Fréttatíminn - 19.02.2016, Side 22
Mynd | Árni Grétar
Icepharm
a
kemur HeILSuNNI í Lag
eIN tafLa á dag SykurLauSar íSLeNSk framLeIðSLa
FÆST Í APÓTEKUM
Tálknafjörður Íbúum hefur fækkað um fimmtung
„Ekki ljótasta birtingarmynd kvótakerfisins“
Íbúum á Tálknafirði hefur
fækkað um 20 prósent eftir
að fyrirtækið Þórsberg seldi
kvótann úr byggðarlaginu
til Suðurnesja. Eigandi
Þórsbergs gæti gengið út
úr rekstrinum með rúman
milljarð á morgun án þess að
þurfa nokkru sinni að þefa
af fiski aftur.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
„Hér er ekki ljótasta birtingar
myndin á kvótakerfinu,“ segir
Indriði Indriðason, sveitarstjóri í
Tálknafjarðarhreppi. „Við höfum
séð það svartara um allt land.
Þarna er einfaldlega maður sem
stendur uppi með svo sem eina
þokkalega trillu eftir langa ann
asama starfsævi.“
Eftir að hafa þurft á fjárhagslegri
endurskipulagningu að halda eftir
hrun og fengið átta hundruð millj
ónir afskrifaðar hjá Arion banka,
er fyrirtækið, sem er að mestu í
eigu Guðjóns Indriðasonar, fram
kvæmdastjóra Þórsbergs og fjöl
skyldu hans, aftur bjargálna og vel
það, eftir að hafa lokað fiskvinnsl
unni. „Ég þekki hinsvegar ekki
nokkurn mann sem er ólíklegri en
hann til að taka krónu úr þessari
sölu,“ segir Aðalsteinn Þorsteins
son, forstjóri Byggðastofnunar.
„Þetta fólk er þekkt af því að ber
ast ekki á, það á ekki fína bíla eða
flott hús. Þetta er ósköp venjulegt
fólk, ólíkt mörgum öðrum mis
jöfnum sauðum sem ég hef kynnst
í þessum bransa. Aldrei í dýrum
fötum eða keyrandi um á fínum
bílum.“
Ævintýri og tröllasögur
Byggðastofnun á 23 prósent í fyrir
tækinu. Það er þó ólíklegt að það
sé hægt að selja þann hlut enda
ræður eigandi meirihluta hluta
fjárins í raun yfir fyrirtækinu.
Byggðastofnun gæti því ekki selt
kvóta eða tekið fé úr rekstrinum.
Það er þó Tálknafjarðarhreppur
sem mestu tapar. Alls unnu um 60
manns hjá Þórsbergi, þegar mest
var, þar af fimmtán manna áhöfn
á línubátnum Kópi sem var seldur
með fyrirtækinu og tólf hundruð
tonna kvóta til Suðurnesja.
Tálknafjörður veltir um 300
milljónum. Kvótinn var rúmlega
þriggja milljarða virði, Þótt bærinn
hafi átt forkaupsrétt að kvótanum
hefði það aldrei verið raunhæfur
möguleiki. Rúm sextíu prósent
af útsvarinu tapast hinsvegar og
það setur strik í reikning bæjar
ins. Indriði Indriðason segir að
það sé dauð hönd yfir landsbyggð
inni vegna fækkunar þjónustu
starfa. „Ég held að það hafi ekki
verið minna áfall fyrir bæjar
félagið þegar Landsbankinn lokaði
útibúinu sínu og Pósturinn lokaði
hérna í bænum í fyrra. Það setur
atvinnurekendum líka skorður
þegar engin grunnþjónusta er til
staðar.“
Aðalsteinn segir hinsvegar að
það sé ekki boðlegt að núverandi
kerfi bjóði hættunni heim. Það
verði að fara að ræða pólitískar
leiðir til að koma í veg fyrir að slík
staða komi upp. Þótt menn vilji
halda í kvótakerfið sé ekki þar
með sagt að það sé heppileg staða
að einstaklingar hafi örlög heilu
byggðarlaganna í hendi sér. „Það
fara auðvitað alltaf af stað ýmis
ævintýri og ótrúlegar tröllasögur
þegar svona gerist. Þótt veruleik
inn sé kannski ekki alveg svona
spennandi þá er alveg ljóst að
varnirnar í núverandi kerfi halda
ekki. hvað þetta varðar.“
Bara grátlegt
Í framtíðinni má gera ráð fyrir að
sex manns geti starfað hjá Þórs
bergi. Það eru ansi mikil viðbrigði.
Íbúar á Tálknafirði eru nú um 260
talsins en voru rúmlega 300 fyrir
söluna.
