Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Page 25
Vikublað 28.–29. apríl 2015 Garðurinn 7
Lappset-útileiktækin
hafa sannað sig á Íslandi
Jóhann Helgi & co ehf. býður upp á heildarlausnir fyrir leiksvæði
J
óhann Helgi & co ehf. var
stofnað sem verktakafyrirtæki í
skrúðgarðyrkju árið 1990 þegar
Jóhann Helgi Hlöðversson út-
skrifaðist sem garðyrkjumaður
frá Garðyrkjuskóla ríkisins.
Heildarlausnir á leiksvæðum
Árið 1994 hóf fyrirtækið innflutn-
ing á Lappset-útileiktækjunum frá
Finnlandi. Lappset er einn af þrem-
um stærstu framleiðendum úti-
leiktækja í Evrópu og er selt í yfir
40 löndum um allan heim. Lapp-
set hefur sannað sig vel á Íslandi og
býður allt að 20 ára ábyrgð á sínum
tækjum.
Í dag leggur Jóhann Helgi & co
ehf. áherslu á heildarlausnir á leik-
svæðum og býður upp á aðstoð við
úrvinnslu hugmynda, uppsetningu
tækja og viðhald þeirra.
„Við erum með yfir 30 umboð af
ýmsum vöruflokkum eins og t.d. úti-
leiktækjum, gervigrasi, girðingum,
gúmmíhellum, gúmmígrasmott-
um, bekkjum, reiðhjólagrindum
og vörum fyrir götur og torg, ásamt
vöru fyrir íþróttasvæði og inn á
skóla og leikskóla,“ segir Jóhann
Helgi.
Gervigras í garðinn
„Við flytjum inn og þjónustum
Five star-gervigrasið frá Hollandi,“
segir Jóhann Helgi. „Í Hollandi er
mjög algengt að fólk noti gervigras
á einkalóðir í stað venjulegs grass
og þarf þess vegna ekki að hugsa
eins mikið um viðhald eins og slátt
og hirðingu.“ Grasið er framleitt í
mismunandi tegundum og litum.
Í dag eru mörg leiksvæði Reykja-
víkurborgar þakin gervigrasi með
fallvörn.
Jóhann Helgi & co ehf. býður góð
tilboð í útileiktæki til fjölbýlis- og
sumarbústaðalóða. Jóhann Helgi
rekur einnig, ásamt Margréti Orms-
dóttur eiginkonu sinni, sveitahótel-
ið Vatnsholt í Flóa.
Hægt er að hafa samband við
Jóhann Helga í síma 565-1048 eða
820-8096 og einnig með því að
senda tölvupóst á netfangið jh@jo-
hannhelgi.is n