Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Síða 38
Vikublað 28.–29. apríl 201526 Menning Þ að er svo mikilvægt fyrir til- veruna að við eigum okkur fyrirmyndir á sem flestum sviðum og af báðum kynj- um,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, ritstjóri vefsíðunnar Hugsun kvenna, sem var opnuð í lok síðasta árs. Vefsíðan er gagnagrunnur um kvenkyns heimspekinga og hugsuði og er ætlað að vekja athygli á hugs- un kvenna með sérstakri áherslu á að hægt verði að nýta efnið til kennslu. „Í grunnskólum er ofsa- lega takmarkað talað um konur í námsefni,“ segir Sigurlaug og nefn- ir dæmi af námsbók um íslenska 20. aldar sögu sem var skrifuð eftir síðustu aldamót þar sem 71 karl var nafngreindur en aðeins 12 konur. „Ég gerði mér ekki ekki sjálf grein fyrir því hvað það var mikilvægt fyr- ir mig fyrr en ég fór í femíníska heimspeki í háskólanum. Þá fann ég að þetta var eitthvað sem mig hafði vantað. Ég fann að þarna var aðeins öðruvísi hugsun og þanka- gangur. Þegar þessar fyrirmyndir komu fram fannst mér allt í einu að ég sem kona hefði eitthvað fram að færa,“ segir Sigurlaug. Í fyrra ákvað Sigurlaug svo að finna leiðir til að auðvelda kennur- um að finna mikilvæga kvenhugs- uði til að nota í kennslu við hlið karlanna. Niðurstaðan var að koma á fót vefsíðunni hugsunkvenna.is. „Þetta er vefsíða þar sem tekin er fyrir ein hugmynd frá hverri konu eða verkefni sem hún hefur staðið að. Þetta er ekki langur texti um hverja konu, um það bil þrjár blað- síður auk umræðuspurninga og hlekkja á ítarefni.“ Heimasíðan er enn í vinnslu og geta þeir sem áhuga hafa tekið þátt í að byggja hana upp. Áhugasömum er boðið að skrifa um konu að eig- in vali og hugmynd eða kenningu frá þeirri konu sem viðkomandi tel- ur mikilvæga og eiga erindi inn í námsefni fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskólum. Sigurlaug kynnir verkefnið á samdrykkju Félags áhugamanna um heimspeki á efri hæð veitinga- hússins Sólon miðvikudaginn 29. apríl klukkan 20.00. Frítt er inn á viðburðinn. n kristjan@dv.is Öðruvísi hugsun og þankagangur Sigurlaug Hreinsdóttir ritstýrir vefsíðu um hugsun kvenna Stella stendur í stórræðum Morðin í Skálholti er áttunda bókin um Stellu Blómkvist. Hún hefur í nógu að snúast við rannsókn á dularfullu morðmáli og hvarf stúlku mörgum árum áður kemur einnig mjög við sögu. Aðdáendur Stellu Blómkvist vita að hverju þeir ganga. Sjómenn og óður maður Haugbúi er glæpasaga eftir hinn sænska Johan Theorin en áður hafa komið út eftir hann á íslensku bækurnar Hvarfið, Nátt- bál og Stein- blóð. Gamall skútuskip- stjóri hrekk- ur upp um miðja nótt við barsmíð á hurðina á sjóbúðinni. Dauð- hræddur strákur skjögrar inn og segir frá skipi fullu af deyjandi sjómönnum og óðum manni með öxi. Jack Reacher enn í vanda Ekki snúa aftur er harðsoð- inn reyfari eftir Lee Child. Jack Reacher er kominn til Virginíu þar sem hann ætlar að hitta Susan Turner majór sem gegn- ir hans fyrra starfi. En hún er horfin. Reacher er sakaður um ofbeldisglæp sem hann kann- ast ekki við að hafa framið. Hann þarf að berjast við óþokka og tek- ur vitanlega slaginn, enda sann- ur töffari, sem hefur tekist á við ýmis legt á ævinni. Íslensk náttúra sem strigi n Bleikir hverir, grænar ár og hugtök í miðri náttúrunni Í slensk náttúra hefur í árhundruð verið listamönnum innblástur. Þeir hafa tjáð ægifegurð um- hverfisins í orðum eða fang- að það með blýantsstrikum og málningu á striga. Á síðustu árum hefur hins vegar færst í aukana að listamenn noti náttúruna sjálfa sem striga fyrir verk sín, fremji gjörn- inga og innsetningar í náttúrunni. Verkunum er oftar en ekki ætlað að varpa nýju ljósi á samband manns- ins og náttúrunnar og mörk hins manngerða og náttúrulega. Meinlaus ávaxtalitur Listaverk Marcos Evaristti, The Rauður Thermal Project, hefur vak- ið hörð viðbrögð á Íslandi undan- farna daga, þessi síleski listamað- ur