Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Qupperneq 8
8 Fréttir Vikublað 28.–29. apríl 2015
Launakrafan langt frá því
að duga fyrir framfærslu
n 300 þúsund króna lágmarkslaun hrökkva skammt n Vantar enn 150 þúsund miðað við opinber við-
K
rafa verkalýðshreyfingarinn
ar í yfirstandandi kjaravið
ræðum um 300 þúsund
króna lágmarkslaun innan
þriggja ára er langt frá því að
duga fyrir dæmigerðu framfærslu
viðmiði velferðarráðuneytisins að
viðbættu meðalleiguverði í Reykja
vík. Láglaunamann, sem hækkar
upp í 300 þúsund krónur í heildar
laun á mánuði, vantar enn rúmar
150 þúsund krónur upp á til að ná
opinberum viðmiðum. Eina leiðin
til að eiga afgang af þeim launum
sem krafan hljóðar upp á er ef mið
að er við algjört grunnviðmið ráðu
neytisins og ef að húsnæðiskostn
aður er ekki hærri en um hundrað
þúsund krónur á mánuði. Fram
kvæmdastjóri Starfsgreinasambands
Íslands segir þetta sýna í raun hversu
hófsamar kröfur sambandsins eru.
Fá 228 þúsund útborgað
Harpa Njálsdóttir, sérfræðingur í
velferðarrannsóknum og félagslegri
stefnumótun, velti upp þeirri spurn
ingu í grein í Morgunblaðinu um
helgina hvort launakrafa verkalýðs
forystunnar dygði fyrir mannsæm
andi framfærslu. Með greininni birti
Harpa töflu með útreikningum sem
sýna að svo sé ekki. DV birtir hér sína
eigin sambærilegu útreikninga þar
sem gert er ráð fyrir heldur hófstillt
ari útgjöldum til húsaleigu en Harpa
gerir í grein sinni. Húsnæðiskostn
aður sem DV gerir ráð fyrir byggjast
á upplýsingum um meðalleiguverð
á hvern fermetra í Reykjavík sam
kvæmt leigugagnagrunni Þjóðskrár.
Er þá miðað við íbúð sem staðsett
er einhvers staðar á milli Kringlu
mýrarbrautar og Reykjanesbrautar.
Einstaklingur sem fær 300 þús
und krónur í heildarlaun á mánuði
fær um 228.478 krónur útborgaðar
eftir skatta, greiðslur í lífeyrissjóð og
stéttarfélag.
Dæmigert og grunnviðmið
Hinar opinberu upplýsingar sem við
höfum til að miða við er að finna í
framfærslureiknivél á vef velferð
arráðuneytisins. Þar getur þú fund
ið bæði dæmigert og grunnviðmið
einstaklings og fjölskyldna sem sjá
má í meðfylgjandi töflum.
Sé miðað við hið dæmigerða
viðmið velferðarráðuneytisins fyr
ir barnlausan einstakling á höfuð
borgarsvæðinu er gert ráð fyrir að
heildarútgjöld hans á mánuði, án
húsnæðiskostnaðar, sé 234.564
krónur. Sáralítið óhóf er að finna í
þeim útreikningum en sé miðað við
algjört grunnviðmið, byggt á tals
verðri naumhyggju, þá þarf sami að
ili 99.758 krónur á mánuði.
En fólk þarf þak yfir höfuðið. Ef þú
leigir tveggja herbergja íbúð í austur
bæ Reykjavíkur getur þú vænst þess
að greiða að minnsta kosti 123 þús
und krónur fyrir hana á mánuði mið
að við meðalleiguverð í Reykjavík
á vef Þjóðskrár. Að viðbættum hita,
rafmagni og greiðslum í hússjóð gæti
heildarupphæðin numið rúmlega
149 þúsund krónum. Dæmigerða
viðmiðið er því komið upp í 383.684
en grunnviðmiðið 248.878. Þegar
haft er í huga að viðkomandi er með
aðeins 228 þúsund krónur í útborg
uð laun er auðvelt að sjá að talsvert
vantar enn upp á.
