Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 19.02.2016, Side 10

Fréttatíminn - 19.02.2016, Side 10
 Mér fannst ég sjá pabba alls staðar og vildi ekki trúa því að hann væri horfinn. Ég saknaði hans svo innilega og ég fékk ekki einu sinni að kveðja hann. Það kemur kannski ekki á óvart að hann sitji nú á Litla-Hrauni með tugi dóma á bakinu. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Óðinn Valgeirsson er 75% öryrki og hefur í tvígang hlotið alvarlega heilaskaða. Hann hefur nokkrum sinnum reynt að svipta sig lífi og er enn með áverka eftir þær tilraunir. Hann er laskaður á líkama og sál og þegar við ræðum saman lýsir hann heiftarlegum fráhvörfum sem daglegu lífi á Litla-Hrauni. Hann hefur framið svo marga smáglæpi að hann hefur enga tölu á þeim. Í þetta sinn situr hann inni fyrir frelsissviptingu á ungri konu, inn- brot í apótek og á hótel. Eftir að hann var settur inn fékk hann viðbótardóm fyrir fjölmörg búða- hnupl. Hann heldur að þetta sé í sjötta sinn sem hann situr af sér á Hrauninu. En upphafið af þessum ógöngum Óðins rekur hann til hvarfs föður síns. Þegar lífið tók óvænta stefnu. Fyrstu ár ævinnar bjó Óðinn í Grafarvogi með móður sinni, Unni Millý Georgsdóttur, og eldri systur sinni. „Hann var einstaklega lífs- glatt og athafnasamt barn. Vel gefinn og forvitinn um alla hluti. Krafturinn í honum var rosalegur og hann lét sér aldrei leiðast. Hann var samt ekki til vandræða og hefði líklega ekki verið talinn ofvirkur,“ segir systir hans. Á þessum tíma var Grafarvogur að byggjast upp og fjölskyldufólk úr hinum ýmsu áttum settist þar að. „Fjölmargir fluttu þangað úr Breið- holtinu. Sumar fjölskyldur, sem höfðu verið í félagsíbúðum í langan tíma og voru með einhverjum hætti fastar í kerfinu, fengu forkaups- rétt á raðhúsum í hverfinu sem auðveldaði þeim að koma undir sig fótunum. Þetta var svolítið gott úrræði og raunveruleg hjálp. Það voru því rosalega margir krakkar að koma nýir inn í hverfið á sama tíma,“ segir hún. Líf Óðins var ekki ósvipað lífi annarra barna í hverfinu og stundum fór fjölskyldan í útilegur og veiðiferðir. Óðinn á góðar minn- ingar frá þessum tíma og gleymir aldrei hvað honum þótti gaman að fara til pabba síns um helgar. „Hann var rosalega flottur karl og helgarnar með honum voru al- gjört ævintýri. Ég elskaði hann svo mikið og mér þótti mjög vænt um þessar stundir. Samt var eins og ég hafi skynjað að tími okkar væri naumur,“ segir Óðinn. Sumarið áður en Óðinn átti að byrja í skóla, árið 1994, komu lög- reglumaður og prestur að heim- sækja hann. „Þeir sögðu að þeim þætti leiðinlegt að tilkynna mér að pabbi minn hefði horfið sporlaust og að það væri út af einhverjum fíkniefnum. Fyrir sjö ára krakka voru þetta óskiljanlegar upplýs- ingar. Mig langaði bara að vita hvað fíkniefni væru. Svo beið ég eftir því að pabbi kæmi aftur.“ Skömmu áður hafði faðir hans, Valgeir Víðisson, yfirgefið heimili sitt um miðja nótt og aldrei skilað sér aftur. Valgeir hafði átt við fíkni- vanda að stríða og hlotið dóma fyrir minniháttar glæpi sem raktir voru til neyslu hans. Lögregluna grunaði að hann skuldaði peninga og að óvildarmenn hans hefðu átt þátt í hvarfinu. Óðinn vissi ekkert um þetta fyrr en hann sá forsíður blaðanna. Varð fjölmiðlamatur Hvarf Valgeirs varð vendipunktur í lífi Óðins. „Það fór allt úr skorðum. Við urðum fjölmiðlamatur í margar vikur og málið var stanslaust til umfjöllunar. Það voru allir að tala um