Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Síða 6
Helgarblað 28.–31. ágúst 20156 Fréttir Dalshrauni 13 220 Hafnarfirði Sími 565 2292 Settu fókusinn á Þýsk gæði í gegn Sumarútsalan hafin í Hjólaspretti 20 - 50% afsláttur af völdum hjólum Aldrei fleiri nemendur 50 nemendur stunda nú meist- aranám í sjálfbærum orkuvísind- um og orkuverkfræði við Íslenska orkuháskólann í Háskólanum í Reykjavík og hafa þeir aldrei verið fleiri. Enn fremur hafa 240 nemendur sótt styttri námskeið um endurnýjanlega orku við há- skólann í sumar. Í tilkynningu frá Háskólan- um í Reykjavík kemur fram að yfir 90 prósent nemenda Íslenska orkuháskólans komi erlendis frá. Flestir koma frá Bandaríkjun- um en annars koma nemendur frá öllum heimshornum, með- al annars frá Keníu, Brasilíu og Þýskalandi. Markmið Íslenska orkuhá- skólans í HR er að mennta sér- fræðinga framtíðarinnar á sviði endurnýjanlegrar orku. Auk Há- skólans í Reykjavík standa Orku- veita Reykjavíkur og Íslenskar orkurannsóknir að náminu. „Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu sterkt orðspor Íslands er á sviði endurnýjanlegrar orku á alþjóðavettvangi, en það byggir á því að við höfum miklu að miðla á þessu sviði. Á því byggir einmitt orkunámið hjá okkur í HR, en við höfum unnið að þróun og eflingu þessu síðustu ár, með Orkuveitu Reykjavíkur og ISOR, í samstarfi við íslensk fyrirtæki og stofnan- ir. Námið er sett upp og skipulagt fyrir erlenda nemendur, en það nýtist líka íslenskum nemend- um og fyrirtækjum sem þarna hafa aðgang að framúrskarandi alþjóðlegu námi,“ segir Ari Krist- inn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Málamyndasamráð“ menntamálaráðherra n Vonbrigði innan KÍ varðandi skort á samráði n Hugsi yfir hvers konar menntapólitík er í uppsiglingu I nnan raða Kennarasambands Ís- lands hafa menn orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með þann skort á samráði sem menntamálaráð- herra hefur viðhaft í vinnu sinni við að smíða aðgerðir upp úr hvítbók ráðherrans. Þrátt fyrir óskir þess efn- is fékk KÍ ekki að koma að vinnunni með beinum hætti, aðeins að veita umsagnir. Varaformaður KÍ segir að um málamyndasamráð sé að ræða og er hugsi yfir hvers konar menntapóli- tík sé í uppsiglingu. Þjóðarátaki ýtt úr vör Læsi hefur verið á hvers manns vör- um undanfarið, eða síðan Mennta- málastofnun birti minnisblað um Byrjendalæsi og að árangurinn af að- ferðunum væri ekki nægilega góður. Á sama tíma blés menntamálaráð- herra, Illugi Gunnarsson, í herlúðra og ýtti úr vör átakinu „Þjóðarsáttmáli um læsi“. Markmið átaksins er að 90% nemenda í 10. bekk nái lágmarksvið- miðum um að geta lesið sér til gagns í PISA-könnuninni sem lögð verð- ur fyrir árið 2018 en í dag ná einung- is 79% nemenda því markmiði. Blaða- maður DV settist niður og fór yfir stöðuna með þremur forsvarskonum Kennarasambands Íslands; Aðalheiði Steingrímsdóttur, varaformanni KÍ, Guðbjörgu Ragnarsdóttur, varafor- manni Félags grunnskólakennara og Ingibjörgu Kristleifsdóttur, formanni Félags stjórnenda leikskóla. Ekkert samráð við Kennarasambandið „Við höfum orðið fyrir miklum von- brigðum