Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 20
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS EDINBORG flug f rá 9.999 kr. jú l í - október * FRANKFURT flug f rá 12.999 kr. jún í * BERLÍN flug f rá 9.999 kr. mars - maí * PARÍS flug f rá 9.999 kr. mars - apr í l * BRISTOL flug f rá 9.999 kr. maí - jún í * WOW ALL A LEIÐ! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. milliliðalaust en ekki fengið. Upplýsingarnar eru hins vegar ekki til að fyrirskipan Borgunar. „Ég þekki ekki samskiptin um þetta en ég veit ekki til annars en að gagna- herbergjum sé bara alltaf lokað,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, í samtali við Frétta- tímann. – Í ljósi þess að salan var enn til umfjöllunar fjölmiðla í mars 2015, og til athugunar eftirlitsstofn- ana, hefði þá ekki verið eðlilegast að halda gagnagáttinni opinni? „Ég veit ekki betur en að það sé algjör- lega staðlaður framgangsmáti að loka gagnaherbergjum. Það er að eyða þeim. En gögnin eru öll til staðar og listar um það sem þangað fór inn og hverjir fengu aðgang að.“ – Þessi tímasetta og sjálfvirka að- gangsskráning er farin og þið eigið ekki afrit af henni eða hvað? „Nei.“ Forsvarsmen Azazo vildu ekki tjá sig þegar Fréttatíminn leitaði til þeirra. Íhuga að rifta sölunni Bankastjóri Landsbankans sagði í Kastljósi í upphafi vikunnar að til skoðunar væri að rifta sölunni á Borgun og leggja fram kæru vegna málsins. Ekki liggi þó fyrir hvað gert verði. Aðspurður hvort for- svarsmenn bankans líti svo á að þeir hafi verið blekktir, sagði Stein- þór: „Það er sterkt orð. Okkur hefði þótt eðlilegt að það hefði verið gerð grein fyrir þessu á þessum tíma. Það var ekki gert.“ Aðspurður hvers vegna Landsbankinn leitaði ekki til sérstaks saksóknara, nú héraðssaksóknara, ef grunur væri á blekkingum, sagði Steinþór að slíkt væri til skoðunar. Salan á Borgun er nú til athugunar hjá fjórum eftirlitsaðilum: Bankasýslu ríkisins, Fjármálaeftirlitinu og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, auk Ríkisendurskoðunar. Það er í því ljósi sem lokun hins rafræna gagnaherbergis hefur vakið athygli meðal viðmælenda Fréttatímans. Lögfræðingar á vegum KPMG sáu um uppsetn- ingu og rekstur gagnaherbergisins fyrir stjórnendur Borgunar. KPMG hefur, fyrir hönd Borgunar, afhent Fjármálaeftirlitinu lista yfir öll þau gögn sem aðgengileg voru í gagna- herberginu. Á listanum er, sam- kvæmt heimildum Fréttatímans innan úr Borgun, tilgreindur val- réttarsamningur Borgunar vegna hugsanlegrar yfirtöku Visa inc. á Visa Europe. Það er í andstöðu við yfirlýsingar Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 11. febrúar síðastliðnum en þar kemur fram að „í kynningunum var í engu vikið að því að Borgun ætti hlutafé í Visa Europe eða tilkall til endurgjalds, kæmi til þess að valréttur Vísa Eu- rope og Vísa Inc. yrði nýttur.“ Borgunarmálið í hnotskurn Landsbankinn, sem er að 98% eign ríkisins, seldi hlut sinn í Borgun í lok árs 2014 til Eignarhaldsfélagsins Borgun slf. Borgunarhluturinn var ekki seldur í opnu ferli og öðrum aðilum en stjórnendum og fjár- festingahópi, leiddum af Magnúsi Magnússyni, var ekki boðið að kaupa hlutinn. Íslandsbanki hafði áður hafnað yfirtöku á hlutnum en bankinn átti þegar um 60% hlut. Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er meðal fjárfestanna. Þeir Bjarni voru viðskipta- félagar um árabil, en Bjarni hætti afskiptum af viðskiptum í lok árs 2008. Verðmæti Borgunar hefur hækkað gríðarlega síðan salan átti sér stað. Við söluna var Borgun metin á um sjö milljarða en í dag er fyrir- tækið metið á 19-26 milljarða. Þá væntir Borgun þess að fá rúmlega sex milljarða á næstu árum vegna samkomulags við Visa. Samkeppniseftirlitið ósammála Landsbankanum Ítrekað hefur Landsbankinn lýst yfir að sala bankans á hlut sínum í Borgun sé afleiðing af kröfu Sam- keppniseftirlitsins um að „eignar- haldi kortafyrirtækjanna yrði breytt þannig að aðeins einn banki væri í eigendahópi hvers fyrirtæk- is.“ Þessu hefur Samkeppniseftir- litið mótmælt og bent á að eftirlitið gerði ekki kröfu á Landsbankann um að selja hlut sinn. „Í tilviki eignarhalds bankanna á Borgun skal það tekið fram að það var ekki skilyrði Samkeppniseftirlitsins að Landsbankinn fremur en Íslands- banki seldi sig út úr félaginu,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlits- ins frá janúarlokum. Þá er bent á að Borgun hafi verið seld úr bank- anum áður en Samkeppniseftirlitið lauk sátt við Landsbankann. „Ekki kom því til þess að Samkeppnis- eftirlitið setti bankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varð- andi fyrirkomulag á sölu eignar- hluta. Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og til- högun hennar var því alfarið á for- ræði og á ábyrgð Landsbankans.“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir riftun sölu á þriðjungshlut í Borgun til skoðunar. Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar. 20 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.