Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Qupperneq 17
Helgarblað 28.–31. ágúst 2015 Fréttir Erlent 17
úrval nýrra og
nýlegra sendibíla
Langur. Aukabúnaður: TREND pakki kostar 400.000
í umboði. Innifalið = Samlitir stuðara - Handfrjáls
búnaður - Hraðastillir - Kastarar - Loftkæling - Hiti í
framrúðu - Hiti í útispeglum - Leðurstýri og gírhnúi -
LED ljós í innréttingu. Dráttarkrókur 180.000,- Einnig :
Fjarstýrðar samlæsingar - Spólvörn - Stöðugleikakerfi.
okkar verð: 3.990.000 án vsk.
(4.947.600,- með vsk. ) Um 900.000 undir listaverði.
Ford TransiT CUsToM 2015
bíllinn er á staðnum á frábæru verði!
Hágæða hunda- og kattafóður
hátt kjötinnihald – ekkert kornmeti
Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is
sómasamlegra lífi. Eftir fyrsta árið í
herþjónustunni gangast íbúar undir
próf. Þeir sem standa sig vel fá þjálf
un til að verða kennarar, prestar eða
jafnvel fréttamenn hjá ríkisreknum
miðlum. Mehari, 22 ára, sem nú býr
á Ítalíu, vann sem kennari í Erítreu en
á næturnar var hún stundum kölluð
til að þjóna hernum. „Þeir gátu feng
ið mann hvenær sem er sólarhrings
ins til að, til dæmis, standa vörð við
byggingu. Það var mjög þreytandi.
Maður þurfti að skvetta vatni framan
í sig til að halda sér vakandi.“
Þora ekki út á götu
Í umfjöllun The Guardian kemur fram
að hópsamkomur séu með öllu bann
aðar í Erítreu. Komi fólk saman í hóp
um úti á götu hættir það á að verða
handtekið. Sögum flóttamanna ber
þó ekki saman hvað þetta tiltekna at
riði varðar. Sumir segja að íbúar, sér
staklega á strjálbýlum svæðum, séu
svo varir um sig að þeir láti helst ekki
sjá sig úti á götu. Aðrir segja að íbúar
séu afslappaðri og sögur um ógnar
stjórn séu ýktar. Blaðamaður sem flúði
landið árið 2012 segir að hann hafi oft
hitt vini sína, stundum tólf saman, og
þeir tjaldað saman á ströndinni án
þess að lögregla hefði nokkur afskipti
af þeim.
Hvað sem þessu líður eru yfirvöld
með fjölda útsendara á sínum snær
um og íbúar eru varir um sig í sam
skiptum við hver annan. „Vantraustið
á milli fólks er mjög mikið. Þú getur
ekki einu sinni treyst bróður þínum,“
hefur The Guardian eftir einum flótta
manni. Blaðamaðurinn, sem vill ekki
láta nafns síns getið, segir að íbúar séu
vissulega varir um sig en það sé ekki
alls kostar rétt að fólk geti ekki lifað
eðlilegu fjölskyldulífi.
Eftir að Erítrea fékk sjálfstæði var
dómskerfi sett á laggirnar en mis
vísandi fréttir hafa borist af því hvort
það sé enn við lýði eða hvort lögregla
handtaki fólk og setji í fangelsi án
dóms og laga. Omar, 27 ára, sem flúði
til Ítalíu, segir að hann hafi fyrst heyrt
af því þegar hann kom til Ítalíu að til
væri fræðigrein sem heitir lögfræði.
Welde Giorgis segir að glæpamenn –
eða þeir sem grunaðir eru um glæpi –
komi ekki fyrir dómara og geti því ekki
haldið uppi vörnum.
Þurfti að hætta tannlækningum
Þegar allt kemur til alls virðist lífið í
Erítreu ekki vera neinn dans á rós
um, allavega hjá þeim sem ekki til
heyra elítunni í höfuðborginni As
mara. Herþjónusta, ógnarstjórn og
fátækt eru helsti orsakaþátturinn
en einnig tilbreytingarsnauð tilvera.
Frjáls fjölmiðlun er bönnuð og eina
afþreyingar efnið sem hægt er að nálg
ast í sjónvarpi er áróðurskenndar frétt
ir frá ríkissjónvarpinu. Það er að segja
þegar rafmagnið fer ekki af eins og
gerist oft. Innan við eitt prósent lands
manna hefur aðgang að internetinu
og skemmtanir fyrir íbúa eru fáar sem
engar. Þá hafa íbúar fá tækifæri til að
byggja upp sómasamlegt líf. Frelsi
til að stofna fyrirtæki er lítið eins og
Sarah, sem lærði tannlækningar,
komst að raun um. Hún rak litla tann
lækningastofu samhliða störfum sín
um fyrir ríkið, eða allt til ársins 2010
þegar yfirvöld bönnuðu reksturinn.
„Frá árinu 2010 hefur öllu verið stýrt af
ríkinu,“ segir hún.
Besti möguleiki íbúa til að stofna
eigin rekstur er að opna litla matvöru
búð. En það er erfitt að skila hagnaði í
landi þar sem meirihluti íbúa býr við
fátækt og á varla fyrir mat. Til að létta
undir með íbúum gefa yfirvöld út svo
kallaða matarmiða. „En ef þú ert ekki
í náðinni hjá yfirvöldum færðu enga
matarmiða. Og ef þú færð enga matar
miða færðu ekkert að borða.“
„Bjargarlaus fórnarlömb“
Þeir sem The Guardian ræddi við í um
fjöllun sinni eru flestir á sama máli um
að auðvelt ætti að vera að breyta fyr
irkomulaginu í Erítreu til hins betra.
