og tvö yngri systkini, tvíbura, til að ráðskast með. Æskan var góð, við fórum oft út á land og í hjólhýsi og oft til útlanda. Í eitt skiptið fór öll fjöl- skyldan til Ítalíu í sjö vikur en þá var pabbi á hápunkti síns ferils og kom því bara viku og viku. Minningar æskunnar eru margar og hlýjar. Lífið var í föst- um skorðum, sami matur á viss- um dögum, og mikið af vinum sem gengu inn og út af heimilinu. Pabbi vann fyrir fjölskyldunni, var há- vær en hjartagóður maður. Hann var ákaflega duglegur og ákveðinn og passaði að við hefðum allt sem okkur vantaði. Mamma var alveg heima og hugsaði alltaf svo vel um okkur systkinin,“ segir Svava og ját- ar að hún hafi verið mikil pabba- stelpa. „Og mömmustelpa líka. Það er ekki annað hægt með svona góða mömmu. Ég hef einmitt tek- ið eftir því að almennt er einstak- lega sterkt samband milli móður og sonar og svo föður og dóttur. Mamman verndar soninn og pabb- inn litlu stelpuna sína. Ég sakna pabba ennþá og finn oft fyrir hon- um. Ég er með töluáráttu, pabbi fæddist 10.03.33 og oft þegar ég lít á klukkuna sé ég þessa tölu og það sama á við bílnúmerið hans, R-805, hún birtist mér oft. Ég hefði vilj- að að hann hefði fengið fleiri góð ár án veikinda. Það var afskaplega erfitt að missa hann.“ Varð bráðkvaddur Rolf hafði verið greindur með krabbamein í raddböndum og hafði verið veikur í nokkurn tíma þegar hann lést. „Hann lést þó ekki úr veikindum sínum held- ur varð hann bráðkvaddur. Hann var að keyra heim frá tannlækni þegar hann leið út af og rann ró- lega á næsta bíl. Það var mikið áfall að missa hann svona snöggt en ég held að hann hafi feng- ið að fara bakdyramegin úr þessu lífi. Hann vildi geta ferðast, keyrt, borðað góðan mat, tekið myndir og sent okkur þær í tölvunni, sem hann gerði nánast daglega, ásamt nokkrum bröndurum; sem sagt lifað lífinu. Ég á alla tölvupóstana sem hann sendi okkur systkinum og skoða reglulega. Fyrir hann var þetta kannski ekkert svo óþægileg- ur dauðdagi en mikið sjokk fyrir fjölskylduna. Lífsglaðasta kona í heimi Móðir Svövu, Kristín Ásgeirsdótt- ir, tók við fyrirtæki eiginmanns- ins ásamt yngsta syninum, Ásgeiri Johansen, þegar Rolf lést. „Ásgeir bróðir minn var farinn að reka RJC löngu áður, en mamma, sem hafði aldrei komið nálægt rekstri, hef- ur nú aðeins komið sér inn í mál- in. Mamma er ótrúleg kona – alltaf með kaffibollann í annarri og síg- arettuna í hinni. Hún er lífsglað- asta manneskja sem ég þekki, ger- ir gott úr öllu, snýr út úr öllu og er alltaf í góðu skapi. Mamma er alltaf eins og stelpa, ég hef aldrei upplif- að hana sem gamla. Hún lítur út fyrir að vera rétt sextug þótt hún sé 75 ára. Og heldur sjálf að hún sé fertug. Hún er bara súperhress og skemmtileg og mikil amma. Það dýrka hana allir.“ Vega hvort annað upp Sambýlismaður Svövu heit- ir Björn Kristinn Sveinbjörnsson en þau vinna einnig saman og hafa gert í átta ár. „Bjössi er fram- kvæmdastjóri NTC og er meira á skrifstofunni, sér m.a. um fjármál- in og framkvæmdir nýrra verslana en ég er með yfirsýn yfir allt fyr- irtækið, sé um innkaup, sölu, ný merki og verslanir og saman vinn- um við í nýjum verkefnum. Mér finnst ég endalaust heppin að hafa hitt hann,“ segir Svava sem neitar því að samstarfið hafi reynt á sam- bandið. „Hann stríddi mér stund- um í byrjun og sagðist þurfa að drífa sig svo forstjórinn yrði ekki reiður. Við erum hins vegar jöfn í þessu og vinnum í þessu saman. Hann var svo fljótur að læra, er seigur og klárar alltaf verkefnin. Ég er meira úti um allt að finna eitt- hvað nýtt. Við vegum hvort annað upp.