Fréttatíminn - 18.03.2016, Síða 40
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Samfélagið tók ótrúlegum breyt-
ingum þegar konur byrjuðu að
streyma út á vinnumarkaðinn.
Sprungur mynduðust í hefðbundin
kynjahlutverk, hlutverk sem höfðu
verið meitluð í stein og haldið uppi
verkaskiptingu sem enginn nema
lítill og skrítinn minnihluti skorað-
ist undan. Sprungurnar hafa brotið
gömlu kerfin ansi hratt í stóra sam-
henginu og byltingin hefur alið af
sér nýja kynslóð feðra sem streymir
inn á heimilin. Þetta eru feður sem
vilja vinna minna og taka meiri þátt
í uppeldi barna sinna. Eitt sinn var
talið að foreldrar ættu að vera and-
stæður sem bættu hvort annað upp.
Að börn þyrftu eina sterka karlfyrir-
mynd sem beitti aga og aðra fyrir-
mynd sem væri hin umhyggjusama
móðir. Í dag vitum við að börn þurfa
fyrst og fremst ást og umhyggju til
að vaxa og dafna sem heilbrigðir
Mr. Mom
Í dag hefur hlutverk feðra færst
frá því að vera fyrirvinna og
aðstoðarmamma yfir í að vera
virkur þátttakandi í hversdagslífi
fjölskyldunnar. Í gamanmynd-
inni Mr. Mom, frá árinu 1983,
leikur Micheal Keaton föður
sem breytist í móður við það að
sjá um börnin sín.
SkemmtilegaSta
hlutverkið
Pabbahlutverkið Hæfileg blanda af kæruleysi og umHyggju er það sem einkennir góðan
föður, að mati vinanna Ívars, davÍðs og þórHalls, en þeir eru nokkrir þeirra feðra sem
fréttatÍminn Hitti til að ræða föðurHlutverkið. þeir eru sammála um að nú taki feður meiri
þátt Í lÍfi barna sinna. að vera faðir Í dag er nefnilega allt annað en það var, eða lÍkt og
garðar, faðir og afi, segir um sinn föður; „Hann var karlinn sem kom stundum og svaf Heima.“
50
40
30
20
10
0
40% feðra undir álagi
Íslenskir
karlar
Danskir
karlar
Norskir
karlar
Sænskir
karlar
Íslenskar
konur
Danskar
konur
Norskar
konur
Sænskar
konur
einstaklingar, en ekki fullkomið
jafnvægi karlmennsku og kven-
mennsku, sem eru auðvitað úr-
elt hugtök hvort sem er. Í dag hafa
strákar leyfi til að vera umhyggju-
samir verndarar og stelpur leyfi til
að vera það ekki. Og í dag fá foreldr-
ar á Íslandi blessunarlega leyfi til að
vera allskonar.
Faðirinn sem hjálparmamma
„Það er alveg ljóst að hugmyndir
fólks og feðra sjálfra um það hvað
felist í því að vera faðir hafa breyst
mikið,“ segir Ingólfur V. Gíslason,
dósent í félagsfræði við HÍ á sviði
karlafræði, fæðingarorlofs og jafn-
réttismála. „Þetta var róleg þróun,
konur fóru fyrst í hlutastörf sem
gátu samræmst móður- og hús-
móðurhlutverkinu og á sama tíma
varð samfélagsvæðing alls barna-
uppeldis. Það að vera virkt foreldri
í dag hefur allt aðra merkingu en
það hafði þá. Í raun og veru hefur
mörgum hefðbundnum fjölskyldu-
störfum verið úthýst í dag. Feður
eru meira í umönnun barna í dag en
það er samt ekki nærri því jafn tíma-
frekt starf og starf móðurinnar var
áður. Bækur um uppeldismál fram
að sjöunda áratugnum nefna föður-
inn yfirleitt ekki, nema kannski sem
aðstoðarmenn þegar kemur að ög-
unarmálum eða heimanámi, svona
hjálparmömmur, en á tíunda áratug-
unum fer hlutverkið að verða sjálf-
stæðara og miklu nær hinu hefð-
bundna móðurhlutverki.
Rannsóknir í dag, líka á Íslandi,
sýna að þegar ungir karlmenn eru
spurðir út í karlmennsku og hvaða
merkingu þeir leggi í það hugtak, að
þá er hinn umhyggjusami faðir alltaf
hluti af því. Það var byrjað að leggja
grunninn að þessum breytingum á
níunda áratugnum en stóra stökkið
kemur klárlega með fæðingarorlofs-
lögunum.“
Leita ráða á you-tube
Vinirnir Ívar, Davíð og Þórhallur eru
sammála um að föðurhlutverkið hafi
hingað til verið mikill tilfinningarússi-
bani en fyrst og fremst hafi það kom-
ið þeim á óvart hversu ótrúlega gef-
andi hlutverkið sé.
