Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 19.02.2016, Side 26

Fréttatíminn - 19.02.2016, Side 26
Myndir | Hari Kolvetnaskert og próteinríkt með suðrænu bragði – Nú fáanlegt í 500 g umbúðum Náttúrulegur sætugjafi Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Ég byrjaði í þessu fyrir tilviljun fyrir um tuttugu árum. Maður­ inn minn var að vinna á útfarar­ stofu og ég fór að aðstoða karlana við hitt og þetta. Byrjaði á því að sauma ofan í kistur en fór svo að snyrta líkin og var í því í mörg ár,“ segir Inger Steinsson sem varð fyrst íslenskra kvenna útfarar­ stjóri og rekur í dag sína eigin stofu. Í dag gengur Inger í öll verk þó framan af hafi sérgrein hennar verið að snyrta lík. Hún elskar starfið sitt og segir þar mikilvæg­ ast að líða vel með fólki, lifandi og látnu. Aldrei þótt kuldinn óþægilegur „Ég fann mig strax svo vel í þessu starfi. Fannst það og finnst enn, yndislegt. Það hefur aldrei verið neitt mál fyrir mig að klæða, greiða og snyrta látið fólk,“ segir Inger sem hafði unnið sem tann­ tæknir á tannlæknastofu í mörg ár áður en hún sneri sér að líksnyrt­ ingu og segir það hafa hjálpað sér í upphafi. „Ég var vön því að vera í návist við fólk, það var ekkert mál. Fólk lá fyrir framan mig á tann­ læknastofunni og þetta er auðvit­ að ósköp svipað, nema fólk talar í tannlæknastólnum. Þetta var auðvitað skrítið fyrst því það er allt annað að snyrta ískalda húð, það er til dæmis ekki hægt að nota sömu krem á ískalda húð og þína eigin húð. Annars hefur kuldinn hefur aldrei komið við mig. Margir hafa spurt mig hvernig ég geti unnið ein í líkhúsi um kvöld, en ég skil ekki af hverju það ætti að vera óþægilegt. Það er þar engin nema ég. Ég hef aldrei séð né heyrt neitt.“ Ólíkir stílar í líksnyrtingu Inger segir ólíka stíla einkenna fagið. Í Bandaríkjunum sé til að mynda allt annar stíll í gangi en á Íslandi þar sem látleysið sé yfirleitt í hávegum haft. „Erlendis er hægt að læra líksnyrtingu en þetta er Amman á líkbílnum svo ung grein hér á landi. Þegar ég byrjaði var bara nýfarið að snyrta líkin. Ég man að þegar amma dó þá var ekkert gert við hana og ég veit að margir eiga sömu minn­ ingu. Þetta fag er alls ekki eins hvar sem er í heiminum. Í Banda­ ríkjunum er nálgunin allt önnur og þar er líkum hreinlega breytt í brúður. Þar eru líka allar græjur til staðar en hér er ekkert þannig. Þar eru líkin blóðtæmd og svo fyllt með formalíni og þess vegna líta þau svona vel út í bíómyndunum.“ Best að nota venjulegt púður Sjálf hefur Inger lært af reynsl­ unni. „Auðvitað tók það mig tíma Fæst hugsum við daglega um dauðann en það á ekki við um Inger Steinsson sem vinn- ur alla daga við að klæða, greiða og snyrta lík. Inger byrjaði á því að sauma í kistur en rekur í dag sína eigin útfararstofu. 26 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.