Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 18.03.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 18.03.2016, Blaðsíða 4
til staðar, það hefði verið hægt að grafa hræið upp og rannsaka málið til fulls.“ Kvígan sem drapst var að fara út í fyrsta skipti og átti að reka hana aftur inn í fjós eftir daginn en hún lét ekki ná sér. Reynt var að reka hana áfram, fyrst af hestbaki en þegar hún lét ekki segjast ók bóndinn jeppa utan í hana til að ýta við henni en við það brotnaði hluti af stuðaranum og kvígan hlaut sýnileg meiðsl. Í kjölfarið brá bóndinn snörunni um háls kvígunnar og batt hana aftan í jeppann. Hann ók síðan af stað og kvígan gekk á eftir stuttan spöl en lagðist síðan aftur. Við það fóru maðurinn og sam- býliskona hans út úr bílunum og tóku girðingarstaura úr rafmagns- girðingu sem lágu í öðrum jepp- anum og hófu að berja skepnuna, uns hún stóð upp. Aftur lagðist kvígan. Aftur var hún barin en í þetta sinn stóð hún ekki upp. Í stað þess að stöðva bílinn ók bóndinn áfram og alla leið að fjós- inu, með kvíguna hangandi á háls- inum aftan í bílnum. Dóttir hans var í bíl fyrir aftan, ásamt sambýlis- konu föður síns. Hún þrábað hana að grípa inn í en allt kom fyrir ekki. Þegar bóndinn stöðvaði bifreið- ina var kvígan dauð. P Á S K A E G G Dýraverndarsamband Ís- lands er ósátt við að bóndi fyrir norðan, sem varð ber að dýraníði, skuli hafa sloppið með áminningu. Hann hafði urðað hræið þegar dýralæknir kom á staðinn en ekki þótti taka því að grafa það upp, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Bóndi fyrir norðan var kærður fyrir dýraníð í fyrrasumar eftir að hann brá reipi um hálsinn á ungri kvígu og festi það aftan í jeppa- bifreið og dró hana liggjandi á eftir bílnum, þannig að hún drapst. Þetta mál og fleiri af sama toga urðu til þess að Dýraverndar- samband Íslands hefur beitt sér fyrir því að sett verði í lög að bein- greiðslur verði felldar niður til þeirra bænda sem verði uppvísir að dýraníði. Hallgerður Hauksdóttir, for- maður Dýraverndarsambands Íslands, segir að barnsmóðir bóndans hafi kært málið til héraðs- dýralæknisins, sem hafi farið og rætt við bóndann. Dóttir hennar og bóndans varð vitni að atvikinu og tók það ákaflega nærri sér. Bóndinn játaði fyrir héraðsdýra- lækninum að hafa gengið of langt, en málið var ekki rannsakað frekar og leyst með áminningu. Það eru málalyktir sem Dýraverndarsam- bandið getur ekki sætt sig, að teknu tilliti til alvarleika brotsins. „Þetta er þöggun og gríðarlega alvarlegt brot,“ segir Hallgerður Hauksdóttir. „Þetta hefði ekki verið liðið ef um gæludýr hefði verið að ræða. Sönnunargögnin voru Dýravernd Bóndi fyrir norðan áminntur fyrir illa meðferð á skepnum Í stað þess að stöðva bílinn ók bóndinn áfram og alla leið að fjósinu, með kvíguna hang- andi á hálsinum aftan í bílnum. Dóttir hans var í bíl fyrir aftan, ásamt sambýlis- konu föður síns. Hún þrábað hana að grípa inn í en allt kom fyrir ekki. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Batt kvígu aftan í jeppa og dró hana eftir götunni 300 starfsmenn í höfuðstöðvum Ís- landsbanka á Kirkjusandi hafa verið sendir í alhliða heilsufarsskoðun vegna þess að mygla og raki kom upp í húsinu. Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi bankans, segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Eftir að fólk kvartaði undan ein- kennum og óþægindum sem gerðu vart við sig á vinnustaðnum var ráðist í allsherjar rannsókn, bæði á heilsufari starfsmanna og húsakynn- um. Búist er við að bankinn ákveði næstu skref upp úr miðjum apríl. Allir sem hafa fundið fyrir ein- kennum hafa flutt á aðra vinnustaði bankans. Íslandsbanki hefur stefnt á frekari uppbyggingu á Kirkjusandi en ekk- ert liggur fyrir um hvort þetta hefur áhrif á þau áform. þká Kirkjusandur Starfsmenn í heilsufarsskoðun Mygla í Íslandsbanka 4 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016 Sameiginlegt fylgi VG og Sam- fylkingarinnar er nú aðeins 20,5 prósent samkvæmt Gallup og 15,6 prósent samkvæmt MMR. Það þarf að fara aftur til ársins 1931 til að finna minna fylgi vinstri flokkanna í alþingiskosningum en fylgið hjá Gallup og alla leið aftur til 1923 til að finna jafn lítið fylgi í kosningum og samkvæmt könnun MMR. Þetta er svo sérsök og söguleg staða að það er erfitt að túlka hana á nokkurn hátt. Enginn núlif- andi Íslendingur var kominn með kosningarétt árið 1931 og fáa rekur minni til ástands þjóðmála árið 1923.sameiginlegt fylgi allra flokka með sósíalískan bakgrunn í heila öld; alþýðuflokksins, Kommúnistaflokksins, sósíalistaflokksins, alþýðubandalagsins, samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Bandalags jafnaðarmanna, Þjóðvaka, samfylkingarinnar og Vinstrisamtakanna græns framboðs. Hrun vinstrisins Fylgi VG og Samfylkingar ekki lægra í heila öld samkvæmt könnunum 19 16 19 23 19 27 19 31 19 33 19 34 19 37 19 42 19 46 19 49 19 53 19 56 19 59 19 63 19 67 19 71 19 74 19 78 19 79 19 83 19 87 19 91 19 95 19 99 20 03 20 07 20 09 20 13 20 16 50 40 30 20 10 % 1929–1938 Kreppan mikla 1949 Ísland í nató 1979 Ólafslög 1989 Berlínarmúrinn fellur 2008 Hrunið 1973–1975 Olíukreppan 1939– 1945 Kreppan mikla Nú hef ég séð flóttafólk á hót- elum í Tyrklandi sem bíður með óþreyju eftir að komast í einn af þessum bátum. Þau vilja það og bara það. Frekar svelta og bíða eftir bátnum en fresta ferðinni,“ segir Benjamin Julian, formaður íslensku samtakanna Ekki fleiri brottvísanir, sem er staddur í Tyrklandi. Tyrkjum var heitið milljörðum evra fyrir aðgerðir til að draga úr straumi flóttafólks um Tyrkland til Evrópu í samningsdrögum á fundi leiðtoga aðildarríkja ESB um flótta- mannavandann sem hófst í gær, fimmtudag. Þá er meiningin að flýta aðildarviðræðum ESB við Tyrki. SÞ og Amnesty International telja samninginn brjóta á mannrétt- indum flóttafólks. Yfir ein milljón flóttamanna kom til Evrópusam- bandsins sjóleiðina í fyrra. Flestir komu frá Tyrklandi til Grikklands. „Þeir segja að með því að loka á sjóleiðina frá Tyrklandi til Grikk- lands séu þeir að bjarga öllu fólkinu sem annars myndi þurfa að ferðast eftir henni,“ segir Benjamin. „Þau eru ekki þakklát fyrir þessa ótrúlega óheiðarlegu meinfýsnu þykjustumannúð. Það er margt bog- ið og hrottalegt við þessa evrópsku þráhyggju að loka úti flóttamenn, margt sem verðskuldar að stjórn- málamennirnir sem bera ábyrgð á henni verði settir í kalda og óhuggu- lega einangrun í langan tíma. Því miður eru bara flóttamenn settir þangað.“ | þká ESB Loka flóttamenn inni í Tyrklandi „Þykjustumannúð stjórnmálamanna“ Benjamin Julian. „Þau eru ekki þakklát fyrir þessa ótrúlega óheiðarlegu meinfýsnu þykjustumannúð,“ segir Benjamin Julian. Mynd | NordicPhotos/Getty
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.