Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 38
Áramótablað 29. desember 20154 Völvuspáin 2016 búbót og við seljum mikið til Rúss­ lands, loks þegar leyfi fæst til þess á nýjan leik. Þorskstofninn er sífellt stækk­ andi en hefðbundnar deilur fiski­ fræðinga og sjómanna blossa upp. Þorskgengd er ævintýraleg en fiski­ fræðingar rýna í tölfræðina. Mikill þrýstingur verður á Hafró að auka kvótann hressilega. Það gera þeir ekki en engu að síður verður ein­ hver aukning. Sjómenn verða ekki fullsáttir við þá niðurstöðu. Nýtt stórfyrirtæki á sviði sem er framandi okkur Íslendingum leitar hófanna og vill setja upp starfsemi sína hér á landi. Þetta verður mikið fréttamál þó að einungis sé um að ræða viðræður um möguleika á að hefja starfsemi. Nýjar viðskiptablokkir mynd­ ast á árinu og ná þar saman á nýjan leik fyrrver­ andi andstæðingar. Orrustan um Ís­ land eftir hrun stendur sem hæst á árinu. Bygginga­ iðnaður­ inn glímir við vaxtar­ verki. Mikið er flutt inn af erlendu vinnu­ afli og spretta upp margvísleg átök af því tilefni. Það er ein­ faldlega ekki nóg til í landinu af raf­ virkjum, pípulagn­ ingarmeisturum, húsasmiðum og múrurum, svo dæmi séu tekin. Samt snúa margir þeirra aftur frá Noregi á árinu, enda gullæðið á enda þar og olíuverð í lægstu lægðum. Samkeppniseftirlitið hnykl­ ar vöðvana og mun grípa til harðari aðgerða en áður hefur sést. Stöndugt fyrir­ tæki verður klofið upp í ein­ ingar og málið fer í hendur lögreglu. Reiði­ bylgja fylgir í kjölfarið. Hún rís hátt en varir stutt. En eftirlitið sjálft mun sæta harðri gagnrýni á árinu. Forstjórinn mun eiga í vök að verjast og mun þurfa að standa fyrir máli sínu. Sú málsvörn mun ekki styrkja stöðu hans. Seðlabankinn mun sæta vax­ andi gagnrýni og þá sérstaklega gjaldeyris eftirlitið. Þorsteinn Már í Samherja hefur ekki sagt sitt síðasta orð. Hann mun hefja herferð sína gegn bankanum og vill að haus­ ar fjúki. Átökin verða langvinn og málaferli eru á næsta leiti. Óháð­ ur aðili verður skipaður til að fara yfir vinnubrögð bankans með sérstaka áherslu á gjaldeyriseftirlitið. Embættismenn verða í kast­ ljósi fjölmiðla og manna­ breytingar eru í kort­ unum hjá bankanum. Þó mun Már bankastjóri sitja sem fast­ ast. En hann mun fá tvo bankastjóra sér við hlið sem stjórnar­ flokkarnir verða ánægðir með. Vaxtalækkunarferli hefst óvænt á vormánuðum. Það stendur fram á sumar en þá mun dæmið snúast við þegar verðbólga fer á skrið. Þensla verður illviðráðanleg síðari hluta árs, enda elska Íslendingar dýrtíðina og vilja ekkert frekar en vertíðar­ stemningu í þessum efnum sem öðrum. Eldsumbrot undir ís Náttúran er alltaf í aðalhlutverki á landinu okkar. Eldsumbrot verða undir jökli. Völvan nær ekki að greina umfang en haustið er sá tími sem henni finnst jörð opnast undir miklu fargi af ís. Jarð­ skjálftahrina mun lengi vel hrista Suðurland og miðhálendið áður en krafturinn leys­ ist í læðingi. Mikið jökul vatn mun hlaupa fram en á óbyggðu landi. Rafmagn mun fara af og bæir einangr­ ast en mannskaði verður ekki. Umbrotin standa ekki lengi. Hafsbotn mun skjálfa um langa hríð úti fyrir Reykjanesi. „Svo djúpt sé ég ekki að vita hvort eldur brýtur sér leið í gegnum jarð­ skorpuna. En mikið gengur á og munu sjómenn greina margvísleg merki.“ Jarðvísindamenn verða áber­ andi á árinu. „Magnús Tumi og Ármann Höskuldsson verða oft í fréttatímanum. En þeir verða ekki alltaf sammála og ekki mun öllum líka þær spár sem Ármann mun setja fram um aðsteðjandi hættur,“ segir hún. Nýtt hverasvæði mun líta dagsins ljós á Norðurlandi. Þetta mun verða mikið sjónarspil á vor­ dögum og hætta steðjar að mönnum. Erlendir fjölmiðlar fagna, enda er þetta myndefni sem allar sjónvarpsstöðvar í ver­ öldinni vilja sýna áhorfend­ um sínum á besta tíma. Dýralíf verður oft í fréttum. Ref fækkar og skýrist það af einhverri pest sem leggst á dýrin. Ísbjörn gengur á land á Horn­ ströndum. Dýrsins verður leitað um nokkra hríð og á endanum finnst það og verður skotið. Helmingur þjóðarinnar mun syrgja það mjög. Rostungur mun sjást við Austfirði en hann stoppar ekki lengi. Hefur vit á að forða sér. FálkaEggja- þjóFar Enn eitt met verður slegið í fjölda ferðamanna. Ísland er í tísku. Þess­ ir gríðarlegu vaxtarverkir taka toll. Slysum fjölgar mikið og á ís­ lenskan mælikvarða munu margir ferða­ menn ekki eiga aft­ urkvæmt. Bílslys verða flestum að aldurtila. Mannskætt rútu slys verður á Suðurlandi um hásumar. Vegirnir þola ekki allan þenn­ an fjölda og margir útlendingar eiga erfitt með þrönga íslenska sveitavegi. En hluti af góðærinu er þeir miklu fjármunir sem fylgja öllum þessum ferðamönnum. Sífellt Hjólar í bankann Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ekki sagt sitt síðasta orð í samskiptum við Seðlabankann. TERTUR PAKKAR RAKETTUR SMÁVARA OPNUNARTÍMAR 28.- 29.- 30. des. 10–22 31. desember 9–16 www.stjornuljos.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.