Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 80

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 80
52 Menning Áramótablað 29. desember 2015 E ins og öll önnur menningar­ ár hefur 2015 verið ríkt af listrænum sigrum jafnt sem vonbrigðum, menningarpóli­ tískum deilum og fagurfræði­ legum átökum: moskur, hrútar og menn í kössum. Í menningarann­ ál DV er stiklað á stóru á því helsta sem gerðist í listum og menning­ um á Íslandi árinu 2015. Fimmtán álitsgjafar úr ýmsum afkimum ís­ lensks menningarlífs veittu álit við samantektina. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándann munu ítarlegri vangaveltur álitsgjafanna birtast á menningarsíðu dv.is. Hér birtist samantekt DV á því allra markverð­ asta sem gerðist í íslensku menn­ ingarlífi árið 2015. Eldfimt framlag í Feneyjum Sjaldan ef nokkurn tímann hefur framlag Íslands til Feneyjatvíærings­ ins, þekktustu myndlistarhátíðar heims, vakið jafn mikið umtal og deilur og í ár. Moskan – fyrsta moskan í Feneyjum, þátttökuinn­ setning eftir svissnesk­seyðfirska listamanninn Christoph Büchel, í sýningarstjórn Nínu Magnúsdóttur, gat aldrei orðið annað en umdeild. Ekki aðeins ögraði hún hugmyndum fólks um hvað getur talist listaverk heldur snerti á eldheitum málum – innflytjendamálum og íslamfóbíu – með því að setja upp mosku í gamalli afhelgaðri kirkju. Þetta er það verk sem álitsgjafar nefna oftast sem eftirminnilegasta verk ársins. Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun við Há­ skólann á Bifröst, segir til dæmis: „Moskan er kannski fyrst og fremst falleg, þegar maður gengur inn í hana fær maður tilfinningu fyrir ein­ hvers konar helgi fegurðarinnar. Í Feneyjum er svo margt fallegt að verkin á Tvíæringnum eiga oft erfitt með að standa með fegurðinni, fara frekar viljandi og óviljandi að segja aðrar sögur, en Moskan grípur mann strax þar.“ Þó að verkið hafi boðið upp á frjóar umræður, jafnt um eðli listar­ innar, trúmál og pólitík, fór langmest orka í deilur um lagabókstafi því eftir einungis þrjár vikur höfðu feneysk borgaryfirvöld lokað moskunni. Þau sögðu ýmist að ógn stafaði af verk­ inu, að fleiri hafi mætt í moskuna en leyfi var fyrir eða að ekki hafi ver­ ið sótt um leyfi fyrir raunverulegum tilbeiðslustað. Kynningarmiðstöð ís­ lenskrar myndlistar vann að því að fá verkið opnað allt þar til Tvíæringn­ um lauk í nóvember en hafði ekki er­ indi sem erfiði. Íslenska kvikmyndasumarið Íslensk kvikmyndagerð vann hvern stórsigurinn á fætur öðrum á al­ þjóðavettvangi. Mjög öflug kynslóð kvikmyndagerðarfólks er nú að ná fullum þroska, flest er rétt um fer­ tugt og því fætt um það leyti sem Kvikmyndasjóður var stofnaður og hið margrómaða kvikmyndavor átti sér stað. Það gæti vel verið að í framtíðinni verði 2015 minnst sem ársins sem íslensk kvikmyndagerð blómstraði, íslenska kvikmynda­ sumarið 2015. Hrútar eftir Grím Hákonarson hlaut „Un certain regard,“ á Cann­ es, fyrst íslenskra kvikmynda til að hljóta verðlaunin á þessari þekkt­ ustu kvikmyndahátíð heims. Þrest­ ir Rúnars Rúnarssonar hlaut aðal­ verðlaunin á kvikmyndahátíðinni San Sebastian, fyrst íslenskra kvik­ mynda til að hreppa aðalverðlaunin á A­klassa kvikmyndahátíð. Fúsi eft­ ir Dag Kára Pétursson hlaut þá Kvik­ myndaverðlaun Norðurlandaráðs, en þetta er í annað skipti í röð sem ís­ lensk mynd hlýtur þau verðlaun. Vel­ gengni íslenskra kvikmyndagerðar­ manna einskorðast þó ekki aðeins við evrópska arthouse­bíóið því Baltasar Kormákur stimplaði sig inn sem einn af stóru popp og kók­leik­ stjórunum í Hollywood með stór­ slysamyndinni Everest og Jóhann Jóhannsson mætti á Óskarsverð­ launahátíðina í byrjun ársins, til­ nefndur fyrir kvikmyndatónlist sína. Halldór Guðmundsson, rithöf­ undur og forstjóri Hörpu, nefnir þessa velgengni sem eitt það mark­ verðasta í íslensku menningarlífi árið 2015: „Sennilega sætir velgengni íslenskra kvikmynda erlendis mest­ um tíðindum á árinu; það safnast að þeim verðlaun og viðurkenningar en það sem kannski meiru skiptir – það er eins og þær séu að finna sína rödd í heimskór myndmálsins, fleiri kvik­ myndahöfundum eflist sjálfstraust og þor, og þá herma menn einmitt síður eftir öðrum. Stef kvikmynda ársins er einsemdin, hvort heldur þess sem þráir ást eins og Fúsi eða harðskeyttur einmanaleiki bræðr­ anna í Hrútum – það er lágstemmd írónían sem hrífur mann.“ Kvótakonur í kvikmyndagerð Nú þegar íslensk kvikmyndagerð er í Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Moska, hrútur og maður í kassa Náttúran sem strigi Marco Evaristti málaði goshverinn Strokk bleikann og hlaut kæru og hótanir í laun frá þjóðinni. Velgengni á erlendri grund Hrútar eftir Grím Hákonarson Ískaldur Gísli Pálmi var í fararbroddi þeirrar bylgju íslensks rapps sem tröllreið landinu árið 2015 MyNd ÞorMar ViGNir GuNNarssoN Menningarannáll 2015 Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is hundafóður  80% kjöt  20% jurtir, grænmeti og ávextir  0% kornmeti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.