Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Síða 43
Helgarblað 28.–31. ágúst 2015 Lífsstíll 35 Híbýlafræðingurinn Kristín I nnanhússhönnun er fremur nýtt hugtak á Íslandi þó að flest þekkjum við það í dag. Ekki hef- ur þessi starfsstétt þrifist lengi á Íslandi en þó er hún búin að festa rætur sínar vel, en árið 1947 sneri fyrsti íslenski námsmaðurinn heim eftir að hafa klárað háskóla- nám erlendis í innanhússarkitektúr. Það var Kristín Guðmundsdóttir, sem þá aðeins 24 ára gerðist frum- kvöðull á sínu sviði hér á landi. Fjór- um árum fyrr hafði Kristín lagt land undir fót og ferðast alla leið til New York og síðar Chicago til að mennta sig. Hún varpaði meðal annars fram sínum hugmyndum um skipulagða nýtingu rýma með tilliti til fagur- fræði og litasamsetningar. Með þessu leiðbeindi hún Íslendingum í átt að nýjum lífshátt- um. Á þessum tímum var gróska í arkitektúr og húsgagnahönnun hér á landi og tóku fræðimenn vel á móti Kristínu og þeirri þekkingu sem hún bætti við umræðuna. Aðrir tímar Það kemur kannski ekki á óvart, miðað við þá tíma er Kristín sneri heim að námi loknu, að hún lagði mikla áherslu á eldhúsið í sinni vinnu. Hún horfði á eldhús sem vinnustað kvenna, og því var þörf á afar hagkvæmri eldhúsinnréttingu og skipulagi svo hægt væri meðal annars að auðvelda vinnu og spara tíma. Kristín, sem augljós- lega var að skapa nýtt starfsheiti á Íslandi titl- aði sjálfa sig sem híbýla- fræðing og fannst það lýsandi fyrir menntun sína. Það var erfitt að selja vinnu sína sem slík, enda ný og óþekkt þjónusta hér- lendis og oft skömmuðust húsmæður sín fyrir að biðja Kristínu um að- stoð. Þá var hún stund- um ráðin af vel efnuðum húsfreyjum án þess að bændur þeirra vissu af. Vegna þessa barst orðið ekki nógu fljótt á milli manna og gekk erf- iðlega fyrir Kristínu að koma sér upp sjálfstæð- um rekstri sem híbýla- fræðingur. Andstætt því sem tíðkast í dag var arkitektastéttin afar karllæg og lítið rými fyrir konur og endurspeglaðist það í launakjörum. Kristín giftist arkitektinum Skarp- héðni Jóhannssyni og það var að- allega í húsum sem hann teiknaði sem verk hennar skutu upp kollin- um og teiknaði hún fjöldann allan af innréttingum í rými hans. Hins vegar er sjaldan minnst á hana í bókum þar sem fjallað er um verk Skarphéðins, en þar er samt oft minnst á sérstaklega vel heppnuð eldhús og þvottahús! Hugað að hlutverki herbergis Ekki hafði áður ver- ið hugsað jafn heild- rænt um rými á íslensk- um heimilum og kenndi Kristín öðrum hvern- ig ætti að nýta form, liti, lýsingu og skipulag til að bæta rými. Þessi skipulagning kom Ís- lendingum á nýjan stað í byggingarlist. Miklar tæknibreytingar urðu á íslenskum heimilum og á eftirstríðs- árunum fóru að dúkka upp ýmis heimilistæki sem áður þekkt ust ekki. Kristín lagði því ríka áherslu á byggingu innréttinga með tilliti til þessara tækja sem voru eins og himnasending til húsmæðra. Það var margt gott á bandarísk- um heimilum sem Kristín dáðist að. Rúmgóð alrými í stað hólfaðra rýma í eldhúsi heilluðu hana til dæmis því þá varð húsmóðirin aldrei út- undan. Einnig þótti henni afar gott skápapláss og rúmgóðar vistarverur á bandarískum heimilum og nýtti þessi atriði sem innblástur í verk sín hér heima. Híbýlafræðingur heiðraður Innanhússhönnun er viðurkennd starfsstétt á Íslandi og í nokkra ára- tugi hafa fleiri konur sótt í hana en karlar. Nú hefur Hið íslenska bók- menntafélag gefið út veglega bók um okkar fyrsta innanhússarkitekt, Kristínu Guðmundsdóttur. Í bók- inni má finna yfirlit verka Kristín- ar, en því miður er búið að rífa nið- ur mörg verk hennar. Nokkur standa þó enn og sum nánast uppruna- leg. Bókinni er ritstýrt af Halldóru Arnardóttur, en að auki skrifa Vigdís Finnbogadóttir, Katerina Ruedi Ray, Elísabet V. Ingvarsdóttir og Javier Sanchez Merina kafla í bókinni. Bókin er prýdd glæsilegum ljós- myndum eftir David Frutos. n n Fyrsti íslenski innanhússarkitektinn n Frumkvöðull á sínu sviði á Íslandi Hönn- unar- Horn Kolfinna Von Arnardóttir kolfinna@artikolo.is Frétt úr Tímanum frá apríl 1950 Eins og sjá má á þessari grein er innanhússarkitekt úr eða „híbýlafræði“ barn síns tíma. Braut blað Út er komin vegleg bók um Kristínu Guðmunds- dóttur, fyrsta innanhússarkitekt Íslendinga. Smart föt fyrir smart konur Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464 Stærðir 38-54

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.