Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 19.02.2016, Side 72

Fréttatíminn - 19.02.2016, Side 72
fréttatíminn | Helgin 19. febrúar–21. febrúar 2016 Bílasmiðurinn hfBarnabílstólar í úrvali Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík - Sími: 567 2330 - www.bilasmidurinn.is Lilja Pálsdóttir rafmagnsverkfræð- ingur segir hreyfingu vera bestu leiðina til þess að viðhalda líkam- legri og andlegri heilsu í erilsömum og krefjandi verkefnum í dagsins önn. Hún á fjögur börn á ólíkum aldri og dagskráin því æði þétt. Lilja er að hefja störf um næstu mánaða- mót í Landsbankanum þar sem hún mun sjá um eignastýringu fyrir fyr- irtæki í einkabankaþjónustu. Hún hlakkar til nýrra áskorana og ekki síst að sjá hvernig mun takast að samræma nýtt starf og stórt heim- ili. „Það var alls ekki planið að eiga svona mörg börn, ég var eiginlega ekkert að pæla í því þegar ég varð ólétt í háskólanámi, 22 ára,“ segir Lilja sem á börn á aldrinum 11 mán- aða til 12 ára. Aðeins 17 mánuðir eru á milli þeirra tveggja yngstu. Heim- ilislífið er afar fjörugt og sjaldan dauður tími. „Börnin eru á svo ólík- um aldri að þarfirnar eru gríðar- lega ólíkar ég er eiginlega á handa- hlaupum allan daginn! Stundum eru veikindi og svo eru sýningar og íþróttir og fleira og fleira. Við erum heppin að búa á Seltjarnarnesi sem er draumasveitarfélag þegar kemur að börnum. Þetta er svo sannarlega gaman en ég fer alveg þreytt upp í rúm á kvöldin!“ Heilsusamlegt umhverfi mikilvægt Þrátt fyrir annir og eril gefur Lilja sér alltaf tíma til þess að fara í rækt- ina og segir það auðvelda rútínu dagsins mikið að vera í góðu formi. „Ég byrjaði að æfa í mömmuleikfimi þegar yngsti drengurinn minn var lítill og ég hef aldrei verið í betra formi en nú; aldrei hlaupið hraðar eða getað lyft meiru eða haft meira þrek og þol. Þetta er það sem ég geri fyrir mig, klukkutími á dag sem ég kem alltaf að. Maðurinn minn er líka duglegur að æfa og svo reynum við að fara reglulega á Esjuna sam- an og þá tökum við bara tvö yngstu með. Það er svo mikilvægt að búa sér heilsusamlegt umhverfi þegar hættan á streitu er svona mikil – ég er ekki að segja neinar fréttir þegar ég segi að 4 barna heimili sé streitu- valdur,“ segir Lilja og hlær. Mætt skilningi vinnuveitanda Lilja hefur unnið í bankageiran- um síðastliðin 10 ár, var nú síðast í fimm ár í Arion banka en hlakk- ar til að venda kvæði sínu í kross um næstu mánaðamót þegar ný og krefjandi verkefni bíða hennar í Landsbankanum. Hún óttast síður en svo að það verði erfitt að sam- ræma vinnuna og heimilið heldur hlakkar til. „Ég er svo kát með það sem ég geri í lífinu og finnst það svo gaman. Ég er bara mjög spennt að sjá hvernig þetta á eftir að ganga. Ég hef ekki enn unnið hjá fyrirtæki sem sýnir því ekki skilning að fólk á börn og er með heimili,“ segir Lilja og bætir við að það sé mikilvægt að hafa gaman af verkefnum lífsins, þá sé mun auðveldara að koma þeim öllum fyrir. Auðveldar rútínu dagsins að vera í góðu formi Mikilvægt að búa sér heilsusamlegt umhverfi til að minnka streitu. Rafn Ágúst 12 ára, Arnar Steinn 11 mánaða, Lilja, Hrafntinna Vilborg, 2 ára og Ragnhildur Arna, 7 ára. Mynd | Hari ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL • Styrkir bandvefi nn* • Stuðlar að þéttleika í beinum* • Styrkir hár og neglur* • Stuðlar að betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð* *Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf. Kísillinn kemur beint úr iðrum jarðar og er því eins náttúrulegur og nokkur kostur er á. Það eru engin viðbætt efni í vörunni. ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR „Ég mjaðmargrindar brotn aði illa fyrir tíu mán uðum, ég hef verið að taka kísilinn ykkar núna í u.þ.b. 8 mánuði og eftir tveggja til þriggja mán aða inntöku varð ég strax vör við mikinn mun. Í dag finn ég varla fyrir því að hafa brotnað.“ HAFDÍS PRISCILLA MAGNÚSDÓTTIR „Ég finn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að taka kísilinn frá GeoSilica inn reglulega. Beinverki og vefjagigtaverki er ég í raun alveg hætt að finna. Einnig finn ég mikinn mun á nöglum en þær eru mun sterkari, en þær voru alltaf að brotna hjá mér. Ég get alveg sagt að þið eruð komin með framtíðarkúnna hvað mig varðar.“ GeoSilica kísilvatnið fæst í heilsuvörubúðum, öllum helstu apótekum, Nettó og í Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind og Hagkaup Garðabæ.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.