Grasrótin taldi
300 þúsund duga
Má því velta fyrir sér hvort kröf
ur verkalýðshreyfingarinnar hefðu
hreinlega mátt vera hærri, enda hef
ur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri
Starfsgreinasambands Íslands
(SGS), látið hafa eftir sér að þar á bæ
hefðu menn fundið út að fólk þyrfti
300 þúsund að lágmarki til að fram
fleyta sér, en þá gæti það reyndar
ekki leyft sér neitt.
„Grundvöllur okkar krafna eru
kröfur sem félögin sjálf setja fram á
sínum félagsfundum. Þetta er það
sem fólk taldi sig geta farið fram með
og taldi sig þurfa. Það er eina viðmið
ið. Síðan förum við að móta þess
ar kröfur sem koma frá grasrótinni
við framfærsluviðmið og það rímar
ágætlega við það,“ segir Drífa í sam
tali við DV. Hún bendir á að það sé
mjög breytilegt hver útgjöld fólks
vegna húsnæðis séu.
„Þegar ég var að máta þetta skellti
ég 100 þúsund krónum í húsnæðis
kostnað og fékk út í kringum 300
þúsund kall fyrir einstakling. En það
er mjög breytilegt hvar á landinu
þú ert. Þessar kröfur eru frá fólki á
landsbyggðinni sem við erum að fara
fram með,“ segir Drífa aðspurð um
málið. DV setti því líka inn til gam
Þetta segir ríkið að þú þurfir
Miðað við einn fullorðinn, barnlausan einstakling á höfuðborgarsvæðinu.
Útgjaldaflokkar Dæmigert viðmið Grunnviðmið
Neysluvörur
Matur, drykkjarvörur, aðrar dagvörur til heimilishalds 43.587 kr. 43.587 kr.
Föt og skór 14.328 kr. 9.054 kr.
Heimilisbúnaður 7.406 kr. 741 kr.
Raftæki og viðhald raftækja 4.709 kr. 471 kr.
Samtals 70.030 kr. 53.852 kr.
Þjónusta
Lyf, lækningavörur og heilsugæsluþjónusta 9.082 kr. 9.082 kr.
Sími og fjarskipti 11.481 kr. 9.415 kr.
Menntun og dagvistun 1.068 kr. 1.068
Veitingar 12.465 kr. 0 kr.
Önnur þjónusta f. heimili 5.083 kr. 3.812 kr.
Samtals 39.179 kr. 23.377 kr.
Tómstundir
Tómstundir og afþreying 38.985 kr. 13.229 kr.
Samgöngur
Ökutæki og almenningssamgöngur 74.131 kr. 9.300 kr.
Annar ferðakostnaður 12.239 kr. 0 kr.
Samtals 86.369 kr. 9.300 kr.
Heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar 234.564 kr. 99.758 kr.
Upplýsingar úr reiknivél fyrir neysluviðmið af vef velferðarráðuneytisins.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Kröfurnar hófsamar og varfærnar Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, segir að
kröfur sambandsins byggist á kröfum grasrótarinnar sem hafi talið sig geta farið fram með
og lifað á 300 þúsund króna lágmarkslaunum. Opinber viðmið segja hins vegar annað.
„Það er alltaf að
koma betur í ljós
að þetta eru hófsamar,
skynsamar og varfærnar
kröfur. Þær eru það, þó að
þeir súpi hveljur yfir þessu
Nýr Skoda Roomster eftirársbíll
Þennan er hægt að nota bæði sem sendibíl
og fjölskyldubíl en er samt á lægra verði en 2ja
sæta sendibíll. Hægt að fjarlægja aftursæti í
þremur hlutum á ca. 1 mínútu. Eyðsla í
blönduðum akstri aðeins 5 lítrar.
Langt undir listaverði
á 2.990 þús. með vsk.
←