Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 18
Áramótablað 29. desember 201518 Fréttir Innlendur fréttaannáll samþykkir þar sem fiskveiðiauð- lindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs. Það er svipaður fjöldi og skrifaði undir áskorun um að forset- inn synjaði fjölmiðlalögunum stað- festingar árið 2004. 8. maí 300 þúsund í lágmarkslaun Þingeyingar gefa tóninn í kjara- málum þegar Aðalsteinn Baldurs- son, verkalýðsforingi hjá Framsýn á Húsavík, skrifar undir samninga við 23 fyrirtæki á svæðinu. Þar er kveðið á um 300 þúsund króna lág- markslaun á samningstímanum. „Ég gerði drög að samningi sem reyndist eins og uppskrift hjá góðum bakara. Hún fellur vel að öllum,“ sagði hann hróðugur við DV. 12. maí Smálánakóngar mala gull DV greinir frá því að fjögur smá- lánafyrirtæki af þeim fimm sem eru starfandi á Íslandi, hafi hagnast um samtals 402 milljónir króna árin 2012 og 2013. Tveir aðilar eru skráð- ir eigendur þessara félaga en þeir hafa greitt sér tugi milljóna króna í arð á tímabilinu. Starfsemi fyrir- tækja sem bjóða smálán er afar um- deild í samfélaginu. 13. maí Ráðherra bakkar Sjávarútvegsráðherra til- kynnir starfsmönnum Fiskistofu að hver starfsmaður hafi val um hvort hann hafi starfsstöð á Akur- eyri eða á höfuð- borgarsvæðinu, þvert á fyrri yfirlýs- ingar. Áður höfðu verið sagðar fréttir af því að enginn starfs maður ætlaði sér norður, þrátt fyrir ívilnun sem átti að bjóða þeim sem það gerðu. 16. maí Bjarna sendur fingurinn Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra greinir frá því í útvarpsviðtali að ljós- og síðhærður strætóbílstjóri hafi ítrekað flautað og sent honum fingurinn eftir ríkisstjórnarfundi á hveitibrauðsdögum hans í embætti. 18. maí Laminn með stálröri DV greinir frá því að þrír menn hafi ráðist á einn og veitt honum alvar- lega áverka um hábjartan dag við Iðufell í Breiðholti. Stálrör var á meðal þess sem notað var við árásina. Um var að ræða uppgjör vegna meintrar fíkniefnaskuldar. 19. maí Halldór látinn Fjölmiðlar greina frá því að Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sé látinn. Halldór fékk hjartaáfall í sumarhúsi sínu við Álftavatn og var haldið sofandi í tvo daga áður en hann lést. 19. maí „Ég ældi út um allt“ Ásmundur Einar Daðason segist hafa verið veikur í ferð utan- ríkismálanefndar Alþingis til Washington. Hann kastaði upp yfir aðra flugfarþega og nokkur sæti við salernisaðstöðu flug- vélarinnar en DV bárust ábendingar um að þing- maðurinn hafi verið illa haldinn af drykkju. Hann vísaði því á bug. „Ég er seinasti þing- maðurinn sem á við áfengisvandamál að stríða.“ Fyrir liggur að Ásmundur kastaði upp á báðum leiðum, sem og í ferðinni sjálfri. Hann leitaði sér að sögn lækninga vegna maga- vandamála þegar heim var komið. 23. maí Buðu milljón og kynlíf Arna Ýr Jónsdóttir, 19 ára, segir frá því að hún hafi auglýst bílinn sinn til sölu á bland.is. Í kjölfar- ið hafi hún fengið mörg dónaleg skilaboð frá karlmönnum, þar sem henni var meðal annars boð- in greiðsla í bílinn með því skilyrði að kynlíf fylgdi með. „Einu alvöru tilboð- in í bílinn hafa komið frá konum og stelpum,“ sagði hún við DV. Síðar var Arna Ýr kjörin ungfrú Ísland. 27. maí Kalt í maí Greint er frá því að maímánuður hafi verið sá kaldasti í 36 ár, eða frá árinu 1979. Á síðustu 70 árum hafa aðeins þrír maímánuðir reynst kaldari, en meðalhitinn var 4,1 stig. 29. maí Grimmur og hjartalaus Siguringi Hólmgrímsson, 25 ára, er dæmdur til sjö ára fangelsisvistar af dómstóli í Ástralíu, fyrir tilraun til að smygla kílói af kókaíni til lands- ins. Dómari í mál- inu lýsir Siguringa sem „grimmum“ og „hjartalausum“ vegna þess að hann reyndi að koma sök á félaga sinn. JÚNÍ 2. júní Systur reyndu að kúga forsætisráðherra DV greinir frá því að systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand hafi verið handteknar, grunaðar um fjár- kúgunartilraun á hendur forsætis- ráðherra. Systurnar voru handtekn- ar í Vallahverfi í Hafnarfirði þar sem þær biðu fjárins. Þær játa að hafa farið að heimili forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, með handskrifað bréf þar sem þær kröfðust peninga vegna upplýsinga sem þær byggju yfir vegna meintra KR flugeldaR KR Heimilinu Frostaskjóli Opið til kl.22 í dag Og til kl.16 á gamlársdag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.