„Þetta er í alvöru skemmtilegasta
hlutverk sem ég hef upplifað,“ segir
Þórhallur og vinirnir taka undir. Þeir
reyna að hittast reglulega með börn-
in og þegar blaðamann ber að garði
sitja þeir með kaffi við borðstofu-
borðið á meðan stelpurnar þeirra
leika sér á gólfinu.
„Mömmurnar vita náttúrlega allt
svo það er hægt að fá góð ráð hjá
þeim en það eru samt 25 ár síðan
mamma var í sömu sporum og ég,“
segir Ívar þegar uppeldisráð bera
á góma. „Ég leita langmest til vina
minna sem voru aðeins á undan mér
í þessu. Það er fínt að spyrja þá út í
hvað sem er. Svo er auðvitað hægt
að spyrja að flest öllu á heilsugæsl-
unni.“
„Við notum bara mest you-tube,“
segir Davíð og allir skella upp úr.
„Nei, í alvöru, það er hægt að fá upp-
lýsingar um næstum allt á you-tube
en ég hringi samt líka í mömmu.“
Þeir segjast aldrei hafa spurt feður
sína ráða varðandi uppeldið. „Nei,
þeir hafa aldrei skipta á bleiu og
kunna það ekki enn,“ segir Davíð.
„En það var náttúrlega bara þannig
þá. Ég held að pabbi hafi alveg viljað
taka þátt en það var bara allt annar
tíðarandi í gangi.“
Fá hlutfallslega lengsta orlofið
Fjölskyldustefna er þær aðgerðir af
hálfu stjórnvalda sem taka mið af
þörfum fjölskyldunnar og eitt af yfir-
lýstum markmiðum stefnunnar er
að koma á jafnri ábyrgð foreldra í
barnauppeldi, umönnun og heim-
ilishaldi. Annað markmið er að sam-
ræma fjölskyldu og atvinnulíf. Hér á
landi er stuðningur ekki jafn mikill
og á hinum Norðurlöndunum þegar
kemur að umönnun fyrir börn sem
eru þriggja ára og yngri og fæðing-
arorlofið er styttra hér en á hinum
Norðurlöndunum. Við erum aftur
á móti fremst meðal jafningja þegar
kemur að orlofi feðra því þrátt fyrir
að heildarlengd fæðingarorlofsins sé
styttra á Íslandi en á hinum Norður-
löndunum fá íslenskir feður hlut-
fallslega lengstan tíma. Rannsóknir
sýna að fæðingarorlof feðra hefur
haft gífurlega áhrif á hlutdeild þeirra
í uppeldi barna sinna og þar með á
gamalgrónar staðalmyndir. Rann-
sóknir hafa líka sýnt að feður sem
taka fæðingarorlof taka meiri þátt
Rannsóknir Þóru Kristínar Þórsdóttur félagsfræðings af upplifun íslenskra
foreldra af álagi vegna vinnu sýna að íslenskir foreldrar eru undir meira
álagi en nágrannar okkar á Norðurlöndum. Rúmlega 40% íslenskra feðra
eiga erfitt með að sinna fjölskyldu vegna vinnu sinnar og um 35% mæðra.
Fínn helgarpabbi
„Nei, ég held ég treysti mér ekki í
föðurhlutverkið, segir Guðbrand-
ur Loki Rúnarsson, sjálftitlaður
„Barnlaus helgarpabbi“. Mér finnst
að faðir eigi að búa yfir botnlausri
góðmennsku og þolinmæði og
finnst mér ég bara ekki hafa þá
eiginleika. Kannski myndi eitthvað
foreldriseðli kikka inn ef ég eignað-
ist barn, en ég stórefa það. Ég yrði í
mesta lagi fínn helgarpabbi.“
Guðbrandur segir sína föður-
ímynd mótaða af helgarpabbavenj-
um eigin æsku: „Ég ólst upp við að
flestir í kringum mig, ég meðtalinn,
væru skilnaðarbörn með helgar-
pabba. Mæðurnar sáu um upp-
eldið og ábyrgðina en pabbana hitti
maður aðra hverja helgi og fór í bíó
og út að borða með þeim. Flestir
strákar sem ég þekki ólust upp með
fjarverandi feður, sem gerir það að
verkum að þeir tengja sjálfir ekki
við föðurhlutverkið.“
Guðbrandur Loki telur stelpur
frekar aldar upp við að sinna um-
önnun en strákar og þeir séu því
síður undirbúnir fyrir föðurhlut-
verkið frá æsku. „Þegar ég var lítill
var ég ekki látinn sjá um lítil frænd-
systkini, heldur systir mín frekar
fengin í það.“ | sgþ
M
yn
d
| R
ut
Ingólfur V. Gíslason, dósent
í félagsfræði við HÍ á sviði
karlafræði, fæðingarorlofs
og jafnréttismála.
Vesturhlíð 2 Fossvogi
Útfararstofa kirkjugarðanna
Lögfræðiþjónusta
Veist þú hvert eignir þínar renna
eftir þinn dag? Kynntu þér málið á
heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
útför.is
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
| | Sími 551 1266
40 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016