Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 84

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Page 84
56 Fólk Áramótablað 29. desember 2015 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 www.kemi.is - kemi@kemi.is Fyrir börn - Fyrir fullorðna - Fyrir fagmenn 2015 var árið þeirra n Mest áberandi stjörnur landsins ársins 2015 Á hverju ári skína stjörnur sumra skærar en annarra. DV tók saman lista yfir þá Íslendinga sem sköruðu fram úr á árinu. Á listanum er meðal annars tónlistar-, fjölmiðla- og íþróttafólk. Og svo auðvitað Almar í kassanum. n  Skærasta stjarnan Hin hæfileikaríka Salka Sól hlýtur að vera ein allra skærasta stjarnan á landinu í dag. Salka Sól er ástsæl útvarps- og söngkona, vinsæll rappari og frábær sjónvarpsstjarna eins og hún sannaði í raunveruleikaþættinum The Voice. Svo er hún bara svo blátt áfram og sæt. Stjörnusól Sölku Sólar á bara eftir að hækka.  Alþjóðlegar stjörnur Krakkarnir í Of Monsters and Men hafa gert það gott á árinu. Sveitin gaf út sína aðra plötu í sumar, Beneath the Skin, en sú fyrsta sló rækilega í gegn bæði hér heima og erlendis. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um allan heim en spilaði líka á tvennum tónleikum í Hörpu í lok sumars. Milljónir sáu sveitina í beinni útsendingu í þættinum Good Morning America sem er vinsælasti morgunþátturinn í sjónvarpi vestanhafs.  Skap- ar sér nafn Söngkonan unga Alda Dís Arnardóttir kom sá og sigraði í annarri þáttaröð Ísland Got Talent. Alda Dís sem er 22 ára hlaut 10 milljónir í verðlaun og hefur notað árið vel til að skapa sér nafn á íslensku tónlistarsen- unni.  Sigraði heiminn Íþróttakonan Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í sumar og fetaði þar með í fótspor Annie Mistar Þóris- dóttur. Í viðtali eftir sigurinn sagðist Katrín Tanja hafa sigrað heiminn og að það væri besta tilfinning sem hún hafi upplifað. Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé.  Fyrirferðarmiklir úlfar Rappararnir í Úlfi Úlfi voru fyrirferðarmiklir í tónlistinni. Arnar Freyr og Helgi Sæmundur, sem koma frá Sauðárkróki, rappa á íslensku um íslenskan veruleika og gáfu frá sér í sumar sína aðra breiðskífu, Tvær plánetur.  Umdeildur Biggi lögga Lögregluþjónninn Birgir Örn Guðjónsson var einnig áberandi á árinu sem nú er að líða. Biggi lögga blandaði sér meðal annars í umfjöllun um kynferðismál sem varð til þess að hæstaréttarlögmaðurinn Sveinn Andri vildi að Biggi yrði rekinn.  Eygló sunddrottning Árið 2015 var ár sundkonunnar Eyglóar Óskar Gústafsdóttur. Eygló Ósk vann til tvennra bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í vetur, sló Norðurlandamet og tryggði sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2016.  Óskabarn þjóðarinnar Óskabarni þjóðarinnar, Lars Lagerbäck, ásamt Heimi Hallgrímssyni, tókst hið ómögulega, að koma karlalandsliðinu okkar í knattspyrnu á EM á næsta ári.  EM-strákarnir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sér inn keppnisrétt á EM 2016. Allir strákarnir í liðinu áttu þetta ár en þó sér í lagi Gylfi Þór, Ragnar Sigurðsson, Aron Einar, Kolbeinn og Hannes sem stóð vaktina í markinu. Gylfi Þór Sigurðsson er bestur, hann á líklega mestan heiður, þar á eftir Ragnar Sigurðsson, Aron Einar, Kolbeinn og Hannes í markinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.