Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 18.03.2016, Side 10

Fréttatíminn - 18.03.2016, Side 10
Mynd | Hari Fyrir tveimur árum hugð- ist stofnandi Skema, Rakel Sölvadóttir, fara í útrás með fyrirtækið og opna fjögur nútímaleg tæknisetur víðsvegar um Bandaríkin. Höfuðstöðvarnar áttu að rísa í bakgarði Microsoft í Redmond. Íslenskir starfs- menn voru sendir út til að breiða út boðskapinn. En tæknisetrin opnuðu aldrei og úr varð harkalegt deilumál. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Til stóð að Skema yrði kallað reKode í Bandaríkjunum. Höfuðstöðvarn- ar og fyrsta tæknisetrið stóð til að opna í Redmond í Washington-fylki, í frægum tæknibæ þar sem meðal annars Microsoft og fleiri tæknirisar halda til. Þá yrðu opnuð setur í Los Angeles, San Fransisco, Las Vegas og New York. Þegar áform Skema voru kynnt í fjölmiðlum kom fram að sú mikla athygli sem fyrirtækið hefði hlotið, þrýsti á hraðari vöxt. Tækni- setrin myndu öll opna á einu ári. Skema er hugarfóstur Rakelar Sölvadóttur tölvunarfræðings og var stofnað eftir að hún hlaut verðlaun- in „Fræ ársins 2011“. Síðan hefur félagið kennt börnum þar sem for- ritun er fléttuð saman við rannsókn- ir í kennslufræði og sálfræði. Mörg þúsund íslensk börn hafa fengið kennslu hjá Skema í notkun á tölvu- forritum, svo sem hinum gríðarlega vinsæla leik Minecraft. Lof og verðlaun Rakel vakti mikla athygli fyrir eldmóð sinn og sagðist vilja breyta skólakerfinu, sem hún sjálf hafði aldrei fundið sig í. Því væri þörf á umbyltingu í kennsluaðferðum. Skema óx á fyrstu tveimur árum og hafði nokkra starfsmenn sem önn- uðust kennslu og utanumhald. Ýmis fyrirtæki fóru í samstarf við Skema og starfsemin fór fram í húsakynn- um Háskólans í Reykjavík. Rakel hlaut viðurkenningar og verðlaun fyrir störf sín. Hún var valinn ungi frumkvöðull ársins að mati JCI. Hún hlaut UT-verðlaun Ský árið 2014 og hvatningarverðlaun Félags kvenna í atvinnulífinu. Nokkrum mánuðum fyrir opnun fyrsta tæknisetursins var haldið kynningarnámskeið á vegum fyrir- tækisins í Bandaríkjunum og Rakel sagði, í samtali við Fréttablaðið, við- tökurnar afar góðar. Þá var greint frá því að fyrirtækið hefði tekið hús- næði á leigu og myndi opna fyrsta tæknisetrið í byrjun árs 2014. „Við erum að byggja upp næstu kynslóð af nördatöffurum,“ sagði Rakel. Til stóð að þær Ágústa Fanney Snorradóttir og Sara Rut Ágústs- dóttir, hjálpuðu til við að koma fyrsta tæknisetrinu af stað og þær myndu kenna börnum að hætti fyr- irtækisins. Átti að verða glæsilegt Fyrsta tæknisetrið átti að rísa í húsakynnum Think Space í Red- mond en Rakel hafði samið við Peter Chee, stofnanda fyrirtækisins, um áformin. Think Space er atvinnu- húsnæði fyrir frumkvöðla. Gera þurfti umfangsmiklar breytingar á húsnæðinu svo það stæðist kröfur reKode. Rýmið átti að vera sérhann- að fyrir börn, örvandi og litríkt. Inn- anhússarkitektinn Hafsteinn Júlíus- son hjá Haf Studio flaug til Redmond til að endurhanna rýmið. Teikning- arnar voru fjörlegar en til að fá hús- næðinu breytt þurfti að sækja um allskyns leyfi til borgaryfirvalda. Einn af starfsmönnum Think Space var ráðinn í verkefnastjórn fram- kvæmdanna. Seðlabankinn hindrunin En ýmis ljón urðu á veginum. Þó Skema hefði bæði stóran hóp við- skiptavina, var ekki auðvelt að fara með peninga úr landi til að stofna nýtt fyrirtæki. Rakel sagðist hafa ætlað að stofna reKode í Bandaríkj- unum sem móðurfyrirtæki Skema og ætlaði að lána peninga til útrásar- innar á milli samsteypa. Það reynd- ist þrautinni þyngra. „Því miður gátum við ekki farið þá leið sem við vonuðumst til.” Í Viðskiptablaðinu sagðist hún hafa þurft að ganga þyrnum stráða slóð til að fá leyfi Seðlabankans til að flytja fé út. „Það tók þrjá mánuði að fá samþykki fyrir 75,6 dollurum sem hlutafé, samþykki sem ég þurfti til að sýna fram á eignarhlut til að fá landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Seðlabankinn gerðist jafnvel svo grófur að spyrja hvar ég hefði fengið þessa dollara,“ sagði Rakel við Við- skiptablaðið. Framkvæmdir í tæknisetrinu drógust á langinn og leyfi sem sótt var um en voru ekki veitt. Brátt kom upp ágreiningur á milli Peter Chee og Rakelar. Chee vildi meina að fyrirtækið skuldaði háar fjárhæðir í húsaleigu og annan kostnað, svo sem laun starfsmannsins sem vann við framkvæmdirnar. Að endingu vildi Rakel hætta við að opna setr- ið í húsnæðinu. Úr varð heiftarleg deila sem ekki enn sér fyrir endann á. Rakel segist hafa gert upp mál fyr- irtækisins. Þá hófst leit að nýju húsnæði fyrir tæknisetrið en eftir nokkurra mán- aða vinnu var íslensku starfsmönn- unum sagt upp. Ekkert tæknisetur hafði opnað og engin starfsemi farin af stað. Fyrrum starfsmaður Think Space sagist hafa beðið í tvo mánuði án þess að fá laun. „Mér var sagt að Reiði vegna útrásarævintýris Skema reKode hefði ekki greitt launin mín en Think Space var milliliður í ráðn- ingu minni, og greiddi mér á end- anum. Þetta var svo leiðinlegt að ég að hætta að vinna þarna.