Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 18.03.2016, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 18.03.2016, Qupperneq 2
„Hneyksli“ „Þetta ert auðvitað ekkert annað en hneyksli,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir. „Það er mjög vond lykt af þessu máli og furðulegt að afhenda einhverju fyrirtæki á Grenivík leyfi til að framleiða lyf, sem sjúklingarnir upplifa sem lyfleysu, og selja dýrum dómum. Óttar segir að lyfið sé gefið við drómasýki og djúpu þunglyndi. Þá fái einstaklingar lyfið sem séu forfalln- ir amfetamínsjúklingar til áratuga, ef læknir meti það svo að það sé betra að láta þá hafa lyf undir ströngu eftirliti en að hafa þá á götunni. Hann segir að margir sjúklingar hafa fyllst vonleysi og örvæntingu þegar lyfið hætti að hafa áhrif og lagst í mikið þunglyndi og slæmt ástand. „Þetta eru einstaklingar sem hafa verið í áratugi á þessu lyfi og öðlast nýtt líf. Siðan er fótunum kippt undan þeim. Þetta mál lyktar langar leiðir.“HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is UP! MEÐ ÖRYGGIÐ VW Up! frá aðeins: 1.790.000 kr. Lyfjastofnun hefur látið inn- kalla gallað amfetamínlyf sem lyfjaverksmiðja á Grenivík framleiddi fyrir þrefalt hærra verð en kostaði að kaupa danskt lyf, eins og gert var áður. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Tugir neytenda hafa kvartað yfir lyfinu amfetamínsúlfati, eftir að hætt var að kaupa það frá Dan- mörku og farið að framleiða það í verksmiðju Pharmartica á Grenivík. Íslenska lyfið þykir hafa afar takmarkaða virkni en það er margfalt dýrara í innkaupum en það danska. Lyfið hefur nú verið innkallað, að kröfu Lyfjastofnunar, enda getur vanvirkni haft mjög alvarleg áhrif á sjúklinga. Rannsókn benti ekki til að saknæmt athæfi væri að ræða en götuverðið á amfetamíni er um sautján þúsund krónur fyrir grammið. Um 100 manns nota lyfið am- fetamínsúlfat, bæði fyrrverandi fíklar og fólk sem þjáist af svefn- sýki. Það er svokallað forskriftar- lyf, án markaðsleyfis, en stóru lyfjafyrirtækin hirða ekki um að fá markaðsleyfi fyrir svo þröngan notendahóp og því eru þessi lyf framleidd og seld á undanþágu. Íslensk forskriftarlyf hafa for- gang á innflutt undanþágulyf, samkvæmt lögum. Þess vegna var ekki hægt að neita fyrirtækinu Pharmatica um að framleiða lyfið á grundvelli reglugerðar um for- skriftarlyf þótt fyrirtækið rukki nær þrefalt meira fyrir lyfja- skammtinn en danska fyrirtækið í Glostrup. Fyrirtækið Pharmartica fram- leiðir snyrtivörur, sápur og fæðu- bótaefni en amfetamínsúlfat er fyrsta lyfið í töfluformi sem það framleiðir. Lyfjastofnun hefur farið fram á að ráðuneytið skoði það, að breyta þessu ákvæði, vegna máls- ins en í farvatninu eru breytingar á lyfjalögum. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að eftir að sjúklingar og læknar höfðu ítrekað kvartað yfir lyfinu hafi málið verið rannsakað og töflurnar reynst vanvirkar. Kallað var í framhald- inu eftir nýjum birgðum frá Glost- rup í Danmörku en þar var lyfið keypt áður. Síðan hafi verið tekin ákvörðun um að innkalla lyfið frá Pharmatica og veita undanþágu til að kaupa danska lyfið. Samningurinn við Pharmar- tica á Grenivík er samt enn í fullu gildi. Það er að stórum hluta í eigu útgerðarfyrirtækisins Sæness og Grýtubakkahrepps og til húsa á Grenivík. Það var opnað með pomp og pragt árið 2003 og Val- gerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, tók virkan þátt í opnunni enda systir sveitarstjór- ans og mágkona forstjóra útgerð- arfélagsins Sæness, sem er í eigu hreppsins og á stóran hlut í fyrir- tækinu Heilbrigðismál Íslenska lyfið var nær þrefalt dýrara Gallað amfetamín úr verksmiðju á Grenivík Óttar Guðmundsson geðlæknir. Mynd | Af heimasíðu Pharmartica Pharmartica á Grenivík. Verð á Amfetamíni Amfetamín sulfate 5 mg Verð per 5 mg töflu: 152 kr. Amfetamín Glostrup 5 mg Verð per 5 mg töflu: 63 kr. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar. Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Von er á að minnsta kosti tveimur öðrum forsetaframboðum í dymbilvik- unni, ef að líkum lætur. Sam- kvæmt heimildum fréttastofu eru Andri Snær Magnason og Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofn- unar, í startholunum. Andri Snær á mikinn stuðning vísan meðal umhverfisverndarfólks og lista- manna og það má gera ráð fyrir að kosningabaráttan verði litríkari eftir að hann slæst í hóp frambjóð- enda. | þká Árnastofnun hefur tekið skref í átt til forritarans David Blurton sem varði hundrað klukkustundum í að smíða vefinn tala.is. Eftir situr hinsvegar spurningin: „Hvers vegna er ekki gerð krafa á að ríkisstofnanir geri rannsóknir sínar og gögn, kostuð af almannafé, opinber almenningi?“ „Það er gamaldags hugarfar að beita takmörkunum til að auka framleiðslu, líkt og í tilfelli Árnastofnunar og hugbúnaðargeirans. Ef íslensk tunga á að lifa 21. öldina þurfa öll gögn tengd máltækni, sem eru fjármögnuð af skattgreiðendum, að vera aðgengileg og ókeypis, Ég óttast það að gjaldtaka og skilmálar séu það sem munu kála henni á endanum,“ segir Helgi Hrafn, þingmaður Pírata. Fréttatíminn greindi í síðustu viku frá máli David Blurton sem varði hundrað klukkustundum í að smíða vefinn tala. is með gögnum frá Árnastofnun en stofnunin krafðist þess að síðan yrði tekin niður. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, brást við og lofaði sáttum í mál- inu og sagði fráleitt að hindra menn í vinnu sem vilji efla íslenska tungu. „Gögnin ættu að nýtast þeim sem vilja, enda unnin fyrir al- mannafé.“ Guðrún Nordal segir hinsvegar, í grein í Fréttablaðinu, að stofnunin geti ekki stuðlað að villandi framsetningu á gögnum og að birt- ing beygingardæma væri mállýsing en ekki forskrift. Ákveðið var að gera úrtak við hæfi úr gagnagrunni Árnastofnunar sem verður til- raunaverkefni fyrst um sinn og að lokum opið öllum. David segir það skref í rétta átt en ein- blína þurfi á stóru myndina. „Það gleður mig að sett sé áhersla á að efla tungumála- kennslu en ekki einungis rannsókn- ir á tungumálinu. Ég komst hins- vegar að því að setið er á öðrum mikilvægum gögnum. Hvers vegna er ekki gerð krafa á að ríkisstofn- anir geri rannsóknir sínar og gögn, kostuð af almannafé, opinber almenningi? Hversu miklum tíma og peningum á að eyða í að endurgera vinnu sem aðrir hafa þegar unnið innan stofnunarinn- ar?“ | sgk Árnastofnun Forstöðumaður vill ekki stuðla að villandi framsetningu íslenskunnar „Gjaldtaka, boð og bönn muna kála íslenskri tungu“ Helgi Hrafn. Guðrún Nordal. David Blurton. Andri Snær í startholunum 19,5% aukning ferðalanga á Íslandi Ísland er í 33. sæti yfir fjölsóttustu ferðamannastaðina í OECD lönd- unum en þegar kemur að aukn- ingu milli ára er Ísland í fyrsta sæti, með 19,5% aukningu. Japan er í öðru sæti með 11,7% aukningu og Grikkland í þriðja sæti með 10,1%. Grafið hér að ofan sýnir komur ferðalanga í þúsundum talið. Prósentan er aukningin yfir fjögurra ára tímabil, frá árinu 2010 til 2014. Leyndarskjala- safn þingsins Alþingi er ekki lengur skylt að afhenda skjöl sín Þjóðskjalasafni Íslands eftir að lögum var breytt 2014. Héraðsskjalavörður Kópa- vogs gagnrýnir þetta á heimasíðu héraðsskjalasafnanna. Þingið hafi nú sömu stöðu gagnvart borgurun- um og leyndarskjalasafn einveldis- konunga. Þeir Íslendingar sem gegnt hafa störfum leyndarskjala- varðar hjá Danakonungi eru: Árni Magnússon 1725-1730, Grímur Jóns- son Thorkelín leyndarskjalavörður 1791-1829 og Finnur Magnússon leyndarskjalavörður 1829-1847. 2 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.