Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 19.02.2016, Page 4

Fréttatíminn - 19.02.2016, Page 4
 Hið almenna viðhorf til vísinda- mannsins er karl í hvít- um slopp en ekki kona með barn á brjósti. Auður Magnúsdóttir Konur eru í meirihluta í háskólanum en fá ekki stöðurnar Konur urðu fleiri en karlar á háskólastigi um miðjan 9. áratuginn og eru nú um 2/3 háskóla- nema. Kerfisbundið brottfall kvenna milli stiga hefur verið nefnt „leaky pipelines“ því konur skila sér í minna mæli en karlar í háskólakennslu. 26% prófessora eru konur 4 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016 Flóttamenn Formaður allsherjarnefndar vill upplýsingar um verklag við brottvikningu Þingkona segir þetta meira en hún geti þolað „Ég er þakklátur fyrir stuðninginn frá Íslendingum, núna veit ég að ég er ekki einn. Ég er hamingjusamur í dag,“ segir Christian Kwaku Boadi frá Gana. Hætt var við að flytja fjóra hælisleit- endur til Ítalíu aðfaranótt fimmtu- dags, eftir að mótmæli voru skipu- lögð við heimili þeirra. Unnur Brá Konráðsdóttir, formað- ur allsherjarnefndar, segist ætla að óska eftir upplýsingum um hvernig að málinu var staðið að hálfu Útlend- ingastofnunar. „Þetta eru ómanneskjuleg vinnu- brögð,“ segir Sigríður Ingibjörg Inga- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar. „Ég held að íslensk stjórnvöld hafi áttað sig á því að það yrði allt brjálað ef þetta gengi eftir. Þetta er allavega út yfir það sem ég þoli. Það held ég að eigi við um fleiri.“ Hún minnir á að Ólöf Nordal inn- anríkisráðherra hafi ætlað að skoða ástandið í flóttamannamálum á Ítalíu, í Grikklandi og Ungverjalandi. Lög- fræðingur tveggja mannanna hafi ekkert heyrt af slíkri rannsókn, hvað þá þeir. Unnur Brá segir hinsvegar að matið VW Up! frá aðeins: 1.790.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Yfir 200 konur mættu á stofnfund Félags kvenna í vísindum síðastliðinn fimmtudag. Auður Magnús- dóttir lífefnafræðingur segir karla pota ungum körlum í réttu stöðurnar. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Það er greinilega mikil þörf á þess- um félagsskap. Persónulega átti ég von á svona 20 konum en það mættu yfir 200,“ segir Auður Magnúsdóttir, lífefnafræðingur hjá Íslenskri erfða- greiningu, um stofnfund hins ný- stofnaða Félags kvenna í vísindum. Félagið á að stuðla að því að kon- ur í vísindum myndi sterk og var- anleg stuðnings- og tengslanet en skortur á þeim er talin vera ein af orsökum kynjahallans í vísindum. Auður segir fjölda kvenna hafa stigið fram á fundinum til að lýsa þungum áhyggjum af stöðunni. „Við fáum færri stöður og minni styrki en það er ekki eitthvað eitt sem hægt er að benda á. Þetta eru ofboðslega mörg lítil atriði sem þrýsta konunum út í eitthvað ósýnilegt horn. Við bara sjáumst ekki. Við vitum vel hver staðan er, því við höfum tölfræðina með okkur, en það er rosalega gott að finna samstöðu og hún var svo sannarlega til staðar á fundinum.“ „Hið almenna viðhorf til vísinda- mannsins er karl í hvítum slopp en ekki kona með barn á brjósti. Ástandið hjá okkur í íslenskri erfða- greiningu er samt gott enda eru kon- ur í meirihluta í yfirstjórninni,“ segir Auður sem hefur mikil samskipti við fræðasamfélagið og önnur fyrirtæki Jafnréttismál Hrósi ausið yfir ungu karlana Konur í vísindum eru ósýnilegar Katrín Júlíusdóttir hefur lýst því yfir við flokksmenn að hún ætli að hætta í stjór- nmálum og sækist ekki eftir endurkjöri í næstu kosning- um. Þetta gerir hún í tilefni af því að skorað hefur ver- ið á hana að gefa kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. „Ég