“ Kveikja í hvort öðru Björn starfaði áður sem eftirsótt fyrirsæta og hafði unnið fyrir mörg af þekktustu merkjum heims þegar hann sagði skilið við módelbrans- ann til að vinna með sinni heittelsk- uðu. „Það er bara endalaust gam- an hjá okkur. Hann er með svo létta lund, svo fyndinn og svo er bónus hvað hann er myndarlegur. Við hlæjum stanslaust saman, hann er sannarlega skemmtilegur og já- kvæður. Það er aldrei neitt mál fyrir hann. Við styðjum hvort annað og náum að kveikja í hvort öðru; eig- um auðvelt með að sjá hlutina á kómískan hátt og hreinlega bilast úr hlátri. Við erum bestu vinir. Ég vildi að allir fengju að upplifa að hafa svona gaman saman og mæli með að fólk leiti sér að skemmti- legum maka. Ungt fólk horfir mik- ið á útlit en við eldumst öll. Mað- ur verður að passa að manneskjan sé hjartagóð og skemmtileg líka. Það skiptir svo miklu máli að hafa það með í pakkanum,“ segir Svava en þau Björn eru ógift. „Við erum trúlofuð. Ætli við endum ekki á því að láta pússa okkur saman. Ég hef aldrei verið gift og hef aldrei próf- að hvíta kjólinn. Það væri gaman. Annars erum við bæði afskaplega afslöppuð hvað það varðar en það gæti orðið skemmtilegt.“ Besta árið eftir hrun Í dag telur veldi Svövu 15 tísku- verslanir og tæplega 150 starfs- menn. Eftir hrunið og eftirköst þess hefur NTC smám saman ver- ið að rétta úr kútnum og í dag horf- ir Svava björtum augum á fram- tíðina. „Árið 2015 er að verða eitt besta árið okkar eftir hrun. 7-9-13. Um áramótin munu tvöfaldir inn- flutningstollar á Kínavöru detta út svo það eru spennandi tímar fram undan. Þegar tollarnir fara munum við geta lækkað verðið á ansi mörg- um vörum og orðið vel samkeppn- ishæf, allavega við Skandinavíu, sem gæti orðið til þess að fólk komi hingað í enn auknum mæli til að versla auk þess sem verslun myndi haldast meira inni í landinu. Auð- vitað er alltaf spennandi að fara utan að versla en ef þú færð sömu vöru ódýrari hér held ég að flestir myndu kaupa hana heima.“ Ánægð með ríkisstjórnina Spurð að þeirri geysivinsælu spurningu hvort þjóðin hafi lært eitthvað af hruninu hugsar hún sig um: „Það á eftir að koma í ljós. All- ir kranar eru komnir aftur á loft. Er ekki alltaf einhver efnahagssveifla? Síðast var þetta bara loft, það voru engir peningar þarna að baki. Ég held að það sé öðruvísi núna. Ég vona vissulega að við höfum lært eitthvað. Allavega finnst mér eldri kynslóðin passa sig en svo er að koma upp kynslóð sem man ekk- ert eftir þessu þar sem það tók ekki þátt í geðshræringunni sem ríkti í samfélaginu. Eitthvað af því fólki mun í framtíðinni sitja við stjórn- völinn og stýra landinu. Það verða bara allir að passa sig og fara ekki of geyst. Annars er ég enginn póli- tíkus og þar sem ég hef hingað til ekki gefið af mínum tíma til að hafa áhrif ætla ég ekki að velta mér upp úr ástandinu. Það er fólk í því starfi sem verður að vinna vinnuna sína. Ég veit og ég skynja hvað er að gerast en mér leiðist tuðið. Ef ég ætla mér ekki að bretta upp erm- ar og láta verkin tala ætla ég ekki að sökkva mér í þessi mál. Ég hef gaman af því að ræða um stjórn- mál við áhrifafólk í pólitík en mér finnst svakalega erfitt að umgang- ast fólk sem heggur að alefli í menn og málefni en gerir sjálft ekkert í hlutunum. Að þurfa að sitja undir slíkum æsingi og pirringi tekur frá manni alla orku svo maður situr lamaður eftir. Ég neita að láta slíka neikvæðni ná mér. Ég ætla ekki að æsa mig yfir hlutum sem ég beiti mér ekki fyrir og get ekki breytt nema ef ég færi í pólitík. Þá myndi ég örugglega láta í mér heyra og klára málin. Þó vil ég segja að ég er ánægð með ríkis- stjórnina. Það er mjög margt gott sem er að gerast þar. Ég myndi kjósa þessa stjórn áfram.“ Spáir ekki í aldur Svava, sem er 51 árs, hefur líklega aldrei verið glæsilegri. „Áður en ég varð fertug tók ég mig í gegn í heilt ár, tók mataræðið í gegn, sykurinn út og af mér átta kíló. Mér leið svo vel, léttari andlega og líkamlega, að ég ákvað að gera þetta aftur áður en ég varð fimmtug. Ég vildi verða fimmtug í fínu formi og borðaði enn hollari mat og taldi kaloríur í tæpt ár fyrir afmælisdaginn. Fyr- ir vikið voru þessi tímamót ennþá skemmtilegri. Í rauninni leið mér mun betur bæði andlega og líkam- lega þegar ég var fimmtug held- ur en fertug,“ segir hún og játar að það þurfi vissulega mikinn sjálfs- aga í svona átak. „Það þarf bæði einbeitingu og hugarfarsbreytingu, þetta er allt í höfðinu. Ég á bókina Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk og fer einnig mikið eftir henni. Annars spái ég aldrei í aldur enda finnst mér ég ekkert gömul. Einu sinni var ég alltaf yngst í vina- hópum en í dag er ég yngst í ein- um vinahópi en næstelst í öðrum en finnst samt alltaf eins og ég sé yngst þótt ég sé eflaust sú eina sem upplifi það þannig,“ segir Svava og hlær. „Ég segi oft „hver er sinnar gæfusmiður“ og eins og ég neita að láta neikvætt hafa áhrif á mig er ég ekkert að velta mér upp úr aldri. Ég sigli bara áfram, létt í lund. Það er svo margt fyndið og spaugilegt í umhverfi okkar og svo gott að vera með húmorinn að vopni.