“ Gekk á eftir laununum Bandarískur maður sem réði sig í verkefnastjórn fyrir íslenska útrásar- fyrirtækið segir við Fréttatímann að svo mánuðum skipti hafi hann ekki fengið laun. Þau hafi verið greidd í skömmtun og hann hafi hætt eftir fimm mánaða starf. Hann fékk þó launin sín á endanum. Hann segist hinsvegar hafa leyft Rakel að skrá síma hennar á hans nafn, en verið skilinn eftir með himinháa síma- reikninga sem honum hafi verið lofað að fyrirtækið myndi greiða. Hann segist hafa verið blekktur og ekki hafi verið staðið við neitt. „Það var óþolandi að eltast við yfirmann- inn sem fór undan í flæmingi. Sér- staklega þegar hann býr í stóru húsi, er með garðyrkjumann að störfum, ekur um á nýjum bíl.“ Rakel segir við Fréttatímann að maðurinn hafi fengið það sem hann átti inni. Hún kannast ekki við úti- standandi símareikninga og fullyrðir að hún hafi ekki viljað skrá símann á nafn starfsmannsins. Fréttatíminn hefur rætt við fleiri íslenska starfs- menn sem komu að útrás Skema í Redmond. Þeir skildu reiðir og ósátt- ir við fyrirtækið. Einn þeirra starfaði fyrir fyrirtækið í tvo mánuði og seg- ist aldrei hafa fengið krónu greidda. Né heldur hafi fyrirtækið tekið þátt í kostnaði við Bandaríkjadvölina. Ekk- ert varð því úr frekara samstarfi. Rakel segir að útrásin hafi strand- að á gjaldeyrishöftunum og því að hún hafi ekki getað komið með fjár- magn til Bandaríkjanna. „Auk þess er þetta sprotafyrirtæki og það breytist stöðugt.“ Rakel Sölvadóttir, stofnandi Skema, segir gjaldeyris- höftin hafi orðið útrásinni að falli. Ágústa Fanney og Sara segja hafa fengið tilboð um draumastöðu í nýju tæknisetri Skema í Banda- ríkjunum. Þegar þær fluttu út var ekkert tæknisetur, engin vinnuaðstaða, launin komu seint og fríðindin sem þeim var lofað komu aldrei. Að endanum var þeim sagt upp án þess að fá nokkurn uppsagnarfrest greiddan. Þær segjast sitja uppi með milljóna skuld eftir ævintýrið og hafa stefnt Skema fyrir ítrekuð brot. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Ágústa Fanney Snorradóttir og Sara Rut Ágústsdóttir hittu Rakel Sölvadóttur í boði í Los Angeles árið 2012. Þær voru báðar í námi í borginni, Sara var að læra marg- miðlunarhönnun og Ágústa Fann- ey var í kvikmynda- og sjónvarps- framleiðslu. Þær höfðu dvalið í Los Angeles í eitt ár og voru staðráðn- ar í að búa þar í framtíðinni. Þær urðu því verulega áhugasamar þegar Rakel sagði þeim að hún stefndi á að opna fyrirtæki í borg- inni. „Hún hygðist opna tækniset- ur í Los Angeles. Þetta fannst mér áhugavert og við ákváðum að vera í sambandi síðar,“ segir Ágústa Fanney. Einu og hálfu ári síðar, þegar þær voru útskrifaðar, fóru þær til Íslands. Sara var með árs atvinnu- leyfi í Bandaríkjunum og Ágústa Fanney var komin með staðfest- ingu á að hún fengi græna kortið. Hugmyndir þeirra um framtíð í borginni var því ekki lengur fjar- lægur draumur og þær veltu at- vinnumöguleikum fyrir sér. Í ársbyrjun 2014 rákust þær á umfjöllun í Fréttablaðinu um að Rakel væri á leið í útrás með Telja sig sviknar af Skema Sara Rut Ágústsdóttir og Ágústa Fanney Snorradóttir, nýút- skrifaðar úr COC háskólanum í Kaliforníu desember 2013. 15% AFNÁM TOLLA VIÐ FÖGNUM AFNÁMI TOLLA KRINGLAN GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA AF ÖLLU HJARTA! Nánari upplýsingar um afnám tolla og þær vörur sem lækka í verði á kringlan.is Dæmi um verðlækkun í Levi’s, gallaskyrta: Dæmi um verðlækkun í Next, barnakjóll: Dæmi um verðlækkun í Neon, gallabuxur (Razor) frá Reel Jeans: Verð nú: 12.990 kr. Verð nú: 1.490 kr. Verð nú: 12.490 kr.Verð áður:14.990 kr. Verð áður: 1.790 kr. Verð áður: 14.990 kr. K R I N G L U N N I 10 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.