Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 19.02.2016, Blaðsíða 62
Mynd | Hari 12.–21. MAÍ GOLFSKÓLI ÍVARS HAUKSSONAR Í FLÓRÍDA 269.900 kr. Nánari upplýsingar: www.transatlanticsport.is, bókanir í síma 588 8900 Innifalið: Flug með Icelandair til Orlando Gisting með morgunverði í 9 nætur á Bahama Bay Resort Golfskóli Ívars Haukssonar í 7 daga 7 golringir með golíl á Orange County National-völlunum Flugvallaskattar og íslensk fararstjórn M.v. 4 saman í 2 herbergja gistingu Veitinga- staðurinn InGalera er innan veggja Bolera fang- elsisins í Mílanó. Dr. Gunni og hljómsveitin Eva stýra skapandi tónlistar- smiðju í Krakkamengi á sunnudaginn. Krakkamengi er tilraunanámskeið í tónlistarsköpun fyrir krakka á aldrinum fjögurra til sex ára. For- sprakki námskeiðisins er tónlist- amaðurinn Benni Hemm Hemm og fær hann til sín tvo tónlistar- menn úr ólíkum tónlistarstefnum til þess að koma og leiðbeina krökkunum að hverju sinni. „Um helgina verða þau dr. Gunni og hljómsveitin Eva sem koma og kenna krökkunum. Tónlistar- mennirnir koma með ólíkar hug- myndir að borðinu og krakkarnir læra alltaf eitthvað nýtt,“ segir Benni en áður hafa þau Magga Stína, Sóley Stefánsdóttir og Vík- ingur Heiðar verið leiðbeinendur. Krakkamengi kom til þegar Benni tók málin í sínar eigin hend- ur, að gefa tónlistarsköpun fyrir börn aukið pláss í samfélaginu þegar ráðuneytið brást. Fyrir- komulagið er svo að Benni, ásamt gestaleiðbeinendum, kynna sínar hugmyndir og vinnuaðferðir fyrir börnunum sem síðan semja eigin tónlist og flytja í lokin. Krakka- mengi hefur vakið mikla lukku og er aðgangur ókeypis og opin öllum börnum á aldrinum fjögurra til sex ára á sunnudaginn. | sgk Ari Freyr Ísfeld gafst ekki upp á draumi sínum að gerast leiklistarnemi. Eftir fimm ár af neitunum komst hann inn í einn virtasta leik- listarskóla í heimi. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Í fimm ár hefur Ari Freyr Ísfeld Óskarsson gert tilraun til þess að komast í leiklistarnám. Langþráður draumur varð að veruleika þegar hann fékk inngöngu í einn virtasta leiklistarskóla í heiminum fyrr í mánuðinum. Aðeins 18 komust að í Royal Central School of Speech and Drama af 4500 umsækjendum og er Ari í skýjunum að vera í hópi þeirra. „Frá því ég útskrifaðist úr menntaskóla hef ég sótt eina til tvær prufur á ári, ýmist hérna heima eða úti,“ segir Ari en hann hefur fjórum sinnum sótt inntöku- próf í leiklist við Listaháskóla Ís- lands. Þess á milli vann Ari ýmis störf en hefur aldrei misst sjónar á draumi sínum. „Ég vann á leik- skóla, í Borgarleikhúsinu, sótti spunanámskeið, tók þátt í áhuga- mannaleikhópum og Stúdentaleik- húsinu. Ég gerði það sem ég gat til þess að verða betri leikari.“ Með árunum þróaði Ari með sér aukið sjálfsöryggi og æðruleysi. „Í hvert sinn sem ég fór í prófið ráðlagði fólk mér að hafa bara gaman af þessu. Inntökuprófin eru hinsvegar virkilega stressandi ferli þar sem ókunnugt fólk er að dæma þig út frá örfáum mínútum og það getur verið erfitt að njóta þess. Ég lærði eitthvað af hverju skipti og þegar mér loksins tókst að hafa gaman, þá small þetta.“ „Ég var nýbúinn að fá neitun frá Listaháskólanum þegar ég fékk tölvupóst þess efnis að ég gæti nálg- ast niðurstöðu úr umsókn minni við Royal Central School of Speech and Drama í London. Ég ætlaði ekki að þora að opna bréfið og trúði ekki mínum eigin augun. Ég var einn af þeim 18 sem komust inn af 4500 umsækjendum. Það var frábær tilfinning.“ Ari er fullur tilhlökkunar að hefja námið og flytur til London í lok október. „Næst á dagskrá er að finna mér stað til þess að búa, sem er hægara sagt en gert í stórborg- inni. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og veit í raun ekkert hvað er að fara gerast.“ Aðspurður um draumahlutverkið er Ari opinn fyr- ir öllu. „Ég vil túlka fjölbreytt hlut- verk en draumakarakterinn minn hefur lengi verið Mikki refur.“ Var hafnað og hafnað og hafnað og hafnað Ég ætlaði ekki að þora að opna bréfið og trúði ekki mínum eigin augum. Ég var einn af þeim 18 sem komust inn af 4500 umsækjendum. Ókeypis tónlistarsmiðja fyrir börn Hvað: Krakkamengi, skapandi tónlistarsmiðja fyrir börn á aldr- inum fjögurra til sex ára. Hvenær: Sunnudaginn 21. febrúar 10.30-12.30. Hvar: Mengi, Óðinsgötu 2. Vinsæll veitingastaður í fangelsi Einn umtalaðasti veitingastaður Mílanó þessa dagana kallast InGalera en hann er innan veggja fangelsis borgarinnar. Á veitinga- staðnum vinna aðeins tveir frjálsir menn, kokkurinn og yfirþjónn- inn, en aðrir eru fangar. InGalera hefur ekki aðeins fengið glimrandi dóma fyrir matinn sem þar er framreiddur, hann fær fullt hús á Tripadvisor, heldur einnig fyrir þjónustu fanganna sem segja það einstaklega jákvæða upplifun að umgangast frjálst fólk sem líti á sig sem manneskju í starfi en ekki sem fanga. Reynslan sé því góður undirbúningur fyrir nýtt líf utan veggja fangelsisins. Verkefnið hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir markmið sitt, að undirbúa fanga fyrir líf utan fangelsisins og að útrýma fordómum í garð fanga, en ekki síður fyrir afraksturinn, afbragðsgóðan hágæða ítalskan mat á góðu verði. | hh Bjórhátíð á Kex Hostel Kex Hostel heldur árlega bjórhátíð sína í næstu viku. Nokkur erlend ör- brugghús taka þátt í hátíðinni ásamt þeim íslensku og koma fulltrúar þeirra hingað til lands af þessu til- efni og spjalla við gesti á hátíðinni. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga, frá miðvikudegi til laugardags. Erlendu bruggararnir sem hing- að koma eru frá þremur dönskum örbrugghúsum; Mikkeller, To Øl og Alefarm og bandarísku brugg- húsunum The Commons Brewery, Pfriem Family Brewers og Surly Brewing Company. Íslensku brugg- Áhugafólk um góðan og vandaðan bjór flykktist á bjórhátíðina á Kex í fyrra. húsin sem taka þátt eru Bryggjan brugghús, Segull 67, Steðji, Borg, Einstök, Vífilfell, Ölgerðin, Ölvisholt og Kaldi. Nánari upplýsingar um hátíðina og miðasölu má finna á heimasíð- unni Kexland.is. Miðaverð er 9.900 krónur. | hdm 62 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.