með þann farveg sem ráð- herra ákvað að nota til að vinna úr þeim málum sem fjallað er um í hvít- bókinni eftir útkomu hennar fyrir einu ári. Í hvítbók er mikið lagt upp úr sam- starfi við kennara og samtök þeirra en það kom hins vegar fljótt á daginn að ráðherrann leit öðruvísi á málin,“ seg- ir Aðalheiður. Menntamálaráðherra stofnaði þrjá ráðuneytishópa til að vinna að aðgerðaáætlunum um mál- in í hvítbók, þar á meðal einn um læsi. Ráðuneytið handvaldi einstaklinga í hópana, allt ágætt fagfólk, en ekki var orðið við óskum KÍ um að koma að þessari vinnu með beinum hætti. Eina samráðið sem boðið var upp á fólst í að veita umsagnir um tillögur ráðuneytishópanna í gegnum sam- ráðshóp fulltrúa margra aðila, KÍ, há- skóla, sveitarfélaga, ASÍ, atvinnulífs- ins og fleiri. „Að okkar mati er þetta málamyndasamráð og í ósamræmi við það sem hvítbók leggur upp með. Við erum ósátt við þessa nálgun og verklagsaðferð því að kennarasam- tökin eru ekki bara einhver aðili úti í bæ. Við erum um 10.000 manns á öll- um skólastigum utan háskóla og fag- fólkið sem vinnur verkin á gólfinu,“ segir Aðalheiður ákveðin. Vantraust á fagstéttinni Talið berst að minnisblaðinu sem Menntamálastofnun birti um Byrj- endalæsi. Málið hefur verið afar um- deilt og svo virðist sem stjórnvöld hafi ekki trú á aðferðunum en margir hafa stigið fram og lýst góðri reynslu sinni af þeim. „Okkur finnst það sem kom- ið hefur frá Menntamálastofnun fela í sér vantraust á fagstéttina í skólum landsins og að hún hafi verið á villi- götum í sínu starfi. Stofnun sem þessi þarf mikið á því að halda að njóta trausts fagfólksins og þetta innslag er ekki góð byrjun á starfi nýrrar stofn- unar að okkar mati. Þegar hugsað er um sambærilegar stofnanir hjá hin- um Norðurlandaþjóðunum, til dæm- is í Noregi, þá er þar mikið lagt upp úr faglegu sjálfstæði og stöðu til að sinna faglegri leiðbeiningarskyldu á mörgum sviðum og gagnvart mörg- um aðilum og þar á meðal stjórnvöld- um. Í Noregi hefur reynt á þetta hlut- verk og stofnunin bent þarlendum stjórnvöldum á að tilteknar ákvarðan- ir séu að faglegu mati ekki réttar. Við erum mjög hugsi yfir því hvers konar menntapólitík er í uppsiglingu hérna,“ segir Aðalheiður. Gríðarleg samkeppni um frítíma barna „Skólasamfélagið leggur að sjálfsögðu mikla áherslu á lestur og við höfum haft áhyggjur af þessari þróun sem er að verða. Maður heyrir í ungmennum að þau lesa bara skólabækurnar en yndislesturinn er ekki eins algengur og hann var áður. Það helgast meðal annars að þeirri gríðarlegu samkeppni sem ríkir um frítíma ungmenna. Það er ótrúlega margt í boði í afþreyingu og tómstundum,“ segir Guðbjörg og bætir við: „Við höfum áður dalað í læsi en þá hefur kennarastéttin unnið gott starf við að snúa þróuninni við. Til þess að viðhalda því þarf að fá alla á sama band; börnin, foreldra, kennara og stjórnvöld. Einnig verður að hafa það í hug að námskráin er þétt setin af mikilvægum atriðum sem þarf einnig að sinna. Gríðarleg áhersla á læsi mun þýða minni áherslu á aðra mikilvæga þætti, það þarf að ákveða hvar eigi að skapa þetta rými.