Dan Connell, blaðamaður sem fylgst
hefur náið með gangi mála í Erítreu
síðastliðin 40 ár, segir að einræðis
stjórn Afwerkis sé veikari nú en nokkru
sinni. Það sjáist meðal annars í aukn
um straumi flóttamanna frá landinu.
En hvað gæti tekið við? „Það er erfitt
að spá fyrir um það því það er engin
skipulögð stjórnarandstaða í landinu,“
segir Connell.
Yfirvöld í Erítreu hafa sjálf kennt
skipulögðum mansalshringjum um
flóttann frá landinu. Fyrr í sumar biðl
uðu yfirvöld meira að segja til Öryggis
ráðs Sameinuðu þjóðanna um aðstoð
í baráttunni gegn þessum hringjum.
Flóttamenn hafa aðra sögu að segja.
Welde Giorgis yfirgaf landið því hann
hafði ekki trú á kerfinu sem þar var við
lýði. Meðalmaðurinn í Erítreu er nú
„bjargarlaust fórnarlamb“ eins og hann
sjálfur orðar það. „Þess vegna erum
við að sjá þennan mikla fjölda flótta
manna frá Erítreu sem leggja líf sitt í
hættu í leiðinni. Margir deyja úr ofþorn
un í Saharaeyðimörkinni eða drukkna
í Miðjarðarhafi. Málið er að öllum er
sama. Erítrea er orðið að helvíti á jörðu
fyrir fólkið – þess vegna tekur það þessa
miklu áhættu. Það er ekki hægt að búa
þarna lengur.“ n
Erítrea í hnotskurn
n Erítrea er land á austurströnd Afríku, á
landamæri að Eþíópíu og Súdan. Landið er
117.600 ferkílómetrar að stærð.
n Íbúar eru um 6,5 milljónir. Tígrinja er
opinbert tungumál landsins.
n 40 prósent íbúa eru 14 ára eða yngri og
20 prósent á aldrinum 15 til 24 ára.
n Íbúar geta vænst þess að verða tæp-
lega 64 ára. Karlar 61 árs en konur 66 ára.
n Landið ver þremur prósentum af lands-
framleiðslu sinni til heilbrigðismála sem er
með því minnsta sem gerist í heiminum.
n Áætlaðar skuldir ríkisins námu 101,3
prósentum af landsframleiðslu árið 2014.
n Verðbólga í landinu var 12,3 prósent
árið 2014.
n Árið 2014 voru fluttar út vörur að verð-
mæti 573 milljóna dala, gull þar á meðal.
Pólitískir fangar í Erítreu
Ófáir Erítreumenn, eða ríflega tíu þúsund, hafa verið hnepptir í varðhald án dóms og
laga síðan Afewerki forseti komst til valda. Talið er að fjöldinn nemi allt að tíu þúsund-
um. Margir þeirra eru blaðamenn sem voru handteknir árið 2001 þegar frjáls fjölmiðlun
var bönnuð. The Guardian tók saman lista yfir nokkra þekkta blaðamenn sem hafa verið
á bak við lás og slá síðan.
Amanuel Asrat
Asrat hafði getið sér gott orð sem ljóðskáld og menningar-
blaðamaður. Hann var ritstjóri menningarblaðsins Zemen og
var mjög virtur sem slíkur. Ljóð hans fjölluðu oft um daglegt
líf, stríð, frið og smælingja. Asrat var handtekinn á heimili
sínu að morgni 23. september 2001 þegar ritstjórar allra
sjálfstæðra fjölmiðla voru handteknir. Eftir því sem næst
verður komist er hann enn í haldi í öryggisfangelsinu Eiraeiro,
norður af höfuðborginni Asmara.
Seyoum Tsehaye
Tsehaye var handtekinn eftir að hafa fjölmörgum sinnum
birt gagnrýna umfjöllun í dagblaðið Setit. Eftir því sem
næst verður komist er Tsehaye, sem var 49 ára þegar hann
var handtekinn árið 2001, enn á lífi í Eiraeiro-fangelsinu.
Hann starfaði áður fyrir yfirvöld en eftir að hafa skrifað
með gagnrýnum hætti um þær áskoranir sem biðu íbúa
Erítreu eftir sjálfstæðisbaráttuna var hann handtekinn.
Medhanie Haile
Haile er lögfræðimenntaður en starfaði einnig sem íþrótta-
fréttamaður. Hann var talsmaður þess að lögum og reglu
yrði komið á í landinu. Hann var handtekinn á vinnustað
sínum, dómsmálaráðuneyti Erítreu, í september 2001.
Haile var talsmaður lýðræðis og frjálsrar fjölmiðlunar
sem hann sagði að væri grundvöllur þess að búa í upp-
lýstu samfélagi. Talið er
að Haile hafi látist í fangelsi.
Joshua Yohannes
Yohannes var leikskáld, ljóðskáld og blaðamaður.
Hann var meðstofnandi fyrsta sjálfstæða dagblaðs
landsins, Setit, sem naut talsverðra vinsælda í Erítreu.
Yohannes var vel liðinn, duglegur og áreiðanlegur. Hann
var handtekinn í september 2001 en talið er að hann hafi
látist í fangelsi árið 2006 eða 2007.