Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 34
KONUDAGURINN 21. FEBRÚAR
FIMM RÉTTA
KONUDAGS-
MATSEÐILL
FRÁ KL. 17FORDRYKKUR
Codorníu Cava
FORRÉTTIR
TÚNFISKUR
Léttgrillaður túnfiskur, avókadómauk, engifer, sesamfræ,
sýrð vatnsmelóna
BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA
Hægelduð bleikja, yuzu mayo, truu mayo, stökkt
quinoa, epli
ÖND & VAFFLA
Hægeldað andalæri „pulled“, karamelluseruð epli,
belgísk vaa, maltsósa
ÞÚ VELUR AÐALRÉTTINN ...
KOLAGRILLUÐ NAUTALUND
Sveppir, pönnusteiktar kartöflur, bjór-Hollandaise
EÐA
LAX
Kolagrillaður lax, bok choy, sveppir, barbecuesósa tónuð
með íslensku, lífrænu svörtu tei
EFTIRRÉTTUR
SÚKKULAÐIRÓS
Súkkulaðimousse, hindberjahlaup, Sacherbotn
7.990 kr.
Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR
Verkfæri trans barna til að
horfast í augu við heiminn
Myndasögur Sophie Labelle
um trans krakkana Ciel og
Stephie þýddar á íslensku.
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
salka@frettatiminn.is
Sophie Labelle er teiknimynda-
sagnahöfundur og trans aktífisti
sem vakið hefur athygli í net-
heimum fyrir myndasögur sínar
Assigned Male, eða úthlutað karl-
kyn. Sophie er frá Quebec en er
nú stödd hér á landi í boði Sam-
takanna ‘78 og nýtir tækifærið til
að þýða myndasögurnar á íslensku
undir nafninu Skólaverkefnið. Við
Sophie hittumst á Kaffivagninum á
Granda, þangað sem hún tók strætó
upp á eigin spýtur, þrátt fyrir að
hafa aðeins verið hér í nokkra daga.
„Ég kann að meta þetta sífellda
sólarlag á Íslandi,“ segir Sophie
glöð í bragði þegar við setjumst
niður með pönnuköku og uppá-
hellt kaffi. „Ég bjó í Júkon í Kanada
í tvö ár og þar var alltaf svona
dimmt eins og hér. Fólk var alltaf
að tala um hvað skammdegið gerði
það þunglynt en dimman kemur
sköpunargáfunni minni á fulla ferð.
Hún gerir mig hamingjusama.“
Aðspurð hvernig henni sýnist
Ísland vera statt miðað við Quebec,
þegar kemur að réttindum trans
fólks, segir Sophie: „Það sem ég hef
heyrt um hugðarefni trans fólks er
til dæmis að hér sé bara einn sál-
fræðingur sem sér um alla trans
einstaklinga og það séu einhvers-
konar mannanafnalög í gildi sem
reynast trans einstaklingum til
trafala.“ Hún er hins vegar hrifin af
framtaki Akurskóla að taka kynja-
merkingu af salernum skólans og
segir slík skref skipta sköpum fyrir
líðan trans barna.
„Trans og flæðigerva börn eru oft
ósýnileg í skólanum, og þar höfum
við ekki jafn mikið pláss og sís
börn. Kynjamerkt salerni eru bara
eitt af þeim fjölmörgu hlutum sem
ýta undir þá tilfinningu trans fólks
að við skiptum ekki máli. Framtak
Akurskóla gerir okkur hins vegar
sýnileg og staðfestir tilveru okkar.“
Eftir að myndasögur Sophie
fóru að vekja athygli hefur henni
verið boðið að heimsækja trans og
femínísk samfélög um allan heim.
Myndasögurnar Assigned Male
fjalla um hressu trans krakkana
Ciel og Stephie, og hvernig þau
mæta heimi sem gerir ekki ráð fyrir
þeim.