“ Fólk orðið læst með ýmsum aðferðum „Það hafa verið notaðar fjölmargar aðferðir áður fyrr, til dæmis stafaað- ferðin og hljóðaðferðin svo nokkrar séu nefndar. Við skulum ekki gleyma því að stór hópur fólks hefur orðið læs með öllum þessum aðferðum. Hins vegar er alltaf ákveðinn hópur sem á í erfiðleikum og sá hópur þarf aðra nálgun. Ég held að enginn kennari geti notað einhverja eina hreina ómeng- aða aðferð í dag. Kennarar leita ein- faldlega fanga víða. Það þarf að púsla þessu saman, hinn heilagi sannleik- ur er ekki til. Ég byrjaði full eldmóðs í kennslu og lagði af stað með sann- leikann að vopni en eftir nokkur ár er enginn einn sannleikur til,“ segir Guð- björg kímin. Mikilvægt að fagfólk hafi frelsi til að velja aðferðir „Við fögnum allri umræðu um skóla- mál og svona sáttmáli getur haft áhrif, þó það væri ekki til annars en að vekja umræðu og samstöðu um vel- ferð barna. Hins vegar lítur þetta ferli ekki vel út, stefnan kemur að ofan, án samráðs við fagfólkið, sem á síð- an að taka við þessu og framkvæma. Ég hefði haldið að meiri áhersla yrði lögð á sveigjanleika og virðingu fyr- ir fagþekkingu en mjög mikilvægt er að fagfólkið hafi frelsi til að velja að- ferðir samkvæmt faglegu mati, og að því sé treyst fyrir því,“ segir Ingibjörg. Hún segir mjög athyglisvert að fylgj- ast með umræðunni og hversu mjög sé einblínt á að einhver tiltekin að- ferð skili ekki árangri og að skólarnir séu ekki að standa sig. „Það verður að horfa á þetta í víðara samhengi. Sem dæmi má nefna að þegar hrunið varð og fjársvelti leikskólanna í kjölfarið þá var fjármagn til símenntunar skorið niður. Kennarastarfið er hins vegar í sífelldri þróun, ekki síst út af breyting- um í samfélaginu og tæknibreyting- um og því þarf að hlúa vel að þessum þætti og því má alls ekki gleyma að í leikskólunum þarf að vera vel mennt- að fagfólk en þar er grunnurinn lagð- ur,“ segir Ingibjörg. n Miðar hvítbókin á markmið skólastarfs? Í kraftmiklum pistli á heimasíðu Kennarasambands Íslands skrifar Ingileif Ástvaldsdóttir um hennar upplifun af umræðunni um Byrjendalæsi. Ingileif er skjólastjóri Þelamerkurskóla sem hefur stuðst við aðferðina. Í pistli sínum vísar Ingileif í ummæli breska skólamannsins Toby Salt, sem hefur mikla reynslu af ráðgjöf til breskra stjórnmálamanna í menntamálum. „Reynsla Toby Salt hefur sýnt honum að verkefni þeirra og aðgerðir séu oftar en ekki gerðar til að auka framgang þeirra í stjórnmálum fremur en að vinna að mark- miðum menntunar. Hann minntist á, að í slíkum verkefnum misstu menn sjónar af meginmarkmiðum skólastarfs. Toby Salt brýndi fyrir skólafólki að standa fast með fagmennsku sinni í ólgunni sem jafnan fylgir áherslubreytingum í menntamál- um,“ segir Ingileif. Hún lýsir yfir áhyggjum sínum af því að ýmis teikn séu á lofti um að farið verði eftir einni ríkisaðferð í lestrarkennslu og að verði það raunin óttast hún að aðgerðirnar missi sjónar á meginmark- miði náms og kennslu samkvæmt lögum og námskrá. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Varaformaður KÍ Aðalheiður Steingrímsdóttir ÞorMar ViGnir Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.