Fréttatíminn - 19.02.2016, Side 16
sem hann hyggst koma undir
sig fótunum og leggja eitthvað að
mörkum til samfélagsins.
Forréttindi að vinna
Þráinn vill vita hvort Geir hafi
öðlast einhver réttindi á meðan
hann afplánaði dóm í fangelsinu í
Bandaríkjunum. „Nei, engin rétt-
indi. Það þóttu mikil forréttindi að
fá að stunda vinnu og ég upplifði
það þannig líka. Það var algjörlega
nauðsynlegt fyrir mig sem var að
afplána svona langan dóm, að hafa
eitthvað að gera. Ef maður hefur
ekkert að gera, gerir maður eitt-
hvað af sér. Mér finnst nauðsynlegt
að það séu einhverskonar úrræði
sem menn geta tekið þátt í dag-
lega, ekki bara einu sinni í viku.
Það verður að vera rútína.“
Geir var einn af þrjú þúsund
föngum í Greensville fangelsinu.
Til samanburðar eru um það bil
160 fangar á Íslandi í dag.
„Við vorum vaktir og taldir á
hverjum morgni klukkan 5.45 og
aftur klukkan ellefu á kvöldin. Þess
á milli gátu menn gert það sem þeir
vildu og það er vandamálið. Það er
alltof mikill tími aflögu. Námið var
takmarkað og bara fyrir þá sem eru
35 ára og yngri og að ljúka síðustu
tveimur árum í afplánun. Ég gat
hinsvegar greitt fyrir mitt nám
sjálfur og gat því byrjað aðeins fyrr
að stunda það.“
Fangar ragir við að skrifa
Margrét útskýrir að fangar á Litla-
Hrauni þurfi ekki að greiða fyrir
menntaskólanám. „En ef menn
vilja stunda háskólanám þurfa þeir
að borga fyrir það sjálfir. Vandinn
er að stór hluti fanga flosnaði upp
úr námi 12-13 ára gamlir og þess
vegna þyrftum við að geta veitt
þeim sérkennslu. Mjög margir eru
ólæsir og óskrifandi og eiga erfitt
með að setjast á skólabekk,“ segir
Margrét.
„Þetta þekki ég alveg,“ segir
Geir. „Þeir voru margir í fangels-
inu með mér sem hvorki kunnu að
lesa né skrifa.“
„Flestir eru að glíma við einhver
vandamál, lesblindu, ADHD, eða
aðrar raskanir sem aftra þeim að
einhverju leyti. Þeir hafa kannski
aldrei átt séns á að stunda nám eða
vinnu. Ég sé það þegar þeim er gef-
inn kostur á að skrifa athugasemdir
við áminningar eða eitthvað slíkt.
Langfæstir nýta sér það. Marga
skortir sjálfstraust í að koma frá sér
skrifuðum texta og eru hræddir við
að skrifa eitthvað rangt. Þeir sleppa
því frekar,“ segir Þráinn.
Margrét segir það algengt að
fangar á Litla-Hrauni upplifi í
fyrsta sinn á ævinni inni í fang-
elsinu að ná einhverju prófi. „Að
komast yfir þann þröskuld er ofsa-
lega stórt skref. Það gefur þeim
ákveðið sjálfstraust og þess vegna
er ég sannfærð um að námið sé
lang, lang besta úrræðið í fangels-
inu.“ Þráinn tekur undir það.
Fyrirtæki vilja gefa föngum séns
Hann bendir á að það sé stór hluti
af starfi hans að vera hálfgerður
atvinnumiðlari. „Ég er stöðugt í
sambandi við fyrirtæki til að reyna
að skaffa mönnum, sem eru komn-
ir á Vernd, vinnu. Ég finn ekkert
nema velvilja og skilning hjá for-
svarsmönnum fyrirtækjanna. Það
er ekki vandamál að finna vinnu-
staði sem eru tilbúnir til að gefa
mönnum séns. Stundum hringja
fyrirtækin meira að segja til mín
og spyrja hvort það sé einhver
laus. Mér hefur bara ekki fundist
neitt mál að finna tækifæri fyrir
þessa menn. Þeir þurfa hinsvegar
sjálfir að hringja og teygja sig eftir
vinnunni og vinna undir ströngum
skilyrðum. Þeir eiga að mæta á
réttum tíma á hverjum degi og það
er fylgst með því sem þeir gera.
Þetta getur verið mjög íþyngjandi.
Auðvitað væri miklu þægilegra
að vera bara inni í fangelsi og fá
að sofa út. Sumir eru ragir við að
sækja um vinnu vegna þess að þeir
treysta sér ekki í svona ábyrgð og
hafa kannski ekki mikla reynslu
af því að lifa svona rútíneruðu lífi.
Mér finnst stundum eins og það
sé búið að draga allar tennur úr
mönnum, þá vantar allan vilja, og
sjálfsvirðingu til að takast á lífið.
Þeir eru bognir og hafa litla trúa á
að þeir geti bætt sig,“ segir Þráinn.