“ Mýkist með aldrinum Hún viðurkennir þó að hafa ekki alltaf búið yfir slíku jafnaðargeði og játar að hafa jafnvel verið hvass yf- irmaður hér áður fyrr. „Ég hef verið heppin með starfsfólk í grunninn og er komin með gríðarlega mik- ið af frábæru starfsfólki sem hefur gaman af vinnunni og þykir vænt um fyrirtækið, enda erum við eins og ein stór fjölskylda. Við erum öll á sama bátnum og siglum áfram. Ég hef gaman af að vinna með hópnum og þótt ég setji mig inn í öll mál gef ég verslunarstjórum og rekstrarstjórum frjálsræði. Það sjá allir um sitt. Annars á ég erfitt með að dæma sjálfa mig sem yfirmann en ég finn að fólk vill ekki bregð- ast mér og vill standa sig vel og ég kann að meta það. Ég reyni að leyfa starfsfólkinu að blómstra; fer yfir hlutina einu sinni eða oftar ef þarf og ætlast svo til að það spjari sig. Ég vil að fólk sýni hvað í því býr. Fyrir nokkrum árum fékk ég símtal frá stúlku sem var kom- in upp stigann í yfirmannsstarf hjá Donna Karan í London og vildi þakka mér fyrir góðan skóla og hvað ég hefði verið hrikalega hörð við hana. Það hefði hjálp- að henni með vinnulag og að ná í þessa stöðu. Hún sagði óbeint að ég hefði verið rosaleg. Ég var búin að gleyma þessum tíma sem samt skólaði okkur svo mörg upp. Ég var sjálf bara að læra, var aðeins 18 ára og í námi í Versló sem ég átti erfitt með að sinna vegna þess hversu brjálað var að gera hjá okkur. Á þessum tíma, þegar við vorum með eina, tvær verslanir, voru vin- sældirnar slíkar að það var hleypt inn í hollum. Það var sama hvað við keyptum mikið inn, það seldist allt. Þau ár byggðu stoðirnar í fyr- irtækinu. NTC hefur verið einhvers konar uppeldisstöð fyrir ungt fólk. Mjög margir áberandi einstak- lingar í þjóðfélaginu tóku sín fyrstu skref hjá okkur. Í upphafi vorum við að ráða inn tólf ára krakka. Enda var ég, verslunarstjórinn, bara 18 ára. En nú er tíminn annar. Nú má ekki ráða svo unga krakka og ekki má vinna nema í visst marga tíma. Ég er því mjög mófallin, það hafa margir gott af því að fara fyrr inn á vinnumarkaðinn og hanga þar af leiðandi minna í tölvu. Þessi fyrstu ár voru ofsalega skemmtilegt tímabil og þótt ég hafi aldrei reykt er fyndið að spá í það að afgreiðslufólkið mátti reykja við störfin og þar sem ekki voru til kreditkort þurftum við að tæma peningaskúffurnar oft á dag. Verslunarrekstur hefur gjör- breyst og ég líka. Ég ætlast til ár- angurs en er ekki eins orðhvöss. Ég vil setja markmið og ná árangri en tapa mér ekki heldur reyni að vinna með fólki til að finna leið til að gera hlutina betur. Það tek- ur allan kraft úr fólki ef maður er stanslaust að hækka róminn en auðvitað kemur það fyrir, kannski einu sinni eða tvisvar á ári, að maður verður ósáttur eftir einhver hrikaleg mistök. Og þá þarf að gera sig skiljanlegan.“ Hefði viljað fleiri börn Svava á einn 19 ára son, Ásgeir Frank, og Björn tæplega 17 ára dóttur. „Nicole býr á Ítalíu og hef- ur verið að koma inn í líf okkar undanfarið. Hún er yndisleg stúlka og hlakka ég til að kynnast henni meira. Samband okkar Ásgeirs er mjög náið, við getum hlegið mikið saman enda er hann skemmtilegt ljón og við erum miklir vinir. Hann er á fullu í fótbolta og hver veit Framhald á næstu síðu  „ Í rauninni leið mér mun betur bæði andlega og líkamlega þegar ég var fimmtug heldur en fertug Hefur dálæti á vinnunni Svava hefur aldrei á þeim rúmlega þremur áratugum sem hún hefur staðið í eldlínunni hugsað sér að skipta um framabraut.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 86. tölublað (06.11.2015)
https://timarit.is/issue/392890

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

86. tölublað (06.11.2015)

Aðgerðir: