Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Síða 44
Helgarblað 6.–9. nóvember 201544 Fólk ATN Zebra 16 Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin • Diesel • Vinnuhæð: 16,4m • Pallhæð: 14,4m • Lágrétt útskot: 9,3m • Lyftigeta: 230kg • Aukabúnaður: Rafmagns- og lofttenglar í körfu. • Til afgreiðslu strax Ýmsar aðrar ATN spjót- og skæralyftur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Óþekkjanlegar stjörnur n Mikill metnaður á hrekkjavökunni í Hollywood n Gaman að klæða sig upp Á hrekkjavökunni gera margir sér glaðan dag, klæða sig upp í hina ýmsu búninga og fara í gleðskap. Slíkt hefur færst í vöxt á Íslandi í seinni tíð, en fyrir slíkum búningapartíum er löng hefð í Hollywood. Stjörnunum leiðist einmitt ekki að klæða sig upp fyrir partí og oft er mikill metnaður lagð- ur í búninga. Hér má sjá nokkra ansi metnaðarfulla búninga frá nýliðinni hrekkjavöku. Sumar stjörnurnar eru jafnvel óþekkjanlegar. n  Óþekkjanleg Fyrirsætan Heidi Klum heldur stórt hrekkjavökupartí á hverju ári og leggur mikinn metnað í búninga. Í ár fór hún í gervi brjóstgóðu teiknimyndafígúrunnar Jessicu Rabbit og var algjörlega óþekkjanleg.  Gef mér A Þetta kallar maður að vera frumlegur í búningavali. Katy Perry tók sig vel út sem hljóðnemi á hrekkjavökunni, en hvort búningurinn var þægilegur skal ósagt látið.  Alvöru hrekkjavaka Það er óhætt að segja að Nicole Ritchie hafi tekið hrekkjavökuna alvarlega og lagði mikinn metnað í sinn búning. Það þekkja hana líklega ekki margir í þessu gervi Jacks Skellington úr myndinni The Nightmare Before Christmas.  Körfubolta- hetja Íslandsvinurinn Justin Bieber heiðraði leikarinn Will Farrell sem körfuboltakarakterinn Jackie Moon úr kvikmyndinni Semi Pro.  Með brugðinn brand Það fylgdu nokkrir aukaleikarar með búningi Kylie Jenner til að fullkomna heildarútlitið. Sjálf tók hún sig vel út sem einhvers konar stríðsprinsessa.  Hattakisur Channing Tatum og konan hans, Jenna Dewan- Tatum, ákváðu að nota sömu hugmyndina varð kötturinn með höttinn fyrir valinu. Stórglæsilegt par sem tekur sig vel út í kisubúningum.  Tískuteymi Söngkonan Fergie og maður hennar Josh Duhamel breyttust í fatahönnuðinn Karl Lagerfeld og köttinn hans, Choupette, og tóku sig vel út.  Sjötta systirin Spjallþáttastjórnandinn og leikkonan Ellen DeGeneres kynnti sjöttu Kardashian- systurina fyrir veröldinni á hrekkjavökunni. Sú heitir Karla Kardashian og gefur hinum systrunum ekkert eftir í fegurð og stíl.  Prinsessa Söngkonan Nicki Minaj klæddi sig upp sem álfaprinsessa með kynþokkafullu ívafi. Sproti og kóróna eru nauðsynlegir fylgihlutir með slíku dressi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.