Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Side 49
Áramótablað 29. desember 2015 Kynningarblað - Komdu með í … gamlárspartí 7 Vinalegt áramótastuð á Den Danske Kro D anska kráin, eða Den Danske Kro, Ingólfsstræti 3, keyrir upp áramóta- stemninguna með því að hafa opið á gamlársdag eins og á venjulegum degi og á nýársnótt eins og um helgi væri að ræða. Hefðbundin dagskrá staðar- ins er fínasta uppskrift að afslapp- aðri áramótagleði. Staðurinn verður opnaður á há- degi og gleðistundin – eða Happy Hour – er í gangi milli kl. 16 og 19. Búast má við því að það smáfjölgi á staðnum eftir því sem nær dreg- ur áramótunum en áramótaskaup- ið verður sýnt á staðnum. „Hérna hittist alls konar fólk og horfir saman á skaupið, fer síðan út og kíkir á flugeldana þegar þeim er skotið upp rétt eftir miðnættið, kemur svo inn aftur og skemmtir sér saman um nóttina,“ segir Melkorka Bjartmarz, einn eigenda Den Danske Kro, en staðurinn er meðal annars þekktur fyrir mikla lifandi tónlist. „Lifandi tónlist byrjar hjá okkur á slaginu 12 en þá treður upp trúbador sem kemur öllum í ekta nýársskap og það verður dansað af hörku fram undir morgun,“ segir Melkorka. Den Danske Kro er þekkt fyrir vinalega stemningu og glaðvært starfsfólk staðarins smitar við- skiptavini af lífsgleði sinni. Hinn vinalegi gleðiandi Den Danske Kro mun væntanlega ná hámarki á nýársnótt. Den Danske Kro – Danska kráin – óskar öllum landsmönnum gleði- legs nýárs! n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.