„Það er erfitt að koma mann-
eskju af stað eftir að hafa verið
sitjandi í langan tíma. Þess vegna
finnst mér vanta úrræði svo menn
læri að koma sér af stað. Það er
ekki nóg að fara kenna mönnum
að vinna og svona rétt áður en þeir
fara út. Þetta ætti að gera um leið
og þeir koma inn. Því eins og við
vitum þá hafa fæstir sem koma inn
í fangelsin verið að læra eða vinna.
Það þarf að byrja að vinna með
þá strax og þeir koma inn, annars
halda þeir áfram á sömu braut og
áður. Að hangsa og láta tímann
líða án þess að gera neitt upp-
byggilegt,“ segir Geir.
Lífsviðhorfsbreytingin kom
Geir hefur áður lýst erfiðum að-
stæðum í fangelsinu þar sem hann
dvaldi. Næringargildi matarins
hafi verið lítið, honum var kalt og
aðstæðurnar að öllu leyti harð-
neskjulegri en í íslenskum fang-
elsum.
Margrét segir lífsviðhorf Geirs
aðdáunarvert, að hann líti fram-
tíðina björtum augum eftir að
hafa setið svona lengi í fangelsi við
þessar aðstæður. „Það er ekkert
sem stoppar mig lengur í því að
lifa góðu lífi. Ég er búinn að af-
plána minn dóm og er búinn að
klára þennan kafla í lífi mínu. Ég
get skapað mér gott líf og öðlast
allskonar réttindi hér á Íslandi,
eins og aðrir,“ segir Geir. „Hugur-
inn er augljóslega engin hindrun
hjá þér,“ segir Þráinn. „Og ég hitti
oft menn sem hafa fengið svona
lífsviðhorfsbreytingu. Það er akk-
úrat það sem Geir hefur öðlast.
Hann er að halda áfram og ekkert
að velta sér uppúr því sem er búið.
Það er það sem hjálpar honum.“
Aðspurður um hvort það séu
svona tilfelli sem gera vinnuna á
Vernd gefandi, svarar Þráinn; „Já,
að mörgu leyti. Ég hef verið lengi í
þessu og það er enn mikill eldmóð-
ur í mér, að toga menn áfram og
benda þeim á leiðir út í lífið. Það
er einhver hvati á bak við þetta hjá
mér. En það er einstaklega gaman
að heyra Geir lýsa sínu viðhorfi,
hann hefur afplánað miklu lengur
en þeir sem sitja lengst hér heima.
Það gerist oft að menn öðlist svona
lífsviðhorfsbreytingu einhvers
staðar á leiðinni.“
„Mér finnst hún gerast mest hjá
þeim sem fara í nám. Þeir sem
klára stúdentsprófið og fara í há-
skólanám, ná því markmiði og sjá
möguleikana á að skaffa sér vinnu.
Það er ómetanlegt að fylgjast með
sjálfseflingu manna sem fara þá
leið,“ segir Margrét og Geir tekur
undir. „Fyrir mitt leyti var námið
í fangelsinu algjörlega æðislegt. Þá
loksins gat ég sagt við fjölskylduna
mína og vini að ég hafi gert eitt-
hvað sem ég var stoltur af. Það var
frábær tilfinning. Þó ég hafi bara
farið í tveggja ára nám þá var það
byrjun og nú get ég haldið áfram.“
Bruggaði landa í fangelsinu
Geir segir vendipunktinn hafa
komið eftir þrjú dapurleg ár í fang-
elsinu. „Þegar ég fór inn varð ég
mjög þunglyndur og fannst líf mitt
vera búið. Mér fannst erfitt að kom-
ast í gegnum þetta og hélt áfram á
sömu braut og áður en ég kom inn.
Ég bruggaði landa í fangelsinu og
var áfram partur af klikkaða samfé-
laginu. Eftir þrjú hræðileg ár áttaði
ég mig og uppgötvaði að ef ég héldi
áfram yrði ég ekki að betri manni.
Ég var ósáttur við sjálfan mig og
fann að ég varð að gera eitthvað í
mínum málum. Ég vissi að ég gæti
það ekki einn svo ég leitaði ég til
guðs. Ég fór að biðja reglulega til
guðs um hjálp og öðlaðist við það
einhverskonar innri frið. Ég las
mig til um kristna trú og lagði mig
allann fram um að reyna að skilja
út á hvað hún gengur. Það hljómar
örugglega skrítið í eyrum margra
en trúin varð mín hjálp.“
Þráinn bendir á að vímuefna-
neysla í fangelsunum sé helsta
hindrunin fyrir því að menn öðlist
svona viðhorfsbreytingu. „Á meðan
menn eru í neyslu skiptir engu máli
hversu oft þeim er rétt hjálparhönd,
þeir eru innilokaðir í svartnætti.“
Margrét segir að meðferðarúr-
ræðið sem hafi verið í boði á Litla-
Hrauni í nokkur ár, sé frábært og
16 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016