Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 19.02.2016, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 19.02.2016, Qupperneq 38
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-15 Torino Bali Havana Basel Nevada Roma Með nýrri AquaClean tækni er nú hægt að hreinsa nánast alla bletti aðeins með vatni! Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu. OG DRAUMASÓFINN ÞÍNN ER KLÁR GERÐ (90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 3000 tegundir) ÞÚ VELUR ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI Lyftan #6 Spessi Kári Stefánsson er staddur í lyft- unni hans Spessa ljósmyndara í gömlu Kassagerðinni á Laugar- nesi. Á ferðalaginu upp fjórar hæðir hússins segir Kári frá sínum íhaldssömu hæðum og leiðinleg- ustu lægðum í lífinu. „Ég er svo ævintýralega íhalds- samur og fastur í mínum háskóla- ferli að það fyrsta sem mér dettur í hug er að ræða góða og slæma skóla,“ segir Kári um sínar hæðir og lægðir í lífinu og lýsir leiðinleg- asta tímabili ævi sinnar. „Það var í læknadeild Háskóla Íslands sem mér þótti drasl af skóla, rekinn á furðulegan hátt. Öll áherslan var sett á próf og utanbókarlærdóm. Mér skilst hann sé betri í dag og dreg ég það ekki í efa.“ Þegar kemur að persónulegum botnum þarf Kári að hugsa sig um. „Eins og margur maðurinn hef ég lent í því að drekka meira en góðu hófi gegnir á mínu æviskeiði. Ég hef átt nokkra botna með mínum timburmönnum en guði sé lof þá er langur tími liðinn.“ Kári lýsir lífi sínu sem röð af spennandi augnablikum og voru menntaskólaárin þau skemmti- legustu. „Menntaskólinn við Reykjavík þótti mér ævintýralega skemmtilegur skóli. Mínar bestu stundir síðan hafa verið í hinum og þessum uppgötvunum sem ég kom að.“ Kári nefnir þá helst árið 2006 þegar hans teymi fann fyrsta erfðabreytanleika í erfðamenginu sem hefur áhrif á sykursýki. „Í mínu lifi þá er það eina sem hefur stöðugt og reglulega valdið mér vonbrigðum er ég sjálfur. Restin er býsna skemmtileg.“ Timburmenn vondir – MR góður „Í mínu lifi þá er það eina sem hefur stöðugt og reglulega valdið mér vonbrigðum er ég sjálfur. Restin er býsna skemmtileg.“ Sérfræðingur í netöryggi á Íslandi hvetur fólk til að hylja myndavélar á tölvum sínum, vegna aukinna árása tölvuþrjóta. Vitundarvakning hefur orðið um hættur á tölvuárásum, ef marka má aukinn fjölda þeirra sem hylja myndavélarnar á tölvum sínum. Á UTmessunni, stærsta viðburði ársins í tölvugeiranum, var einn liður þar sem stuðlað var að um- ræðu um tölvuöryggismál. Það var meðal annars farið yfir hvernig má forðast innbrot í vefmyndavélar á tölvum fólks, sem dæmi er um á Íslandi. Hörður Ellert Ólafsson, markaðsstjóri Syndis, sem sér- hæfir sig í netöryggi, segir þessa tegund af tölvuárásum hafa færst í aukana. Hann tekur það fram að mikilvægt sé að fræða um þessi málefni en ekki reka hræðsluáróð- ur. „Það hefur vissulega orðið vit- undarvakning enda hefur komið upp fjöldi mála þar sem tölvuþrjót- ar taka yfir myndavélar hjá fólki. Við mælum hiklaust með að fólk hylji myndvélina á tölvunni sinni og spjaldtölvum.“ Hörður segir mögulegt að fyrir- byggja flestar tölvuárásir gegn ein- staklingum með einföldum ráðum. „Það á ekki að smella á neina hlekki í óvæntum tölvupóstum frá póstfangi sem þú þekkir ekki. Sama gildir um viðhengi í tölvu- póstum frá ókunnugum, þá skal ganga í skugga um að sendandi sé raunverulega sá sem hann segist vera. Mikilvægt er að upp- færa allan hugbúnað reglulega annars getur tölv- an verið veikburða gagnvart innbrotum. Síðast en ekki síst skiptir máli að vera með ólík lykilorð á mismunandi miðl- um og forritum.“ Sigríður Erla Sturludóttir lög- fræðinemi kýs að hylja myndavél- ina á tölvunni sinni. „Ég las grein um konu sem lenti í því að fylgst var með henni í gegnum myndavélina. Vinir mínir, sem eru tölvuklárir, mæltu með þessu, því maður veit aldrei. Eftir að ég fór að horfa á Scandal varð ég enn meira vör um persónuör- yggi mitt. Ég finn að þetta smitar út frá sér og fleiri innan háskólans eru farnir að gera þetta.“ Gréta Þorkelsdóttir, nemi við Listaháskólann, segist hylja myndavélina af tortryggni við Apple og Google. „Það er ekki flók- ið að hakka sig inn á svona myndavélar sem eru framan á tölvunni. Ég fékk eitt sinn meldingu um að myndavélin mín gæti ekki tengst tölvunni, mér þótti það svo grunsamlegt að ég ákvað að líma fyrir.“ Fleiri hylja myndavélina á tölvunni Gréta Þorkelsdóttir. Sigríður Erla Sturludóttir. 38 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.