Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Page 46
Vikublað 28.–29. apríl 201534 Fólk n Hanna Rún og Nikita Íslandsmeistarar í latin dönsum n Mamma og pabbi pössuðu soninn Í slandsmeistaramót í standard dönsum fór fram í Laugar- dagshöll um helgina og var þar að sjálfsögðu fremst í flokki, stjörnudansparið Hanna Rún Óladóttir og Nikita Bazev. Þau sigr- uðu í latin dönsum í flokki full- orðinna með miklum yfirburðum. Eftir mótið setti Hanna Rún inn stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún þakkaði veitta aðstoð, sem gerði sigurinn mögulegan, sem og allan stuðninginn. Hún þakkaði for- eldrum sínum sérstaklega fyrir að gæta sonar síns og Nikita, Vladimirs Óla, meðan á keppninni stóð. Þá sagði hún soninn mjög sáttann við nýju bikarana sem bættust í safnið um helgina. Hanna Rún klæddist nokkrum kjólum á mótinu um helgina, en einn þeirra saumaði hún sjálf daginn fyrir mótið. Vakti hún jafn- framt athygli á því á Facebook og hlaut mikið hrós fyrir, enda kjólinn einstaklega fallegur. n solrun@dv.is Saumaði kjólinn daginn fyrir mót Kjóllinn fallegi Hanna Rún og Nikita geisluðu af gleði á dansgólfinu en kjóllinn sem hún klæddist saumaði hún sjálf daginn fyrir mótið. Í öðru sæti Sigurður Már og Jóna Kristín lentu í öðru sæti í latin dönsum í flokki full- orðinna, en þar áttu þau í harðri samkeppni við Hönnu Rún og Nikita. Svífa yfir gólfið Arnar og Laufey svifu eins og í lausu lofti yfir dansgólfið í Laugar- dalshöllinni. Einbeitt Þorkell og Denise voru full ein- beitingar og létu ljósmyndara ekki trufla sig. Gleði Kristófer og Sara brostu út að eyrum í dansinum. Sigurvegarar í latin dönsum Stórglæsilegur hópur sem hlaut verðlaun í latin dönsum, en Hanna Rún og Nikita eru þarna á efsta palli. Margfaldir meistarar Elvar og Sara Lind eru margfaldir Íslandsmeistarar og það fór ekkert á milli mála á dansgólfinu. Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.