Fréttatíminn - 19.02.2016, Síða 68
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Hvað segir mamma?
„Ég er bara ánægð með þetta. Ég hef áður beðið
Kötu að hætta í þessari vinnu því mér finnst hún
tímafrek og gerir henni ekki kleift að slaka nógu
mikið á með börnunum sínum.“
Gerður Lúðvíksdóttir um ákvörðun dóttur
sinnar, Katrínar Júlíusdóttir, um að hætta á þingi
í lok kjörtímabilsins.
Kurr er í fólki í
kvikmynda-
bransan-
um fyrir
Edduverð-
launin
sem af-
hent verða
sunnudags-
kvöldið 28.
febrúar næst-
komandi. Eins og kunnugt er
ákvað Jón Gnarr að Stöð 2
tæki ekki þátt að þessu sinni og
því er ekki allt sjónvarpsefni
stöðvarinnar með í pottinum.
Þó nær eitthvað af efni sem sýnt
var á Stöð 2 þarna inn, til að
mynda Atvinnumennirnir okkar
og þriðja þáttaröð Réttar. Það
vekur reyndar sérstaka eftirtekt
að Réttur fær átta tilnefningar til
Eddunnar en Ófærð Baltasars
Kormáks, sem margir segja að
setji ný viðmið í bransanum,
aðeins fjórar...
Hvað sem
líður ósætti
um fram-
kvæmd
Eddunn-
ar geta
lands-
menn
farið að
hlakka til
verðlaunaveitingar-
innar sem sýnd verður í beinni
útsendingu á RÚV, Hringbraut,
N4 og Skjá einum. Kynnir verður
grínistinn Anna Svava Knúts-
dóttir sem hefur látið lítið fyrir
sér fara að undanförnu, eftir að
hún eignaðist sitt fyrsta barn.
Má gera ráð fyrir því að Anna
Svava komi fersk inn og láti fólk í
bransanum fá það óþvegið...
Karlakórinn
Fjallabræð-
ur hefur
alltaf
spennt
bogann
hátt eins
og sést
ágætlega
á því
að hann er
skipaður um sextíu köllum. Nú
er kórstjórinn Halldór Gunnar
Pálsson með stór áform fyrir sig
og félaga sína og stefnir á upp-
tökur á plötu í haust. Þá dugar
ekkert minna en Abbey Road
hljóðverið í London þar sem
ekki ómerkari menn en John
Lennon og Paul McCartney
tóku upp sín bestu verk...
jaha.is
Eigðu betri dag með okkur
kubbur.indd 1 21.1.2016 14:56:51