Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 19.02.2016, Page 70

Fréttatíminn - 19.02.2016, Page 70
2 | fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016 Unnið í samstarfi við LYFIS Gyllinæð er bólgnar og þrútnar æðar í eða við endaþarmsopið og kemur fyrir hjá um 50% ein- staklinga einhvern tíma á ævinni. blæðing úr endaþarmi, ásamt kláða og sársauka, eru helstu einkenni gyllinæðar og er hún algengust hjá eldra fólki og konum á meðgöngu. „Procto-eze kremið var sérstak- lega þróað sem mjúkt og létt krem sem húðin dregur hratt í sig,“ segir Hákon Steinsson, lyfjafræðingur hjá lYfiS. Kremið veitir góða vörn með því að búa til vatnsfitufilmu yfir erta svæðið. Vörnin dregur úr kláða og sviða og meðferðarsvæðið verður mýkra og rakara, sem kemur í veg fyrir að húðin springi og valdi óþægindum. „Vörurnar eru í ís- lenskum umbúðum og fylgja góðar leiðbeiningar á íslensku,“ segir Hákon. Krem og hreinsir fyrir hámarks árangur er mælt með notkun á Procto-eze Hreinsi sam- hliða Procto-eze Kremi. Procto-eze Hreinsir er hreinsifroða sem ætluð er til að viðhalda hreinlæti og draga úr óþægindum tengdum gyllinæð. froðan hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið. Hún hentar vel til að nota í sturtu og kemur í stað sápu sem oft ertir við- kvæmt svæðið. Procto- eze er fáanlegt í öllum helstu apótekum. Nýjung við gyllinæð sem nota má á meðgöngu Procto-eze kremið er við ertingu og óþægindum vegna gyllinæðar. Hreinsirinn hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið. fæst í apótekum. Procto-eze Krem hefur eftirfarandi kosti:  Má nota á meðgöngu  Inniheldur ekki stera  Stjaka fylgir með – auðvelt í notkun  Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum  Þoldist vel í 12 vikna klínískri rannsókn  Þríþætt verkun: Vörn – rakagefandi – græðandi Procto-eze hefur verið prófað í klínískum rann- sóknum, það inniheldur ekki stera og má nota á meðgöngu. Með því að nota hreinsi samhliða kreminu næst hámarks árangur. Kynningar | Heilsa móður og barns Fæðingarorlofið er dásam- legur tími. Þó að stærstur hluti þess fari auðvitað í að sinna nýja barninu gefst vissulega og vonandi ráð- rúm fyrir margs konar afþreyingu. Stundum er gott að hanga heima og horfa á Netflix meðan barnið sefur eða hangir á brjóstinu en svo verður nauðsynlegt að komast út, viðra sig og hitta fólk. Hug- myndaauðgi nýbakaðra for- eldra er hinsvegar ekki alltaf upp á marga fiska, það þekkja þeir sem reynt hafa. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir að því hvernig má brjóta upp hversdaginn í orlofinu. 1Göngutúr með eitthvað ánægju-legt í eyrunum. Það er auðvitað klassískt að fara í göngutúr þegar til þess viðrar og það gerir hann ennþá ánægjulegri að hlusta á skemmtilegt podcast á meðan. Við mælum með hinu íslenska Hlað- varpi, This American Life og svo að sjálfsögðu The Serial. 2Mömmumorgar/pabbamorgn-ar. Í flestum kirkjum eru starf-ræktir foreldramorgnar þar sem foreldrar hittast með börnin og spjalla og taka jafnvel lagið. Stund- um er einhver fræðsla eða fagaðilar veita ráðgjöf. Það þarf ekki að vera virkur meðlimur í þjóðkirkjunni til þess að mega koma, allir velkomnir. Hvað á ég að gera með hvítvoðungnum? 3Leikfimi. Það er margs konar leikfimi í boði þar sem gert er ráð fyrir „þátttöku“ ungbarna. Tilvalið að blanda saman samveru með barninu og líkamsrækt. 4Stundum bjóða kvikmynda-húsin upp á sýningar sérstak-lega fyrir foreldra þar sem ljósin eru lítillega kveikt og hljóðið í lægri kantinum. Þessar sýningar eru vanalega snemma á daginn. 5Ungbarnasund. Sund gerir ungbarninu og þér ekkert nema gott. 6Nuddnámskeið. Hægt er að sækja námskeið í að læra að nudda ungbarnið sem margir telja að hafa ákaflega góð áhrif á barnið og ekki síður tengslamyndun. 7 Fara til útlanda! Ef báðir for-eldrar eru í orlofi og efnahagur leyfir er tilvalið að skella sér í til útlanda í frí með ungbarnið. Farið í borgarferð þar sem þið skoðið söfn, farið á veitingastaði og gangið um og upplifið menninguna. Ekkert mál að skella barninu á brjóst hvar sem er og hafa það í burðarsjali þess á milli. Sumir veigra sér við að ferðast með ungbörn en þetta er í raun besti tím- inn til þess að ferðast með börn! 8Heimsókn á bókasafnið. Bóka-söfn eru afar þægilegur staður til þess að fara með lítil börn. Nóg af lesefni, þægilegir stólar og sófar fyrir brjóstagjöfina og hlýlegt andrúmsloft. 9Námskeið í að matreiða fyrir barnið. Lifandi markaður er til dæmis með slík námskeið þar sem farið er í undirstöðuatriði í góð- um venjum og næringu fyrir barnið. 10Tónlistarnámskeið. Tóna-gull býður til dæmis upp á tónlistartíma með ung- börnum. Það er gott að hefja tón- listaruppeldið snemma! MAGNOLIA OFFICINALIS Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“ SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.