Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Síða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Síða 78
Áramótablað 29. desember 201550 Sport Ár strÁkanna okkar n Karlalandsliðin í körfubolta og fótbolta stálu senunni n Handboltaliðið rétti úr kútnum Ísland komst á stórmót Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér á árinu sæti í lokakeppni EM, sem fram fer í Frakklandi næsta sumar. Sterkum útisigri gegn Kasökum í mars var fylgt eftir með sætum heimasigri á Tékkum í júní. Staðan var orðin vænleg því Ísland var á toppi riðilsins. Íslendingar stóðu á öndinni í september þegar liðið hélt til Hollands. EM var innan seilingar. Aftur vannst frækinn sigur, nú á bronsliðinu af HM árið áður. Sigurinn þýddi að íslenska liðinu nægði jafntefli í síðasta heimaleiknum jafnvel þó að útileikur við Tyrki væri svo eftir. Jafntefli þurftu þeir og jafntefli gerðu þeir í bragðdaufum leik við Kasaka. Íslenskt A-landslið var í fyrsta sinn í sögunni komið á stórmót í knattspyrnu karla. Hollendingar sátu eftir með sárt ennið. Ísland lauk keppni í riðlinum með afar naumu tapi gegn Tyrkjum úti, en úrslitin skiptu Tyrki – sem voru í sárum eftir hryðjuverk – meira máli. Þeir tryggðu sér með sigrinum beint sæti á EM, vegna hagstæðra úrslita í öðrum riðlum. Hetjan og skúrkurinn Í vor stóð Jose Mourinho uppi sem sigurvegari með lið sitt, Chelsea, í ensku knattspyrnunni. Hann hafði lofað stuðningsmönnum titli og hann fengu þeir. Chelsea vann deildina með miklum yfirburðum en liðið tapaði aðeins þremur leikjum á leiktíðinni. En skjótt skipast veður í lofti. Eftir aðeins að hafa aðeins fengið 15 stig í 16 leikjum í haust fékk Roman Abramovic eigandi nóg að sparkaði sínum manni. Frábært ár hjá Eygló Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í þriðja sæti á Evrópumótinu í sundi í 25 metra laug í byrjun desember, þegar hún sló eigin Íslandsmet í 100 og 200 metra baksundi. Eygló var valin íþróttamaður Reykjavíkur í desember, en á árinu hefur hún einnig synt í úrslitum á HM í sundi, sett Norðurlandamet og náð lágmörkum á Ólympíuleikana í Ríó í 100 og 200 metra baksundi. Laminn sundur og saman Bardagakappinn Gunnar Nelson barðist í júlí við Brandon Thatch. Sá gafst upp í fyrstu lotu í bardaga sem fram fór í Las Vegas í Banda- ríkjunum. Gunnar mætti svo Demian nokkrum Maia núna í desember og tapaði frekar illa. Hann átti aldrei möguleika og var langt frá sínu besta. Maia veitti Gunnari á annað hundrað höfuðhögg í bardagan- um, sem varð aldrei spennandi. Unnu allt Ekkert lið stóðst Barcelona snúning á árinu. Liðið vann Meistaradeild Evrópu eftir úrslitaleik gegn Juventus í vor, spænsku deildina auk spænska bikarsins. Liðið kórónaði svo árið með því að verða heimsmeistari félagsliða nú í desember. Erfitt er að sjá lið í Evrópu sem getur velgt spænska stórveldinu undir uggum en vart þarf að taka fram að liðið er á toppi deildarinnar. Þrír leikir – þrír sigrar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu hófu undankeppni EM 2017 af krafti. Þær unnu Hvít-Rússa 2-0 á Laugardalsvelli í september og Makedóníu 4-0 ytra í október. Nokkrum dögum síðar, í Slóveníu, vannst 6-0 sigur. Liðið er því með fullt hús stiga og markatöluna 12-0, eftir þrjá leiki. Næsti leikur verður við Hvít-Rússa ytra en í júní mætast stelpurnar efsta liðinu, Skotlandi. FH og Breiðablik meistarar FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í Pepsi-deild karla með nokkuð sannfærandi hætti. Blikar voru það lið sem komst næst þeim en fyrir síðustu umferðina varð ljóst að ekkert lið gæti náð FH að stigum. Valsarar urðu bikarmeistarar eftir sætan 2-0 sigur á KR-ingum, sem gengu snauðir frá keppnistímabilinu. Í kvennaboltanum báru Blikar höfuð og herðar yfir andstæðingana og fóru taplausir í gegnum mótið. Í bikarnum mættust Stjarnan og Selfoss, annað árið í röð – og annað árið í röð vann Stjarnan. Í þetta sinn var Harpa Þorsteinsdóttir hetja Garðbæinga þegar hún skoraði sigurmarkið á 87. mínútu. Tíu meta mót Sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir setti tvö heimsmet og átta Evrópumet á EM í sundi einstaklinga með downs-heilkenni. Þátttakendur á mótinu voru 107 talsins frá 20 löndum en Kristín stóð af sér mikla samkeppni í sínum greinum. Hún vann til fimm gullverðlauna auk þess að vinna silfurverðlaun og bronsverðlaun. Bestur í golfi Hinn 21 árs gamli Jordan Spieth vann sigur á Mastersmótinu í gólfi sem fram fór í apríl. Spieth lék aá 18 höggum undir pari og vann mótið með fjórum höggum. Justin Rose og Phil Mickelson urðu jafnir í næstu sætum. Spieth er næstyngsti kylfingurinn sem vinnur Masters. Hann gerði sér svo lítið fyrir og vann að auki Opna bandaríska meistara- mótið sem fram fór í júlí. m y n d e pa m y n d e pa m y n d þ o r m a r v ig n ir m y n d þ o r m a r v ig n ir m y n d r ú v m y n d s ig tr y g g u r a r i m y n d s ig tr y g g u r a r i m y n d e pa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.