lét bleikan ávaxtalit í goshverinn Strokk á Geysissvæðinu. Þegar vatnið gaus málaði liturinn hver- inn fagurbleikan. Evaristti, sem er búsettur í Danmörku, hefur skap- að svipuð verk víðs vegar um heim, frá Grænlandi og að Suðurheims- skautinu, og kallar seríuna The Pink State. Í kjölfar gjörningsins var lista- maðurinn sektaður um 100 þús- und krónur fyrir brot á náttúru- verndarlögum en hefur hins vegar neitað að borga sektina. Evaristti hefur varist ásökunum um náttúru- spjöll og í viðtali við Vísi sagði hann bæði sápu til hversdagsnota og al- menna umgengni á Geysissvæðinu fara verr með umhverfið en þessi náttúrulegu litarefni. Í kjölfar málsins hefur honum verið úthúðað á samfélagsmiðl- um. Ástæðan er meint óvirðing fyrir náttúrunni en ekki að hann hafi drýgt höfuðsynd nútímalista- mannsins: að endurtaka hug- myndir fyrirrennara sinna. Eiturgræn á að Fjallabaki Það er nefnilega svo að Ólafur Elías son, ein helsta þjóðhetja Ís- lendinga á myndlistarsviðinu, skapaði mjög áþekka innsetn- ingu hér á landi og víðar á árunum 1998 til 2001, sem hann nefndi The Green River Series. Ólafur hellti grænum litarefn- um í ár og vötn án leyfis og mál- aði þannig málverk í náttúrunni. Ólafur hafði uppgötvað að duftið úranín, sem er notað til að rann- saka strauma í vötnum, gæfi frá sér skæran eiturgrænan lit sem málaði árfarveginn glóandi græn- an. Hann prófaði efnið fyrst á ánni Spree á Berlínartvíæringnum árið 1998. Síðar hellti hann efninu í á á Nyrðri-Fjallabaksleið, í Moss í Noregi, Bremen í Þýskalandi, Tókýó í Japan og Stokkhólmi í Svíþjóð. Ólafur tók ljósmyndir af útkom- unni, prentaði og seldi. Hann fékk aldrei leyfi fyrir innsetningun- um og vakti innsetning hans í Stokkhólmi nokkurn ótta meðal almennings og héldu margir að eiturúrgangur hefði lek- ið í ána. Þrátt fyrir ógnvænlegt út- litið er efnið í raun minna eitrað en vatnið í ánni sjálfri. „Það er augljóst að ef boðskort hefðu verið send út og auglýsingaplaköt hengd á hvert götuhorn sem létu fólk vita að þetta væri listaverk hefði það ekki upplifað þennan ótta um að áin væri menguð,“ sagði Ólafur í viðtali við Daniel Birnbaum árið 2000. Um inn- setninguna á Íslandi sagði Ólafur með- al annars: „Grænu ána á Íslandi gerði ég með pabba mínum, stjúpmömmu og systur. Við vorum algjörlega ein, en eftir að við lituðum alla ána keyrðu fimm bílar fram hjá okkur. Ég var uppi á fjalli, í öruggri fjarlægð, en pabbi stóð niðri við ána. Þeir hlupu allir að honum og spurðu hvað hann hefði verið að gera! Það var mjög fyndið.“ Lítil umræða skapaðist um inn- setningu Ólafs hér á landi eða van- virðingu hans fyrir landi og þjóð. Hvort ástæðan er að Ólafur er með íslenskt blóð í æðum eða hvort ein- faldlega færri hafi frétt af gjörn- ingnum þegar hann átti sér stað en í tilviki Evaristtis skal látið ósagt. (Það má þó taka fram að Ólafur var reyndar ekki að finna upp hjól- ið en argentíski listamaðurinn Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is The Rauður Thermal Project Goshverinn Strokkur gaus bleiku í síðustu viku og varð þannig hluti af sjálfstæðu hugmyndaríki síleska listamannsins Marcos Evaristti. Bleika ríkið Bleika ríkið (e. The Pink State) er að sögn listamannsins sjálfstætt ríki með vegabréf og stjórnarskrá en án svæðisbundinna landamæra. Ríkið er hugarástand sem tekur á sig efnislegt en hverfult form við og við. „Bleika ríkið eignar sér svæði og um leið hverfur það frá því. Ríkið er tímabundið – það lifir aðeins jafn lengi og liturinn sjálfur,“ skrifar Evaristti. Ríkið birtist í fyrsta skipti þegar ísjaki við Grænland var málaður bleikur með ávaxtalit árið 2004, árið 2007 var toppur Mont Blanc í Frakklandi gerður bleikur, 2008 voru dýr í Sahara-eyðimörkinni lituð bleik, 2013 var frosinn foss í Noregi litaður bleikur og í síðustu viku holdgerðist Bleika ríkið í Strokk í Haukadal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.