Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 71

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 71
Fréttir 43Áramótablað 29. desember 2015 HRYÐJUVERKAÓGN, UMSÁTUR OG FÁRVIÐRI  Synti í land Lítil flugvél hrapaði í sjóinn við Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Flugmaðurinn slapp með skrekkinn og synti sjálfur í land. Mynd Sigtryggur Ari  Slys við Reykdals- stíflu Betur fór en á horfðist þegar tveir drengir, bræður, festust í fosshyl undir Reykdalsstíflu í Hafnarfirði. Piltarnir, og maður sem reyndi að bjarga þeim, björguðust með naumindum. Mynd Sigtryggur Ari  Stjórn SPRON fyrir dómi Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í júníbyrjun. Allir ákærðu voru sýknaðir af því að hafa veitt Exista tveggja milljarða lán án trygginga. Mynd Sigtryggur Ari  Sýknaðir af hópnauðgunarákæru Fimm piltar voru síðla árs sýknaðir af ákæru um hópnauðgun í íbúð í Breiðholti. Einn þeirra var sakfelldur fyrir að gera myndskeið af verknaðinum. Niðurstaðan vakti talsverð viðbrögð í samfélaginu. Mynd Sigtryggur Ari  Viðskiptabann á Ísrael Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti umdeilda tillögu um að sniðganga ísraelskar vörur í september. Ákvörðunin var að lokum dregin til baka eftir nokkurt þóf. Borgarstjóri sagði ákvörðunina hafa verið illa undirbúna. Mynd Sigtryggur Ari  Leitað að Herði Björnssyni Björgunarsveitir hófu í október ítarlega leit að Herði Björnssyni, 25 ára. Einkanlega var leitað í Laugarnesi og í Hveragerði. Hörður er ófundinn þegar þetta er ritað. Mynd Sigtryggur Ari  Perlan í kafi Dæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn eftir að hafa verið í slipp. Brösuglega gekk að ná skipinu á flot, en það hafðist þó eftir nokkrar tilraunir, tveimur vikum eftir að skipið sökk. Mynd Sigtryggur Ari  Friða hálendið Andri Snær Magnason og Björk Guðmunds- dóttir héldu í nóvember blaðamannafund til þess að vekja athygli á nauðsyn þess að friða hálendi Íslands gegn frekari virkjunaráfomum. Fundinn héldu þau í kjölfar yfirlýsinga Camerons, forsætisráð- herra Bretlands, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um áform um sölu á rafmagni til Bretlandseyja um sæstreng. Mynd Sigtryggur Ari  Flugslys á Reykjanesi Tveir menn létust í flugslysi í hrauni á Reykjanesskaga þann 12. nóvember síðastliðinn. Mynd Sigtryggur Ari  Djúpar lægðir Tvær kröftugar lægðir fóru yfir landið í desemberbyrjun. Sú fyrri með mikilli ofankomu en hin seinni með meiri vindhraða en mælst hafði um árabil. Mynd Sigtryggur Ari  Ásta Kristín sýknuð Ásta Kristín Andrésdóttir var í desember sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi í störfum sínum sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Fagnaðarlæti brutust út í dómsal þegar dómurinn var kveðinn upp. Saksóknari áfrýjaði ekki. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.