Fréttatíminn - 19.02.2016, Qupperneq 64
Mynd | Hari
Hafðu okkur
með í ráðum
569 6900 08:00–16:00www.ils.is
Okkar hlutverk hefur frá upphafi verið að stuðla að jafnvægi
og að allir hafi jafna möguleika á að eignast húsnæði, hvar
sem er á landinu.
Hjá okkur færðu óháða og trausta ráðgjöf, hvort sem þú ætlar
að kaupa eða leigja, þannig að þú vitir örugglega hvað þú ert
að fara út í.
Flugdrekasérfræðingurinn
Arite Fricke kennir ungum
sem öldnum að hanna sjálf-
bæra flugdreka.
„Að gera tilraunir þýðir oft að gera
mistök, sem er mikilvægt því þá
uppgötvar maður eitthvað nýtt,
bæði um sköpunarferlið og líka
um sjálfan sig. Þannig öðlast þátt-
takandinn sjálfstraust og betri
sjálfsmynd. Að búa til flugdreka
sem virkar og flýgur vel bætir
vellíðan því það er svo gríðarlegur
sigur,“ segir grafíski hönnuður-
inn og flugdrekasérfræðingurinn
Arite Fricke. Arite hefur lengi
verið með dellu fyrir flugdrekum
og milli þess sem hún hannar þá
og kennir ungum sem öldnum að
búa þá til hefur hún rannsakað
sögu þeirra og lögmál og ferðast á
eina stærstu flugdrekahátíð heims,
Dieppe International Kite Festival,
til að kenna fólki að gera flugdreka
á sjálfbæran hátt. „Annað sem ég
elska við flugdrekagerð er að hún
tengir saman greinar eins og stærð-
fræði, listir, 2000 ára sögu og eðlis-
fræði og svo vekur hún leikgleði
hjá fólki á öllum aldri. Langbest
er að smíða saman og hjálpast að,
sérstaklega úti þegar loksins má
setja flugdrekann á loft,“ segir Arite
sem hefur skipulagt vinnusmiðjur
í samstarfi við ýmsar stofnanir og
fyrirtæki auk þess sem hún leggur
nú lokahönd á nám í listkennslu
við LHÍ. Næst á dagskrá eru fjöl-
skyldusmiðjur í Safnahúsinu sem
Þjóðminjasafnið skipuleggur í
samstarfi við listkennara. Sú fyrsta
verður í Safnahúsinu þessa helgi
og er aðgangur ókeypis. Síðasta
smiðjan verður skapandi flugdreka-
gerð þar sem þátttakendur búa til
sín eigin fljúgandi skjaldarmerki.
Allir sem hafa áhuga á því að búa
til einfaldan flugdreka heima geta
kíkt á vefsíðu Fréttatímans þar
sem kennslumyndbönd Arite er að
finna. | hh
Ókeypis
í Bæjarbíó
Frítt er inn á alla við-
burði í Bæjarbíó í
Hafnarfirði um helgina í
tilefni Bóka- og bíóhátíð-
ar barnanna sem hófst
fyrr í vikunni. Þar verða
klassískar íslenskar
bíómyndir, byggðar á
bókum, varpað á hvíta
tjaldið. Höfundar bók-
anna verða með inngang
áður en kvikmyndin er
sýnd.
Laugardagur Sunnudagur
Lína Langsokk-
ur á laugardaginn
klukkan 13. Sagan
sígilda af Línu langsokk
eftir Astrid Lindgren.
Myndin var til á flestum
heimilum á VHS en nýir
tímar hafa gert hana
óaðgengilega.
Benjamín dúfa á
laugardaginn klukkan
15. Sagan af Benja-
mín dúfu, eftir Friðrik
Erlingsson um Reglu
rauða drekans. Kvik-
mynd sem allir verða
að sjá á lífsleiðinni og
nú er kjörið tækifæri.
engLar aLheims-
ins á laugardaginn
kl. 20. Einar Már
Guðmundsson, höf-
undur skáldsögunnar,
flytur inngang fyrir
sýninguna. 16 ár eru frá
því myndin kom út og
snerti við allri þjóðinni.
múmínáLfarnir
og haLastjarnan
á sunnudaginn kl. 13.
Mynd fyrir alla fjöl-
skylduna með íslensku
tali. Múmínsnáðinn
uppgötvar einn daginn
að eitthvað dularfullt
hefur gerst í Múmín-
dal og hefst þá mikið
ævintýri.
hrafnar sóLeyj-
ar og myrra á
sunnudaginn kl. 15.
Eyrún Jónsdóttir, höf-
undur skáldsögunnar,
flytur inngang fyrir
sýningu. Sagan fjallar
um kvenhetjuna Láru
sem lendir í allskyns
ævintýrum til þess að
bjarga vinum og fjöl-
skyldu frá óvininum.
djöfLaeyjan á
sunnudaginn kl. 20.
Einar Kárason, höf-
undur skáldsögunnar,
flytur inngang fyrir
sýninguna. Kvikmyndin
gerist í braggahverfi
á fyrstu árum eftir
síðari heimsstyrjöldina.
Amerísk áhrif tröllríða
öllu, bílar, áfengi og
tónlist.
Safnahúsið Skapandi flugdrekasmiðjur
Að gera góðan flugdreka er mikill sigur
Flugdrekarsérfræðingur-
inn Arite verður með
skapandi fjölskyldusmiðjur
í Safnahúsinu sem hefjast
núna um helgina. Arite
fókusar alltaf á tilrauna-
kennt sköpunarferli með
sjálfbærni að leiðarljósi en
allir hennar flugdrekar eru
úr endurunnum efnum.
Fleiri myndir á
frettatiminn.is
64 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016