Stór hluti af andvirði kvótans
var greiddur í krókakvóta og fyrir
tækið er því ekki búið að leggja
árar í bát. Ekki er hinsvegar
reiknað með að nýr 23 tonna bátur
Þórsbergs landi aflanum á Tálkna
firði og fleiri hugsa sér til hreyf
ings. „Þetta er auðvitað mikið áfall
fyrir byggðarlagið,“ segir Aðal
steinn. „Um tíma var helmingur
allra starfa í bænum hjá Þórsbergi.
Núna stendur vinnsluhúsið autt.“
„Það er ekkert annað en
grátlegt, þegar menn selja lífs
björgina frá okkur hinum,“ segir
fyrrverandi verkamaður í fisk
vinnsluhúsinu. „Þegar þeir selja og
skella í lás, standa þeir uppi sem
milljónamæringar en við hin erum
atvinnulaus, í verðlausum húsum.“
Hann segir að verkafólkið hafi
ekki fengið neitt staðfest fyrr en
svona viku fyrir söluna. „Auðvit
að var okkur búið að gruna þetta
lengi. En það er ömurlegt að fá að
heyra að maður eigi sjálfsagt aldrei
eftir að fá vinnu í sínum heimabæ.
Tálknafjörður verður sjálfsagt bara
enn einn draugabærinn á Vest
fjörðum.“
Úrelt fiskvinnslufólk
Indriði Indriðason segir hins
vegar enga hættu á því að Tálkna
fjörður verði draugabær. „Það er
miklu frekar gullgrafarablær yfir
Tálknafirði núna. Það er fjórföldun
á eldisleyfum í fiskeldinu hér í
botni fjarðarins og við væntum
mikils af því. Og þótt kvóti hafi
farið úr bæjarfélaginu, þá kom
krókakvóti í staðinn. Það er verið
að rótfiska. Fiskvinnslan lokaði að
vísu, en það var ekki hægt að reka
hana með þeim aflaheimildum
sem voru til staðar. Fyrirtækið
barðist í bökkum. Það má segja að
fiskverkafólk sé orðið úrelt með
nýjustu tækni. Það þarf sífellt færri
hendur en það kostar mikið að
koma upp slíkri verksmiðju með
tilheyrandi vélbúnaði. Það borgar
sig ekki nema ætlunin sé að vinna
minnst fimmtán þúsund tonn. Það
eru að verða breytingar á atvinnu
lífi staðarins og það tekur á meðan
á því stendur.“
Þetta bara gekk ekki lengur
Bjarnveig Guðbrandsdóttir, skóla
freyja við grunnskólann, segir
að ástandið sé vissulega slæmt
í bænum en enginn hafi grætt á
breytingunni. „Fólkið sem á Þórs
berg var einfaldlega komið upp að
vegg. Þetta gekk ekki lengur. Þau
neyddust til að selja. Við búum
hérna öll saman í litlu þorpi og hér
er enginn að berast neitt á. Öllum
finnst þetta jafn leiðinlegt.“
Maður Bjarnveigar missti vinn
una sem stýrimaður á Kópnum,
ásamt öðrum í fimmtán manna
áhöfn, en starfar nú í Vestmann
eyjum yfir vetrartímann, fjarri fjöl
skyldunni. „Við ætlum að láta árið
líða áður en við ákveðum hvort við
þurfum að flytja burt úr plássinu,“
segir Bjarnveig. Hún bendir á að
Þetta er ósköp
venjulegt fólk, ólíkt
mörgum öðrum mis-
jöfnum sauðum sem
ég hef kynnst í þess-
um bransa. Aldrei
í dýrum fötum eða
keyrandi um
á fínum
bílum.
Aðalsteinn Þor-
steinsson,
forstjóri
Byggðastofn-
unar.
Hér er ekki ljótasta
birtingarmyndin á
kvótakerfinu. Við höfum
séð það svartara um allt
land. Þarna er einfald-
lega maður sem stendur
uppi með svo sem eina
þokkalega trillu eftir
langa ann-
asama
starfs-
ævi.
Indriði
Indriðason,
sveitarstjóri í
Tálknafjarðar-
hreppi.
hafa þurfi líka í huga að börnum
hafi fækkað mikið og það geti haft
áhrif á störf við grunnskólann.
Aðalsteinn Þorsteinsson segir að
ástandið sé þó ekki jafn svart fyrir
Tálknafjörð og það gæti virst við
fyrstu sýn. „Fyrir ári síðan kom
sama staða upp á Djúpavogi og
fjöldi fólks fluttist frá bænum. Nýj
ustu tölur sýna hinsvegar að dæm
ið er að snúast við aftur. Fólk er að
snúa aftur í bæinn til að starfa við
fiskeldi og ferðaþjónustu,“ segir
hann. Hann segist telja að sama
staðan verði uppi á Tálknafirði.
Þar sé fiskeldi í sókn og hugmynd
ir séu uppi um að nýta vinnsluhús
Þórsbergs til að fullvinna lax.
Mynd | NordicPhotos/GettyImages
Um 60 manns unnu hjá Þórs-
bergi þegar mest var.
22 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016