hef hins- vegar tekið þá ákvörðun að sækjast ekki eftir endur- kjöri í næstu alþingiskosn- ingum og þar af leiðandi mun ég ekki bjóða fram krafta mína til frekari forystustarfa fyrir Samfylkinguna,“ segir Katrín í orðsendingu til f lokksmanna á Facebook. Áfengisframleiðandinn Pernod/ Ricard bauð tveimur starfsmönn- um Fríhafnarinnar á EM í fótbolta í sumar. Framkvæmdastjóri Fríhafn- arinnar lagði blátt bann við ferðinni og segir slíkt ekki samræmast siða- reglum fyrirtækisins. „Við þiggj- um ekki svona ferðir,“ segir Þor- gerður Þráinsdóttir. „Starfsmenn mega þiggja kvöldverð af viðskipta- vinum, ef það felur ekki í sér ferðir eða gistingu. Þeir mega hinsvegar ekki þiggja gjafir, nema litlar hefð- bundnar tækifærisgjafir kringum jól eða vörukynningar.“ Þorgerður segir að slík boð berist stundum frá stórum vínumboðum, því þau styrki oft íþróttaviðburði, sem verið sé að bjóða á. Þeim sé alltaf svarað á sömu lund. | þká í sínu starfi. Hún segist oft upplifa það hvernig komið er öðruvísi fram við vísindakonur en karla. „Þeir sem eru hærra settir eru miklu dug- legri að ausa hrósi yfir ungu karlana og pota þeim inn á réttu staðina á meðan konurnar virðast vera ósýni- legar, þrátt fyrir að vera jafn hæfar eða hæfari.“ Auður Magnúsdóttir, sameindalíffræðingur og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, er í stjórn hins nýstofnaða Félags kvenna í vísindum. liggi fyrir, það hafi verið kynnt í alls- herjarnefnd eftir áramótin. Menn- irnir hafa búið hér í þrjú til fjögur ár og stunda hérna vinnu og nám. „Það er eins og íslensk stjórnvöld líti á það sem skyldu sína að vísa þessu fólki burt,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Þótt það sé að vinna hér og aðlagist ís- lensku samfélagi vel." Í tilkynningu frá Útlend inga stofn- un segir að sann girn is sjón ar mið, meðal hóf og vönduð stjórn sýsla hafi orðið til þess að ákveðið var að fresta flutn ing um þar til kær u nefnd út lend- inga mála hefði tekið af stöðu til end- urupp töku mál anna. | þká Idafu Onafe Oghene á íslenska kærustu. Hann er á þriðju önn í námi í Tækniskólanum. Christian Kwaku Boadi vinnur sem aðstoðarkokkur á Lækjarbrekku. Martin Omolu er samkynhneigður og flúði heimaland sitt vegna ofsókna á grundvelli kynhneigðar sinnar. Fá ekki að fara á EM Katrín hættir í stjórnmálum Katrín Júlíus- dóttir, varafor- maður Sam- fylkingarinnar. Starfsmenn Fríhafnarinnar mega þiggja kvöldverð af við- skiptavinum, ef það felur ekki í sér ferðir eða gistingu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, kallaði eftir endurnýjun í forystusveit flokksins á flokksráðsfundi um síðustu helgi. Katrín Jakobsdóttir sagði að VG hefði verið að endur- nýja stefnuna og endurmeta gildi sín. Hún væri ánægð með niðurstöðuna en það þyrfti að skoða í framhaldinu hvernig þess þessi stefna fái sem mestan hljómgrunn. Unga fólkið vilji gjarnan láta meira að sér kveða þótt reynsla og nýtt fólk þurfi að fylgjast að. „Grasrót flokksins vill gjarnan sjá flokkinn upp- skera meira í skoðanakönnunum og ná meiri ár- angri,“ segir Katrín. „Það er því nauðsynlegt að hver og einn í forystusveit flokksins, sem samanstendur að mestu af reynsluboltum, íhugi hvort hann sé rétta manneskjan til að framfylgja stefnunni.“ Katrín segir í samtali við Fréttatímann að enn sem komið er hafi hún ekki fengið nein viðbrögð. | þká | þká Stjórnmál Grasrótin vill sjá flokkinn uppskera meira Katrín Jakobsdóttir kallar eftir endurnýjun í forystusveit VG Katrín Jakobsdóttir vill endurnýja í liðinu.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.