Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Side 65
snýr aftur á spítalann í samskonar
göngu á milli sömu deilda, þá er það
jafnan látið draga upp greiðslukort á
hverjum þessara staða, hverri einustu
deild þar sem stoppað er og rukkað
um háar upphæðir. Nákvæmlega
þarna, þegar lífið er því að öðru leyti
sem örðugast, fullt óvissu og kvíða.
Á þennan hátt, og með fleiri aðgerð
um sem tilheyra veikindunum, er
fólk kannski látið reiða fram meira en
milljón krónur á eins eða tveggja ára
tímabili, þegar veikindin herja sárast.
Jafnvel ekki í Bretlandi
Svona er þetta. Og þetta getur ekki
gengið. Svona eru ekki velferðarsam
félög. Annars staðar á Norðurlöndum
er þetta að sjálfsögðu ekki svona; fár
veikt fólk er þar ekki látið draga upp
veskið ef það hrekst inn á spítala.
Og svona er þetta ekki bara á Norð
urlöndum, sem eru þekkt fyrir sína
velferð. Alltaf er verið að tala um að
Margaret Thatcher hafi rústað vel
ferðarkerfinu í Bretlandi, og að hinn
skelfilegi Blair hafi jafnvel bætt um
betur, en samt er það enn sem fyrr
svo að ef fólk í Bretlandi veikist af
til dæmis krabbameini, þá er það
tekið inn í spítalakerfið og veitt með
höndlun án þess að vera látið strauja
öll sín kort.
Ef einhver ætlar að segja að við
höfum ekki efni á að breyta þessu
rangláta og mannfjandsamlega
kerfi, þá ætla ég að benda á að ný
lega var ákveðið að veita 80 milljörð
um af opinberu fé í hina svokölluðu
skuldaleiðréttinu. Og það vita allir
að drjúgur hluti alls þess fjár renn
ur til fólks sem er í góðum málum á
okkar mælikvarða; skuldar tiltölu
lega lítið, miðað við sína eignastöðu,
skuldar jafnvel ekki neitt – sumt af
því fór til fólks sem átti fyrir meira en
hundrað milljónir í hreinni eign. All
ir vita að stór hluti þeirra sem fengu
leiðréttingu finnur þrátt fyrir hana
enga merkjanlega breytingu á lífs
afkomu sinni og sinna. Og nær hefði
verið að láta brot af þessu fé nýtast til
þess að hætta að láta kvíðafullt fólk í
nauðum greiða fyrir þá lækningu og
umönnun sem alltaf hefur þótt sjálf
sagt að veita sjúkum. Og ef einhver
stjórnmálahreyfing fer ekki að setja
þetta mál á oddinn þá þarf að stofna
þannig flokk.
Forsetinn í Úrúgvæ, og víðar …
Nú eru áramót, og næsta vor verða
forsetakosningar hér á landi. Þeir
fimm einstaklingar sem gegnt hafa
forsetaembættinu frá stofnun lýð
veldisins eru allir mikið sómafólk, en
samt hefur alltaf verið eitthvað hálf
hallærislegt við þessa stöðu. Hún er
auðvitað næsta valdalaus samkvæmt
stjórnarskrá, enda svar Íslendinga við
þeim konungs og drottningaremb
ættum sem enn eru látin halda sér
vegna hefðar í nágrannalöndun
um, en hafa fyrir löngu misst sitt
gamla formlega hlutverk, að stjórna
ríkinu. Rétt eins og utanríkisþjónusta
okkar nýja og fátæka lýðveldis var
á sínum tíma löguð að siðum, um
búnaði og hefðum stærri ríkja og
þeim aðalsættum sem lengi höfðu
haft einkarétt á að gegna embættum
ambassadora, þá hefur forsetaemb
ættið hér alltaf lifað í hættunni við
að vera fyrst og fremst upp á punt; í
seinni tíð hafa menn þó farið að tala
um það hlutverk forseta að fara með
móralska forystu fyrir þjóðinni.
Og þá varð mér hugsað til José
Mujica, sem var forseti í Úrúgvæ frá
2010 og þar til fyrr á þessu ári. Eins
og margir vita, þá var það maður sem
í sínu embætti hreykti sér á engan
hátt, bjó sparlega, keyrði gamlan
Fólksvagen, gaf 90% af sínum laun
um til góðgerðamála. Og honum
tókst að veita þjóð sinni móralska
forystu, um það er ekki deilt; boð
skapur hans var jafnan skýr, um frið,
jöfnuð og náungakærleik. Minnir
óneitanlega á fræg dæmi úr fortíð
inni: ekki var það ytri umbúnaður
sem dró athygli fólks að Kristi, eða
Mahatma Gandí, Tómasi af Assisí
sem talaði við fugla, eða Guðmundi
okkar góða Hólabiskupi. Mörgum
finnst svona tal vera billegur popúl
ismi, en mér sýnist hins vegar að fólk
í veröldinni vilji í æ ríkari mæli heyra
boðskap manna og kvenna sem sýna
í verki að þeim sé annað mikilvægara
en vegur og hátign sjálfs sín. Franz
páfi, frá nágrannalandi Úrúgvæ,
Argentínu handan La Plata fljótsins,
hefur gerbreytt afstöðu fólks til páfa
dómsins og kaþólsku kirkjunnar á
undrastuttum tíma, og einmitt með
auðmýkt sinni og áherslu sinni á
samúð í garð olnbogabarna heims
ins. Hvað sem verður úr væntanleg
um kosningum og hverju sem völva
Vikunnar spáir, þá mun verða hlustað
á þann einstakling sem býður sig
fram og hefur sýnilega lært af svona
fordæmum. n
Áramótablað 29. desember 2015 Umræða 37
Betra grænmeti
Betra kjöt
Betri ávextir
Fyrst og
fremst...
þjónusta
Magnús Geir Þórðarson „Með hliðsjón af svona staðreyndum verða menn að leita
lausna, en ekki með því að æpa bara á útvarpsstjóra að ef stofnun hans eigi við vandamál
að stríða þá skuli hann gjöra svo vel að leysa þau sjálfur.“ Mynd SiGtryGGur Ari
Landspítalinn „Veikist nú fólk, segjum frískur og fullvinnandi einstaklingur, jafnvel með börn á framfæri, af alvarlegum sjúkdómi tekur að
sjálfsögðu við mikil og erfið þrautaganga.“ Mynd SiGtryGGur Ari
„Og nær hefði verið
að láta brot af
þessu fé nýtast til þess
að hætta að láta kvíða-
fullt fólk í nauðum greiða
fyrir þá lækningu og um-
önnun sem alltaf hefur
þótt sjálfsagt að veita
sjúkum. Og ef einhver
stjórnmálahreyfing fer
ekki að setja þetta mál á
oddinn þá þarf að stofna
þannig flokk.
Franz páfi „Hefur gerbreytt afstöðu fólks til páfadómsins og kaþólsku kirkjunnar á undra-
stuttum tíma, og einmitt með auðmýkt sinni og áherslu sinni á samúð í garð olnbogabarna
heimsins.“