Fréttatíminn - 19.02.2016, Page 40
Myndir | Hari
Áhugamál
sem nær alla
leið út í geim
Radíóamatörar tala
saman á bylgjum loftsins
um allan heim
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
salka@frettatiminn.is
Stórt loftnet prýðir húsið við enda
Skeljaness í Skerjafirði og vekur
athygli margra sem eiga leið um.
Loftnetin gegna mikilvægu hlut-
verki fyrir starfsemi svokallaðra
radíóamatöra sem koma saman í
húsinu. Radíóamatörar eru þeir
sem stunda það áhugamál að smíða
eigin loftnet og tæki til fjarskipta og
hafa samband við aðra radíóama-
töra út um allan heim með því að
komast inn á sérstök tíðnisvið.
Aðeins 16 kvenkyns frá upphafi
Anna Henriksdóttir myndlistar-
kennari er ein fárra kvenkyns
radíóamatöra á Íslandi og jafnframt
stofnandi sambands kvenkyns
amatöra í Skandinavíu, Scandinavi-
an Young Lady Radio Amateurs,
eða SYLRA. Nafngiftin kemur af því
að þegar vísað er til kvenkyns ama-
töra er talað um YL, Young Lady,
og þegar talað er um þá karlkyns er
talað um OM, eða Old Man.
Til að gerast full-
gildur radíóama-
tör fara menn á
þriggja mánaða
langt námskeið í
fræðum radíó-
amatöra. „Þar
lærirðu það sem þarf
til að starfrækja radíóstöð á
ábyrgan hátt, á hvaða tíðnum er
leyfilegt að starfa sem radíóamatör,
um uppsetningu loftneta og innviði
fjarskiptatækja“ segir Anna. Við
lok námskeiðsins var tekið verklegt
próf í að smíða tæki til fjarskipta.
Anna segir hægt að stunda
áhugamálið á ýmsa vegu. „Það er
til dæmis hægt að fara upp á fjöll
með ferðastöð og loftnet og reyna
að ná sambandi við einhvern. Sum-
ir stunda þetta eins og frímerkja-
söfnun og keppast um að ná sam-
bandi við sem flest lönd. Eins halda
radíóamatörar atburði eins og Vita-
helgi, þar sem radíóamatörar út um
allan heim fara út í nærliggjandi
vita og hafa samband sín á milli
þaðan.“ Hún segir þetta óvenjulega
áhugamál snúast að miklu leyti um
samskipti við fólk og segist þekkja
marga sem eignast hafa lífstíðar-
vini í gegnum áhugamálið.
„Ég þekki til dæmis konu sem
hefur farið í loftið á sama tíma á
hverjum einasta degi í heil 40 ár til
þess að heyra í ákveðnum sjóara
sem hún á í radíóamatörsambandi
við.“
Sigurður
Hrafnkell
segist eitt
sinn hafa
talað við
radíó-
amatör á
Falklands-
eyjum og
var það
hans fjar-
lægasta
samband.
Þess eru dæmi að
fólk hafi óvænt náð
sambandi við kónga
og drottningar sem
hafa þetta áhugamál.
40 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016