Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 18.03.2016, Síða 26

Fréttatíminn - 18.03.2016, Síða 26
Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá árinu 1972. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn og sér. www.odalsostar.is ÓÐALSOSTUR TIGNARLEGUR Stefanía María Arnardóttir er 28 ára gömul kona í Reykjavík sem stundar nám við HÍ og HA. Þrátt fyrir heilsubrest, sem má rekja til fátæktar og álags í bernsku, ætlar Stefanía ekki að láta það hafa áhrif á námsárangur sinn. Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Þegar Stefanía María Arnardóttir lýsti leiðinni heim til sín, þá var það einhvern veginn svona: „Þú kemur að tveimur húsum, annað er glæný blokk og hitt er ómerki- legt hús, ég er í ómerkilega hús- inu.“ Í bernsku var Stefanía vanrækt af foreldrum sínum sem gátu ein- faldlega ekki betur. Stefanía bjó við fjárhagslegt óöryggi og veik- indi móður sinnar og þróaði með sér tengslarof, félagsfælni og kvíða en slæmt heilsufar sitt í dag rekur hún til bágra aðstæðna í bernsku. „Ég var bara óheppin,“ segir hún og bætir við; „Foreldrar mínir eru gott fólk, en ég vissi alltaf að mamma væri eitthvað öðruvísi og að ég væri öðruvísi. Hvort það voru veikindin eða fátæktin gat ég ekki greint.“ Stefanía vill meina að þær mæðgur séu báðar á einhverf- urófi, eins og fleiri í fjölskyldunni. Ég veit ekki hvort að ég hafi gert mér vitsmunalega grein fyrir því, en ég vissi bara að ég var eitt- hvað verri. Ekki það að ég sé slæm manneskja, ég vissi bara að ég væri minna virði.“ Stefanía og bræður hennar tveir, en hún er á milli þeirra í aldri, bjuggu hjá móður sinni í út- hverfi borgarinnar. Pabbi þeirra var mikið fjarverandi og skildu foreldrar hennar að lokum þegar hún nálgaðist unglingsárin. Fjöl- skyldan var félagslega einangruð og var á löngu tímabili ofsótt af veikum manni úr föðurfjölskyld- unni sem hafði sín áhrif á heimilis- lífið. Móðir Stefaníu var þunglynd og örugglega með ómeðhöndlaða áfallastreituröskun og fékk enga aðstoð, nema síður væri. Lífið var yfirþyrmandi og heimilishaldið og barnauppeldi óyfirstíganlegt verk- efni. Allt sem hét siðir eða fastir þættir í heimilishaldinu, eins og matmálstímar eða að halda upp á afmæli, gufaði einfaldlega upp. Milli systkinanna og móðurinnar voru lítil samskipti, þau deildu að- eins húsnæði en annars sá Stefanía sjálf um þarfir sínar frá unga aldri. „Ég veit ekki einu sinni hvar allir voru, ég man bara að ég var þarna en hvað aðrir voru að gera, ég veit það ekki. Ég gerði allt sjálf, eldaði og bakaði, lærði heima, þvoði af mér og kom mér í skólann, vissu- lega varð ég þrautseig af þessu. Þegar maður er krakki þá reynir maður að láta hlutina ganga. Mamma var svo þreytt og fjarlæg. Hana vantaði stuðning og hjálp sem hún ekki fékk sem orsakaði að ég gat ekki tengst henni eins og hún og við hefðum viljað.“ Ég skal borga, mamma! Án þess að gera sér nákvæmlega grein fyrir því hvað væri að þá hafði Stefanía áhyggjur af fjár- Fátækt Það er ekki bara skömmin sem vill fela fátæktina í samfélaginu heldur ríkir hagsmunir líka. Við erum sannfærð um að fátæktin sé ekki samfélagslegt mein heldur sök hins fátæka. Fréttatíminn heldur áfram að skoða líf og veröld hinna fátæku. Ég var bara óheppin hagsstöðu móður sinnar. Það fyrsta sem barn hugsar er hvað hef ég gert sem orsakar þetta ástand? Til dæmis þegar hún var átta og níu ára þá velti hún því fyrir sér hvort ástandið myndi batna ef hún borð- aði minna eða kannski ef hún hætti í tómstundum. „Ég ákvað sjálf að hætta í frjálsum, ég sagði „mamma, ég er hætt í frjálsum!“ Og mamma svaraði bara; „ókei.“ Þetta var þegar ég var níu ára og strax þá vildi ég ekki að mamma væri að borga neitt fyrir mig. Ég fékk lánað trompet í skólanum í heilan mánuð og langaði ógeðslega til þess að fara í trompet- tíma í framhaldinu og læra að spila á hljóðfærið. Ég man að þá sagði ég við mömmu að ég skyldi borga hljóðfæranámið sjálf. Mamma fattaði ekki neitt og spurði ekkert frekar út í þetta og auðvitað gat ég ekki borgað, ég átti enga peninga níu ára gömul. Ég vissi bara að Stefanía hefur alltaf átt dýr og segist ekki geta lifað án þeirra. Hún fékk Border Collie hvolpinn Fjólu fyrir hálfu ári, sem er ofurhress og þarf mikla athygli. Myndir | Alda Lóa 26 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.