Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 84
56 Fólk Áramótablað 29. desember 2015
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000
www.kemi.is - kemi@kemi.is
Fyrir börn - Fyrir fullorðna - Fyrir fagmenn
2015 var árið þeirra
n Mest áberandi stjörnur landsins ársins 2015
Á
hverju ári skína
stjörnur sumra
skærar en annarra.
DV tók saman lista
yfir þá Íslendinga
sem sköruðu fram úr
á árinu. Á listanum er
meðal annars tónlistar-,
fjölmiðla- og íþróttafólk.
Og svo auðvitað Almar í
kassanum. n
Skærasta
stjarnan Hin
hæfileikaríka Salka Sól
hlýtur að vera ein allra
skærasta stjarnan á
landinu í dag. Salka Sól er
ástsæl útvarps- og
söngkona, vinsæll rappari
og frábær sjónvarpsstjarna
eins og hún sannaði í
raunveruleikaþættinum
The Voice. Svo er hún bara
svo blátt áfram og sæt.
Stjörnusól Sölku Sólar á
bara eftir að hækka.
Alþjóðlegar stjörnur Krakkarnir í Of Monsters and Men hafa gert það
gott á árinu. Sveitin gaf út sína aðra plötu í sumar, Beneath the Skin, en sú fyrsta sló
rækilega í gegn bæði hér heima og erlendis. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um
allan heim en spilaði líka á tvennum tónleikum í Hörpu í lok sumars. Milljónir sáu sveitina í
beinni útsendingu í þættinum Good Morning America sem er vinsælasti morgunþátturinn í
sjónvarpi vestanhafs.
Skap-
ar sér
nafn
Söngkonan
unga Alda Dís
Arnardóttir kom
sá og sigraði í
annarri þáttaröð
Ísland Got
Talent. Alda Dís
sem er 22 ára
hlaut 10 milljónir
í verðlaun og
hefur notað árið
vel til að skapa
sér nafn á
íslensku
tónlistarsen-
unni.
Sigraði
heiminn
Íþróttakonan
Katrín Tanja
Davíðsdóttir vann
heimsleikana í
crossfit í sumar og
fetaði þar með í
fótspor Annie
Mistar Þóris-
dóttur. Í viðtali
eftir sigurinn
sagðist Katrín
Tanja hafa sigrað
heiminn og að
það væri besta
tilfinning sem hún
hafi upplifað.
Katrín Tanja fékk
38 milljónir króna
í verðlaunafé.
Fyrirferðarmiklir úlfar Rappararnir í Úlfi Úlfi voru fyrirferðarmiklir í
tónlistinni. Arnar Freyr og Helgi Sæmundur, sem koma frá Sauðárkróki, rappa á íslensku um
íslenskan veruleika og gáfu frá sér í sumar sína aðra breiðskífu, Tvær plánetur.
Umdeildur Biggi
lögga Lögregluþjónninn Birgir Örn
Guðjónsson var einnig áberandi á árinu sem
nú er að líða. Biggi lögga blandaði sér meðal
annars í umfjöllun um kynferðismál sem
varð til þess að hæstaréttarlögmaðurinn
Sveinn Andri vildi að Biggi yrði rekinn.
Eygló sunddrottning
Árið 2015 var ár sundkonunnar Eyglóar Óskar
Gústafsdóttur. Eygló Ósk vann til tvennra
bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í
vetur, sló Norðurlandamet og tryggði sér
þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2016.
Óskabarn þjóðarinnar
Óskabarni þjóðarinnar, Lars Lagerbäck, ásamt
Heimi Hallgrímssyni, tókst hið ómögulega, að
koma karlalandsliðinu okkar í knattspyrnu á EM á
næsta ári.
EM-strákarnir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sér inn
keppnisrétt á EM 2016. Allir strákarnir í liðinu áttu þetta ár en þó sér í lagi Gylfi Þór, Ragnar
Sigurðsson, Aron Einar, Kolbeinn og Hannes sem stóð vaktina í markinu. Gylfi Þór Sigurðsson
er bestur, hann á líklega mestan heiður, þar á eftir Ragnar Sigurðsson, Aron Einar, Kolbeinn
og Hannes í markinu.