„Ég byrjaði að þróa persónurnar
eftir að ég kenndi börnum í Quebec
og tók eftir því hvað til var lítið af
efni sem innihélt kynsegin börn,
eins og mörg þeirra voru. Þegar
þau báðu þau mig að teikna myndir
fyrir þau að lita byrjaði ég því að
lita trans krakka og koma inn í
myndirnar skilaboðum um kynseg-
in fólk og krakka sem ekki vilja taka
þátt í staðalmyndum kynjanna.“
Hún segir myndasögurnar þó
ekki beint ætlaðar til fræðslu.„Ég
vildi einfaldlega finna þessum
börnum stað og fyrirmyndir í
heiminum. Ég man að sem trans
barn sat ég tímunum saman inni
á bókasafni að leita að persónum í
bókum sem líktust mér, með litlum
árangri. Eins fór ég í gegnum sjón-
varpsdagskrána í hverri einustu
viku að leita að bíómynd þar sem
ég gæti séð önnur börn sem sam-
sömuðu sig ekki því kyni sem þeim
var úthlutað. En slíkt efni var bara
ekki til.“ Assigned Male sé því til-
raun til að veita trans börnum stað
í menningu samtímans. „Reyndar
sé ég núna að ég hefði átt að nefna
myndasögurnar „Tól gegn trans-
fóbískum heimi,““ bætir hún við
hugsi.
Myndasögurnar eru lifandi og
fullar af húmor, en Sophie segist
þó líta á sig sem meiri aktífista en
teiknara.
Sjálf kom Sophie út úr skápnum
þegar hún var þrettán ára, á sama
aldri og aðalpersónur sögunnar.
Hún segir söguna byggða að ein-
hverju leyti á hennar eigin reynslu.
„Ég var samt á þessum aldri fyrir
fimmtán árum og umhverfið var
allt annað fyrir trans fólk en nú. Ef
ég sá trans manneskju í bíó var það
undantekningalaust vondi kallinn
í myndinni. Nú erum við sýnilegri
hópur á fjölbreyttari sviðum.“
Hún segir trans fólki mikilvægt
að eiga sér fyrirmyndir í stjörnu-
heiminum á borð við leikkonuna
Laverne Cox, en sýnileiki trans
fólks þurfi þó að vera miklu meiri.
Sýnileikanum fylgir þó oft
áhætta og síðan Sophie fór að láta
í sér heyra sem trans kona hefur
hún orðið fyrir mikilli áreitni frá
transfóbískum hópum og henni
berast oft morðhótanir. Hún hefur
samt ekki hug á að hætta að láta í
sér heyra. „Í hvert sinn sem talað
er við trans fólk í fjölmiðlum getur
það haft áhrif á trans barn sem
hugsar: þarna er einhver eins og
ég, ég má vera til.“
Sophie situr ekki auðum höndum
á meðan á Íslandsdvölinni stendur,
en þegar við hittumst er hún
nýbúin að tala á viðburði á vegum
Samtakanna 78 og er að undirbúa
útgáfu myndasagnanna á íslensku.
Útgáfu Skólaverkefnisins verður
fagnað 22. febrúar í húsi Sam-
takanna ‘78. „Ég hef þau forrétt-
indi að kynnast trans samfélögum
hvers lands sem ég heimsæki. Eftir
að ég kom til Íslands er ég nánast
eingöngu búin að umgangast trans
fólks, svo mér líður eins og allir á
Íslandi séu trans!“
Myndasögur Sophie eru nú í þýðingu yfir á
íslensku og verða gefnar út 21. febrúar.
Sophie Labelle segir skammdegið á Íslandi gera sig hamingjusama.
Kynsegin: Þeir sem
upplifa sig hvorki sem
kven- eða karlkyns,
eða bæði í einu.
Trans: Þeir sem
upplifa sig ekki af því
kyni sem þeim var út-
hlutað við fæðingu.
sís: Þeir sem upplifa
sig af því kyni sem
þeim var úthlutað við
fæðingu.
Flæðigerva: Þeir
sem upplifa kyn sitt
„flæðandi“ á milli
kynja.
34 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016