þetta en enginn gerði neitt,“ segir systir hans. Sögurnar fóru á kreik í hverfinu og krakkarnir fóru ekki varhluta af þeim. Móðir hans lýsir því að Óðinn hafi orðið fyrir einelti og man eftir krökkum sem hjóluðu að húsinu þeirra til að kíkja á gluggana. „Þau sögðu mér að pabbi minn væri dópisti og ég ætti eftir að verða það líka,“ segir Óðinn. „DV skrifaði til dæmis að Valgeir hefði verið sprautufíkill og for- eldrar í hverfinu vildu ekki leyfa börnunum sínum að vera í kring- um okkur eftir það. Inn á heimilinu var auðvitað reynt að vernda okkur fyrir þessu en þú getur ímyndað þér hvernig honum leið að heyra svona um pabba sinn,“ segir systir Óðins. Til stóð að Óðinn byrjaði í grunn- skóla haustið eftir hvarf Valgeirs en þangað fór hann aldrei. Hann var vistaður á Barna- og unglingageð- deildinni á Dalbraut, þar sem hann látinn verja mest öllum tíma næstu árin. „Ég var bara lokaður inni,“ segir Óðinn. „Ég vildi auðvitað bara vera hjá mömmu. En hún var einstæð og þeir gáfu henni ekkert val, hún varð að gera það sem þeir sögðu.“ Móðir hans og systir segja svipaða sögu. Þess hafi verið krafist að Óð- inn yrði vistaður á Dalbraut, aðeins örfáum dögum eftir hvarf Valgeirs. „Þeir sögðust vilja veita mér áfallahjálp en það var ekki það sem ég fékk. Ég fékk sautján eða átján mismunandi greiningar og alls- konar lyf. Mér leið hræðilega og var brjálæðislega reiður og sorgmædd- ur. Ég viðurkenni alveg að ég var mjög óþekkur krakki en ég hefði þurft einhverja andlega hjálp.“ Óðinn segist meðal annars hafa verið greindur ofvirkur og hvatvís með mikinn athyglisbrest. „Kannski var það allt rétt en ég held ég hafi ekki orðið svona fyrr en eftir áfallið. Ég kunni ekkert að díla við þetta. Læknarnir dældu í mig lyfjum, gáfu mér rítalín og róandi til skiptis og ég fékk ábyggilega hálft pilluglas, nokkrum sinnum á dag. Ég var bara útúrdóp- aður krakki.“ Greindur í gegnum síma Móðir Óðins og systir upplifðu ástandið með svipuðum hætti og þeim fannst læknarnir gefa honum óheyrilegt magn af lyfjum. Þær segjast báðar margoft hafa heim- sótt hann á Dalbraut þar sem hann var bæði dofinn og stjarfur af lyfja- gjöf. „Ef hann sýndi einhverjar eðli- legar tilfinningar, varð reiður eða æstur, þá var enginn sem settist niður með honum og veitti honum það sem hann þurfti. Honum var alltaf hent inn í „pullu“,“ segir syst- ir hans og á við bólstrað herbergi á geðdeildinni. Móðir hans minnist þess ekki að nokkur ráðgjafi eða meðferðarfulltrúi hafi fylgt honum eftir í lengri tíma. „Það voru stöð- ugt nýir læknar og nýjar skýrslur Hvarfið á pabba var uppHaf ógæfunnar Þegar Valgeir Víðisson hVarf Var Óðinn, sjö ára sonur hans, tekinn af mÓður sinni og Vistaður á geðdeild. Þar fékk hann allskyns greiningar og lyf en hVorki ást né umhyggju. hann fékk nánast enga skÓlagöngu og Var ÞVælt á milli stofnana og misjafnra manna í sVeitum landsins. „Þeir sögðust vilja veita mér áfallahjálp en það var ekki það sem ég fékk. Ég fékk sautján eða átján mismunandi greiningar og allskonar lyf,“ segir Óðinn. 10 | fréttatíminn | helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016 Tryggingastofnun Laugavegi 114 | 105 Reykjavík Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is Meðlag Umsækjendur um meðlag, vinsamlegast athugið að umsóknir um meðlag verða eingöngu afgreiddar rafrænt í gegnum Mínar síður á www.tr.is eftir 1. mars 2016.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.